Meistaravörn við tækni- og verkfræðideild - Torfi Már Hreinsson

Verðbólgutrygging á verðtryggð húsnæðislán

  • 21.5.2018, 12:00 - 14:00

Title: Verðbólgutrygging á verðtryggð húsnæðislán.
Student: Torfi Már Hreinsson      
Supervisor: Sverrir Ólafsson, Reykjavík University
External examiner: Yngvi Harðarson, Analytica

Samantekt:
Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að kanna þann möguleika að þaksetja verðbólgu á verðtryggðum húsnæðislánum. Leitast er eftir því að svara þremur spurningum. Hvað kostar verðbólgutrygging? Hver myndi gefa gefa út verðbólgutryggingu? Skilar verðbólgutrygging meiri ávinningi en að greiða aukalega fasta greiðslu á höfuðstól á hverjum greiðsludegi eða greiða alltaf verðbæturnar upp að fullu?Notast var við megindlegar (quantitative) rannsóknaraðferðir. Útfærsla Kron og Kruse á Black-Scholes líkaninu fyrir verðlagningu valrétta var notuð til að verðleggja verðbólgutryggingu. Kannað var hvaða áhrif breytingar á mismunandi stærðum, s.s. flökti á verðbólgu, nafnvöxtum og raunvöxtum,  hafa á kostnað verðbólgutryggingar. Einnig var kannað hvort það væri hagstæðara að greiða aukalega inn á höfuðstól verðtryggðra lán því sem nemur kostnaði á verðbólgutryggingu. Verðtryggð lán með verðbólgutryggingu voru svo borin saman við þann kost að taka óverðtryggt lán.Það er erfitt að segja almennt til um hvort það sé hagkvæmara að greiða mánaðarlegar aukagreiðslur inn á höfuðstól verðtryggðra lána eða að kaupa verðbólgutryggingu. Það stýrist af efnahagsforsendum hverju sinni. Aftur á móti myndi tryggingin ekki kosta mikið ef tilgangurinn með tryggingunni er að tryggja sig fyrir óðaverðbólgu. Sem dæmi myndi verðbólgutrygging til 40 ára með samningsgengi upp á 6% aðeins kosta tæplega 800 þúsund krónur. Samningsgengi verðbólgu hefur mikil áhrif á kostnað við verðbólgutrygginguna. Í flestum tilfellum myndi ekki borga sig að tryggja sig gegn verðbólgu til 40 ára þegar samningsgengið er sett of lágt.Gert er ráð fyrir að þær lánastofnanir sem bjóða upp á verðtryggð lán myndu einnig bjóða viðskiptavinum sínum þann möguleika að verja sig gegn verðbólgu þar sem það getur bæði verið hagur lánveitanda og lántaka. Reikna má með því að líkur á vanefndum lækki hjá þeim aðilum sem eru með verðbólgutryggingu og því þyrftu lánastofnanir ekki að halda eftir jafn stórum eiginfjárgrunni þar sem lánasafnið væri öruggara.

Summary:
Inflation in Iceland has been high in the past few years, although it has been in the lower edge of historical inflation values. Inflation has had damaging effect on indexed mortgage loans and in many cases has transformed them in such a way that the loan amount has exceeded the value of housing, resulting in increased probability default on payments. In this thesis emphasis is placed on finding a solution to the problem associated with indexed mortgages. Use of financial options in the form of a cap on inflation is used to hedge the inflation risk, and their pricing compared with the possibility of paying extra on indexed loans with equal payments spread over the loan period. The benefits of different implementations are individually assessed and compared.