Tæknidagurinn

Uppskeruhátíð vornámskeiða iðn- og tæknifræðideildar

 • 17.5.2019, 14:15 - 18:00

Róbótar sem hlýða skipunum á íslensku, steypuhrærivél fyrir girðingarstaura og vindmylla úr tómum olíutunnum. Þetta eru aðeins þrjú af þeim verkefnum sem nemendur HR sýna á föstudaginn. Eins og þessi verkefni gefa til kynna láta nemendur iðn- og tæknifræðideildar og verkfræðideildar hugvit og verkvit njóta sín í þriggja vikna hagnýtum verkefnum í lok annar. Á Tæknideginum er gestum og gangandi boðið að koma og kynna sér afrakstur námskeiðanna og það öfluga starf sem unnið er í deildunum. Sérstakir boðsgestir Tæknidags eru afmælisárgangar tæknifræðinga.

DAGSKRÁ:

13:30

Grillaðar pylsur í portinu fyrir nemendur og starfsmenn iðn- og tæknideildar og verkfræðideildar

 

14:15-15:15

Nemendur sýna verkefni sem þeir hafa unnið að í þriggja vikna hagnýtum námskeiðum:

 • Róbótar sem hlýða skipunum á íslensku, forðast hindranir og gefa frá sér hljóð.

 • Hvernig byggir maður hús? Nemendur í byggingafræði hafa byggt líkan af húsi sem nota má sem kennsluefni fyrir krakka. Þau þurfa að byggja hús eins raunverulega og mögulegt er, með grind, einangrun, rakavörn, rafmagni og vatnslögnum.
 • Steypuhræruvél. Vélin passar á gröfuarm á lítilli gröfu og hentar vel til að steypa niður girðingastaura því hún hellir beint í mótið.

 • Vindmylla úr tómum olíutunnum.

 • Gröfuskófla á vörubílskrana – sú fyrsta í heiminum.

 • Smíði og prófun á Sterling-vél.

 • Sérsmíðuð kerra fyrir kappakstursbíl HR.

 • Litaflokkarinn

 

15:15-16:00

Viðurkenningar fyrir lokaverkefni, stofa V102

Viðurkenningar veittar fyrir framúrskarandi lokaverkefni í tæknifræði fyrir hönd menntamálanefndar tæknifræðinga.
 
Að þessu sinni hljóta eftirfarandi nemendur verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni:

 • Auðunn Herjólfsson, vél -og orkutæknifræði – Hringhjól
 • Sindri Páll Sigurðsson, vél- og orkutæknifræði - Lítil færanleg vatnaflsvirkjun
 • Sigurður Gunnar Sigurðsson, rafmagnstæknifræði - Hagræðing orkunotkunar Vinnslustöðvar Vestmannaeyja

 

16:00

Móttaka fyrir afmælisárganga tæknifræðinga, nemendur og kennara

Í Olympus, þriðju hæð. 

Hera Grímsdóttir, forseti iðn- og tæknifræðideildar, býður gesti velkomna og ávarpar afmælisárganga.

Léttar veitingar í boði. 

 

Vinsamlegast athugið að á viðburðum í húsnæði Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR.Í húsnæði háskólans eru eftirlitsmyndavélar.