Prufa

Styrkir í meistaranámi

Tölvunarfræðideild

Alan Turing-styrkur / forsetastyrkur (niðurfelling skólagjalda)

Nemendur geta fengið Alan Turing-styrk sem nemur niðurfellingu allra skólagjalda yfir allt meistaranámið að því gefnu að námsárangur sé góður og námið sé tekið á fullum hraða. Forsetastyrkur (e. dean's selection grant) felur í sér niðurfellingu hluta skólagjalda þannig að nemandi greiðir einungis skólagjöld grunnnáms meðan á meistaranámi stendur að því gefnu að námsárangur sé góður og að námið sé tekið á fullum hraða.

Námssjóður Sameinaðra verktaka

Nemendur í tækni- og verkfræðideild og tölvunarfræðideild geta sótt um styrk í námssjóð Sameinaðra verktaka við Háskólann í Reykjavík. 

Umsóknarfrestur er til 20. desember og 20. maí ár hvert. Úthlutun námsstyrkja fer fram í janúar og júní. Öllum umsóknum er svarað. Hver umsækjandi getur aðeins fengið úthlutun úr sjóðnum einu sinni.

Umsækjendur þurfa að sækja um styrki á sérstökum eyðublöðum sem fást á skrifstofu skólans. Með umsókn skal fylgja staðfest afrit af námsferilsblaði.

Verkfræðideild

Nemendur sem sækja um meistaranám í tækni- og verkfræðideild og hafa lokið BSc-námi með góðum árangri, eiga möguleika á forsetastyrk. Styrkurinn getur numið niðurfellingu skólagjald að fullu eða að hluta (nemandi greiðir skólagjöld grunnnáms). 

Námssjóður Sameinaðra verktaka

Nemendur í tækni- og verkfræðideild og tölvunarfræðideild geta sótt um styrk í námssjóð Sameinaðra verktaka við Háskólann í Reykjavík.

Umsóknarfrestur er til 20. desember og 20. maí ár hvert. Úthlutun námsstyrkja fer fram í janúar og júní. Öllum umsóknum er svarað. Hver umsækjandi getur aðeins fengið úthlutun úr sjóðnum einu sinni.

Umsækjendur þurfa að sækja um styrki á sérstökum eyðublöðum sem fást á skrifstofu skólans. Með umsókn skal fylgja staðfest afrit af námsferilsblaði.

Viðskiptadeild

Forsetastyrkur

Nemendur sem sækja um meistaranám í viðskiptadeild og ná bestum árangri í meistaranámi eiga möguleika á forsetastyrk. 

Lagadeild

Nemendur sem sækja um meistaranám í lagadeild og ná bestum árangri í meistaranámi eiga möguleika á forsetastyrk. Einnig styrkir LOGOS lögmannsþjónustan þann nemanda sem hlýtur hæstu samanlagða einkunn úr BA- og ML-námi.


Var efnið hjálplegt? Nei