Styrkir fyrir meistaranema í viðskiptafræði

Forsetastyrkur viðskiptadeildar (Dean´s Selection Grant)
Forsetastyrkur felur í sér niðurfellingu hluta skólagjalda þannig að nemandi greiðir skólagjöld sem nema sömu upphæð og skólagjöld grunnnáms. 

 • Þeir nemendur sem ná bestum árangri í meistaranámi á hverri önn eiga möguleika á forsetastyrk. Til að eiga möguleika á styrknum þurfa nemendur að ljúka 30 ECTS á önn og fylgja námsskipulagi námsbrautar. Eingöngu námskeið sem nemendur ljúka á hefðbundnu próftímabili, eða fyrir þann tíma, eru tekin til greina. Í útreikningi á meðaleinkunn gilda eingöngu próf sem tekin eru í fyrsta sinn í tilteknu námskeiði, m.ö.o. endurtektarpróf gilda ekki en sjúkrapróf gilda.

Námsstjórn meistaranáms við viðskiptadeild tekur ákvörðun í upphafi hverrar annar um hvort forsetastyrkir verði veittir og hve margir.

Upplýsingar um styrkinn veitir Sigrún Ólafsdóttir verkefnastjóri meistaranáms. 

Forsetastyrkir

Eftirtalinn nemandi hlaut forsetastyrk fyrir framúrskarandi árangur á haustönn 2019.

 • Erlendur Stefánsson, meistaranemi í stjórnun nýsköpunar

Eftirtaldir nemendur hlutu forsetastyrk fyrir framúrskarandi árangur á vorönn 2019.

 • Edda Björk Bolladóttir, meistaranemi í stjórnun nýsköpunar
 • Sindri Sigurður Jónsson, meistaranemi í viðskiptafræði

Eftirtaldir nemendur hlutu forsetastyrk fyrir framúrskarandi árangur á haustönn 2018

 • Sindri Sigurður Jónsson, meistaranemi í viðskiptafræði
 • Þórunn Björk Steingrímsdóttir, meistaranemi í fjármálum fyrirtækja

Eftirtaldir nemendur hlutu forsetastyrk fyrir framúrskarandi árangur á vorönn 2018.

 • Ásta Bærings Bjarnadóttir , meistarnemi í mannauðstjórnun og vinnusálfræði
 • Joseph Karlton Gallogly, meistarnemi í markaðsfræði
 • Marion Christiane Ziessler, meistaranemi í viðskiptafræði

Eftirtalinn nemandi hlaut forsetastyrk fyrir framúrskarandi árangur á haustönn 2017

 • Sigrún Erla Jónsdóttir, meistarnemi í  reikningshaldi og endurskoðun
Eftirtaldir nemendur hlutu forsetastyrk fyrir framúrskarandi árangur á haustönn 2016.

 • Guðlaugur Bergmann, meistaranemi í upplýsingastjórnun.
 • Kristófer Kristófersson, MSc-nemi í markaðsfræði.
Eftirtaldir nemendur hlutu forsetastyrk fyrir framúrskarandi árangur á haustönn 2015.

 • Liv Vestergaard, MSc-nemi í viðskiptafræði.
 • Oddur Ás Garðarsson, MAcc-nemi í reikningshaldi og endurskoðun.

Eftirtaldir nemendur hlutu forsetastyrk fyrir framúrskarandi árangur á vorönn 2015.

 • Agnes Ísleifsdóttir, MSc-nemi í fjármálum fyrirtækja.
 • Bryndís Marteinsdóttir, MSc-nemi í markaðsfræði.
 • Oddur Ás Garðarsson, MAcc-nemi í reikningshaldi og endurskoðun.

Eftirtaldir nemendur hlutu forsetastyrk fyrir framúrskarandi árangur á haustönn 2014.

 • Agnes Ísleifsdóttir, MSc-nemi í fjármálum fyrirtækja.
 • Laura Nesaule, MSc-nemi í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði.
 • Oddur Ás Garðarsson, MAcc-nemi í reikningshaldi og endurskoðun.

Forsetastyrkur: Nýnemi í meistaranámi skólaárið 2015 – 2016

 • Kristófer Kristófersson, MSc-nemi í markaðsfræði.

Forsetastyrkur: Nýnemi í meistaranámi skólaárið 2014 - 2015

 • Agnes Ísleifsdóttir, MSc-nemi í fjármálum fyrirtækja.


UmsóknarvefurGott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir nema í viðskiptadeild

Sigrún Vala stendur upp við handrið og horfir í myndavélina

Sigrún Vala Hauksdóttir: hagfræði og fjármál

Nám í hagfræði býður upp á tengingu við aðrar námsgreinar og góða atvinnumöguleika að námi loknu. Ég vissi í rauninni ekki hvað ég var að fara út í en hafði heyrt frábæra hluti um HR og var með nokkuð miklar væntingar en samt hefði ég ekki getað gert mér í hugarlund hvað maður er að fá mikið fyrir skólagjöldin. Kennararnir eru góðir og áhugasamir um velgengni nemenda og allt utanumhald er gríðarlega gott. Deildirnar eru flestar ekki mjög stórar og því er auðvelt að kynnast fólki auk þess sem frábært félagslíf hjálpar til. Ég hlakka alltaf til að mæta í skólann.