Styrkir fyrir meistaranema í viðskiptafræði

Forsetastyrkur viðskiptadeildar (Dean´s Selection Grant)
Forsetastyrkur felur í sér niðurfellingu hluta skólagjalda þannig að nemandi greiðir skólagjöld sem nema sömu upphæð og skólagjöld grunnnáms. 

 • Þeir nemendur sem ná bestum árangri í meistaranámi á hverri önn eiga möguleika á forsetastyrk. Til að eiga möguleika á styrknum þurfa nemendur að ljúka 30 ECTS á önn og fylgja námsskipulagi námsbrautar. Eingöngu námskeið sem nemendur ljúka á hefðbundnu próftímabili, eða fyrir þann tíma, eru tekin til greina. Í útreikningi á meðaleinkunn gilda eingöngu próf sem tekin eru í fyrsta sinn í tilteknu námskeiði, m.ö.o. endurtektarpróf gilda ekki en sjúkrapróf gilda.

Námsstjórn meistaranáms við viðskiptadeild tekur ákvörðun í upphafi hverrar annar um hvort forsetastyrkir verði veittir og hve margir.

Upplýsingar um styrkinn veitir Sigrún Ólafsdóttir verkefnastjóri meistaranáms. 

Forsetastyrkir

Eftirtaldir nemendur hlutu forsetastyrk fyrir framúrskarandi árangur á vorönn 2019.

 • Edda Björk Bolladóttir, meistaranemi í stjórnun nýsköpunar
 • Sindri Sigurður Jónsson, meistaranemi í viðskiptafræði

Eftirtaldir nemendur hlutu forsetastyrk fyrir framúrskarandi árangur á haustönn 2018

 • Sindri Sigurður Jónsson, meistaranemi í viðskiptafræði
 • Þórunn Björk Steingrímsdóttir, meistaranemi í fjármálum fyrirtækja

Eftirtaldir nemendur hlutu forsetastyrk fyrir framúrskarandi árangur á vorönn 2018.

 • Ásta Bærings Bjarnadóttir , meistarnemi í mannauðstjórnun og vinnusálfræði
 • Joseph Karlton Gallogly, meistarnemi í markaðsfræði
 • Marion Christiane Ziessler, meistaranemi í viðskiptafræði

Eftirtalinn nemandi hlaut forsetastyrk fyrir framúrskarandi árangur á haustönn 2017

 • Sigrún Erla Jónsdóttir, meistarnemi í  reikningshaldi og endurskoðun
Eftirtaldir nemendur hlutu forsetastyrk fyrir framúrskarandi árangur á haustönn 2016.

 • Guðlaugur Bergmann, meistaranemi í upplýsingastjórnun.
 • Kristófer Kristófersson, MSc-nemi í markaðsfræði.
Eftirtaldir nemendur hlutu forsetastyrk fyrir framúrskarandi árangur á haustönn 2015.

 • Liv Vestergaard, MSc-nemi í viðskiptafræði.
 • Oddur Ás Garðarsson, MAcc-nemi í reikningshaldi og endurskoðun.

Eftirtaldir nemendur hlutu forsetastyrk fyrir framúrskarandi árangur á vorönn 2015.

 • Agnes Ísleifsdóttir, MSc-nemi í fjármálum fyrirtækja.
 • Bryndís Marteinsdóttir, MSc-nemi í markaðsfræði.
 • Oddur Ás Garðarsson, MAcc-nemi í reikningshaldi og endurskoðun.

Eftirtaldir nemendur hlutu forsetastyrk fyrir framúrskarandi árangur á haustönn 2014.

 • Agnes Ísleifsdóttir, MSc-nemi í fjármálum fyrirtækja.
 • Laura Nesaule, MSc-nemi í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði.
 • Oddur Ás Garðarsson, MAcc-nemi í reikningshaldi og endurskoðun.

Forsetastyrkur: Nýnemi í meistaranámi skólaárið 2015 – 2016

 • Kristófer Kristófersson, MSc-nemi í markaðsfræði.

Forsetastyrkur: Nýnemi í meistaranámi skólaárið 2014 - 2015

 • Agnes Ísleifsdóttir, MSc-nemi í fjármálum fyrirtækja.Gott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir nema í viðskiptadeild

Ásta Björg er á skrifstofu fyrirtækis

Ásta Björg Magnúsdóttir: meistaranám í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði

Ein af aðalástæðum þess að ég valdi meistaranám í mannauðsstjórnun við Háskólann í Reykjavík var sterk tenging háskólans við atvinnulífið. Í náminu fékk ég tækifæri til þess að fara í starfsnám á mannauðssvið WOW Air. Mér var tekið ákaflega vel og leið eins og hverjum öðrum starfsmanni en fékk þó þann stuðning og kennslu sem ég þurfti sem nemandi. Verkefnin sem ég vann voru fjölbreytt og krefjandi; þátttaka í ráðningum, umsjón með skipulagi og mótttöku nýrra starfsmanna ásamt því að hanna kynningar fyrir hinar ýmsu deildir. Að starfsnáminu loknu var mér boðin fastráðning sem ég glöð þáði!