Fréttir
Fyrirsagnalisti
Dr. Aldís Guðný Sigurðardóttir nýr forstöðumaður MBA náms

Dr. Aldís Guðný Sigurðardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður MBA náms og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Aldís er sérfræðingur í samningatækni og hefur starfað undanfarin ár við Háskólann í Twente, Hollandi, þar sem hún hefur rannsakað hegðun samningamanna og kennt þau fræði sem og önnur viðskiptatengd fög. Í Twente hefur hún einnig þróað námslínu á meistarastigi í samningatækni og stýrt því námi.
Jón Þór Sturluson nýr forseti viðskiptadeildar HR

Dr. Jón Þór Sturluson hefur verið ráðinn deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Jón Þór útskrifaðist með doktorsgráðu í hagfræði frá Stockholm School of Economics árið 2003 með áherslu á atvinnuvega- og orkuhagfræði. Áður lauk hann B.Sc. og M.Sc. prófi frá Háskóla Íslands.
Svefn er grunnur góðrar heilsu

Dr. Erna Sif Arnardóttir leiðir Svefnbyltinguna sem er þverfaglegt og alþjóðlegt rannsókna- og þróunarverkefni þar sem leiðum til þess að mæla og skrá svefn og svefnraskanir er umbylt.
Stærsta brautskráning Háskólans í Reykjavík frá stofnun

Aldrei hafa fleiri nemendur verið brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík og í dag, laugardaginn 20. júní, en þá brautskráðust 688 nemendur frá háskólanum við hátíðlegar athafnir í Hörpu.
Rannsóknasjóður HR úthlutar 10 doktorsnemastyrkjum

Rannsóknasjóður HR hefur úthlutað alls 10 nýjum doktorsnemastyrkjum að heildarupphæð 57.480.000 kr.
204 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík í tíu athöfnum

204 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlegar athafnir í Hörpu í dag, laugardaginn, 30. janúar. Vegna samkomutakmarkana var hátíðinni skipt upp í tíu minni athafnir þar sem hámark tuttugu nemendur voru brautskráðir í hverri athöfn. 158 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 44 úr meistaranámi og tveir úr doktorsnámi.
Háskólinn í Reykjavík býður landsmönnum að læra nýsköpun á netinu

Allt námsefni í námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja er komið út á vef Háskólans í Reykjavík, hr.is. Þar með geta allir landsmenn færst skrefi nær því að vera frumkvöðlar.
„Planið var óbreytt en svo sá maður það að myndi ekki standast“

Guðmundur Hafsteinsson, frumkvöðull og stjórnandi, kennir námskeiðið Nýsköpun og stofnun fyrirtækja í ár ásamt Hrefnu Briem, forstöðumanni grunnnáms við viðskiptadeild. Þar þróa nemendur á fyrsta ári eigin nýsköpunarhugmynd ásamt því að gera markaðsáætlun og frumgerð. Námskeiðið er eitt af svokölluðum þriggja vikna námskeiðum sem nemendur ljúka síðast á námsárinu.
Skoða hlutverk samfélagsmiðla í upplýsingagjöf varðandi COVID-19

HR, ásamt tólf öðrum háskólum, tekur þátt í viðamikilli, alþjóðlegri rannsókn sem snýr að viðhorfum og hegðun fólks í garð COVID-19 og hvernig samfélagsmiðlar eru notaðir til að nálgast upplýsingar um vírusinn.
„Þarna vorum við frá HR að keppa við stærstu skóla í heimi“

Lið Háskólans í Reykjavík stóð sig með miklum ágætum í harðri alþjóðlegri fjárfestingakeppni, Rotman International Trading Competition, sem var haldin nýlega í Toronto, Kanada. Í einni þrautinni af sex sigraði lið HR en það eitt og sér verður að teljast frábær árangur, enda taka allir helstu viðskiptaháskólar heims þátt.
Blandað lið MH, MR og MS vann Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna

Í Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna keppa þriggja til fjögurra manna lið í að stýra fyrirtæki í ákveðinn tíma með sem bestum árangri. Mikilvægur hluti af starfi stjórnenda er að taka ákvarðanir, bæði um atriði í starfsemi frá degi til dags og stærri ákvarðanir sem hafa áhrif á starfsemina, og samfélagið allt, til frambúðar.
Auðtré sigraði í Reboot Hack 2020

Hugmyndin Auðtré, sem snýst um að hvetja fólk til að spara fé og um leið leggja sitt af mörkum til umhverfismála með gróðursetningu trjáa, varð hlutskörpust í nýsköpunarkeppninni Reboot Hack sem fram fór í Háskóla Íslands 14.-16. febrúar. 24 teymi unnu að lausnum sínum og kynntu fyrir dómnefnd.
Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði vinsæl meðal útskriftarnema

Brautskráning fyrsta nemendahóps sem stundaði meistaranám samkvæmt nýju skipulagi fór fram í Háskólanum í Reykjavík á dögunnum. Meistaranám í viðskiptadeild HR er nú þrjár annir og tekur 14 mánuði að ljúka. Flestir nemendurnir sem útskrifuðust hófu nám haustið 2018.
Fjártækni og áhrifin á fjármálaumhverfið

Fjármálaheimurinn er að breytast ört ekki síst vegna fjártæknilausna (FinTech) sem brjóta upp hefðbundið fjármálaumhverfi. Fjártækni miðar m.a. að því að veita notendum betri þjónustu, einfalda greiðslukerfi og auka gagnsæi.
Íslensk fyrirtæki ekki tilbúin fyrir stafræna framtíð

Íslensk fyrirtæki þurfa að byrja að hugsa hlutina upp á nýtt, en á hinum Norðurlöndunum standa fyrirtæki framar í nýsköpun og stafrænum umskiptum. Þetta var meðal þess sem kom fram á hádegisfundi viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík og Félags viðskipta- og hagfræðinga, sem bar heitið Leadership and Digitalization, síðastliðinn fimmtudag.
Ekki lengur bið við kassann

Námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja lauk á föstudaginn með lokahófi þar sem vinningslið hlutu verðlaun og nemendurnir fengu tækifæri til að gleðjast saman yfir afrakstri síðustu þriggja vikna.
MBA-nemendur kynntu lokaverkefni sín fyrir sérfræðingum

Á lokaári sínu í námi vinna MBA-nemar lokaverkefni þar sem þeir þurfa að nýta þá þekkingu sem þeir hafa öðlast í gegnum allt námið, sem er samtals tvö ár. Nemendur þurfa að líta til allra atriða í rekstri og er lokaverkefnið unnið í samstarfi við fyrirtæki eða stofnun. Flest þeirra varða stefnumótun með nokkuð háu flækjustigi eins og þátttöku á nýjum markaði.
Næst hæstir af þátttökuskólum frá Norðurlöndunum

Sérvalið teymi frá viðskiptadeild HR tók þátt í Rotman International Trading Competition sem haldin var í Toronto, Kanada í síðustu viku og stóð sig með prýði.
Hegðun samningamanna í samningaviðræðum milli fyrirtækja

Aldís Guðný Sigurðardóttir varði doktorsritgerð sína við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 29. ágúst. Aldís rannsakaði hegðun samningamanna og þær aðferðir (e. tactics) sem notaðar eru í samningaviðræðum milli fyrirtækja. Niðurstöður hennar gefa meðal annars til kynna að notaðar eru mismunandi aðferðir milli atvinnugreina, til dæmis setja samningamenn í skapandi greinum það í forgang að búa til skilyrði til að skapa, og hafa því tilhneigingu til að nota aðferðir sem flýta fyrir samningum frekar en að tryggja fjárhagslega afkomu.
MITx meistaranámskeið (micromasters) metin til eininga í meistaranámi við HR

Nemendur í meistaranámi við Háskólann í Reykjavík geta nú tekið námskeið á meistarastigi í fjarnámi í MITx og fengið þau metin til eininga við HR. Nemendur í meistaranámi við Háskólann í Reykjavík geta nú tekið námskeið á meistarastigi í fjarnámi í MITx og fengið þau metin til eininga við HR. Öll námskeið eru kennd af sérfræðingum MIT og eru sambærileg við námskeið sem kennd eru í staðarnámi við MIT tækniháskólann í Boston.
HR einn af hundrað bestu ungu háskólum heims

Háskólinn í Reykjavík er einn af hundrað bestu ungu háskólum í heiminum í dag, samkvæmt lista Times Higher Education sem birtur var í dag. Á listanum eru háskólar 50 ára og yngri og er Háskólinn í Reykjavík í 89. sæti á listanum.
MBA-nemar kynntu lausnir sínar fyrir stjórnendum

Níu hópar í útskriftarárgangi MBA-nema við viðskiptadeild HR vörðu ritgerðir sínar fyrir dómnefnd sem skipuð var stjórnarmönnum og stjórnendum íslenskra fyrirtækja síðastliðinn föstudag. Ritgerðirnar voru afrakstur hópavinnu sem unnin var í samstarfi við fyrirtæki en hóparnir áttu að finna lausnir við ýmsum áskorunum í rekstri fyrirtækjanna.
Ekki elta peninginn, heldur áhugann
Nemendur Háskólans í Reykjavík fá oft hugmyndir að nýjum fyrirtækjum á meðan þeir eru í námi. Svo fyrirfinnast líka nemendur sem eru þegar komnir með hugmynd að nýju fyrirtæki áður en þeir byrja í námi. Grétar Már Margrétarson útskrifaðist með BSc-gráðu í viðskiptafræði með tölvunarfræði sem aukagrein í júní 2017. Samhliða náminu byggði hann upp fyrirtækið sitt, Iðnlausn.
Framhaldsskólanemar stýrðu verksmiðju með glæsibrag
Lið frá Verzlunarskóla Íslands hreppti sigurlaunin í Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna sem haldin var á vegum viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík í gær, miðvikudag.
„Við þurftum að vera fljót að hugsa“

Þau Andrea Björnsdóttir, Guðmundur Oddur Eiríksson, Ástgeir Ólafsson, Kjartan Þórisson og Sigurður Davíð Stefánsson voru fulltrúar HR í Rotman viðskiptakeppninni (Rotman International Trading Competition) sem var haldin í lok febrúar í Toronto í Kanada. Keppnin er haldin árlega og í henni etja kappi háskólanemar frá öllum heimshornum.
Meistaranám við viðskiptadeild HR nú 14 mánuðir í stað tveggja ára

Meistaranám við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík verður 14 mánuðir að lengd í stað tveggja ára áður, frá og með næsta hausti. Meistaranemar munu geta lokið náminu á rúmu ári með því að bæta við sumarönn en það er nýjung í fyrirkomulagi náms við deildina. Einnig hefur viðskiptadeild sett á stofn tvær nýjar námsbrautir í meistaranámi; stjórnun nýsköpunar og stjórnun í ferðaþjónustu.
Sköpunargleði og nýsköpun í alþjóðlegum sumarskóla í HR
Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, í samstarfi við Háskólann í Suður-Maine (USM) í Bandaríkjunum, heldur 10 daga sumarskóla um nýsköpun með áherslu á ferðaþjónustu, í lok júlí í HR. Háskólarnir tveir skrifuðu undir samning á síðasta ári um samstarf í kennslu og rannsóknum og er sumarskólinn liður í því samstarfi.
Beittasta vopn snjallra verslana… innkaupakerra?
Grein Valdimars Sigurðssonar, prófessors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, og samstarfsfólks hans er grein vikunnar á vef Alþjóðasamtaka atferlissálfræðinga í Bandaríkjunum. Greinin heitir The Use of Observational Technology to Study In-Store Behavior: Consumer Choice, Video Surveillance, and Retail Analytics.
Húsfyllir á málþingi um notkun snjalltækja og samfélagsmiðla

Notkun okkar og barnanna okkar á snjallsímum og viðvera á samfélagsmiðlum er augljóslega mörgum ofarlega í huga því það var afar þétt setinn bekkurinn á málþingi sem haldið var í gær um málefnið. Málþingið hafði yfirskriftina „Fíkn eða frelsi“ og var liður í Geðheilbrigðisviku í HR sem nú stendur yfir en það er náms- og starfsráðgjöf HR og sálfræðisvið háskólans sem standa að henni.
Hlýtur öndvegisstyrk Rannsóknasjóðs til rannsókna á áhrifum ljósmeðferðar á þreytu
Háskólinn í Reykjavík fær úthlutað sex styrkjum úr Rannsóknasjóði árið 2018. Heiðdís B. Valdimarsdóttir, prófessor við sálfræðisvið viðskiptadeildar HR, hlýtur öndvegisstyrk vegna rannsóknar sinnar á áhrifum hvítaljóssmeðferðar á krabbameinstengda þreytu hjá konum með brjóstakrabbamein. Af 25 umsóknum um öndvegisstyrki hlutu fjórar styrk.
„Say Iceland“ vinnur Hnakkaþonið 2018

Samkvæmt vinningstillögu Hnakkaþons 2018 mun Brim hf. byggja upp eigið vörumerki undir nafninu „Say Iceland“ og selja fullunninn ufsa á nýja markaði á austurströnd Bandaríkjanna. Hnakkaþon er útflutningskeppni sjávarútvegsins og er haldið á vegum HR og SFS. Keppnin fór fram frá fimmtudegi til laugardags þegar úrslit voru kynnt og verðlaun afhent.
- Nemendur HR markaðssetja sjófrystan ufsa á Bandaríkjamarkað
- Fjallaði um rannsóknir sínar í opinberri heimsókn forseta Íslands til Svíþjóðar
- Dr. Marina Candi nýr prófessor við viðskiptadeild
- Mikilvægt að þolendur nauðgana segi frá
- Nýtt diplómanám í verslunarstjórnun í samstarfi tveggja viðskiptadeilda
- LS Retail og HR vinna saman að rannsóknum í markaðsfræði og neytendasálfræði
- Fyrsti nemendahópurinn í Haftengdri nýsköpun brautskráður
- HR meðal 500 bestu háskóla heims
- Dr. Valdimar Sigurðsson nýr prófessor við viðskiptadeild
- Viðskiptadeild hlýtur viðurkenningu PRME
- Kepptu við Harvard í samningatækni í Suður-Ameríku
- Nemendur geti skapað störf framtíðarinnar
- Framhaldsskólanemar fengu það verkefni að reka súkkulaðiverksmiðju
- Fjöldi gesta sótti HR heim á Háskóladaginn
- Hljóta styrk frá ESB til að auka frumkvöðlastarfsemi í Suður Afríku, Filippseyjum og Indónesíu
- Segir of mikla áherslu á notkun lyfja í baráttunni við hjarta- og æðasjúkdóma
- Starfsmöguleikarnir kannaðir á Framadögum háskólanna
- 220 brautskráðir í dag
- PRME skýrsla viðskiptadeildar komin út
- Vísindamenn Háskólans í Reykjavík hljóta styrki frá Rannís
- Efnahagsstefna Trumps popúlismi frekar en hefðbundin stefna repúblikana
- Nýtt Tímarit HR komið út
- Nemar við HR hanna nýjan þjóðarleikvang
- Fulltrúar HR á fundi um sjálfbærni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna
- Nýtt háskólaráð Háskólans í Reykjavík