Nefndir og ráð í viðskiptadeild

Starfsemi viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík skiptist á fjögur meginsvið kennslu og rannsókna auk yfirstjórnar:

Deildarforseti

Deildarforseti er framkvæmdastjóri deildar og ber ábyrgð á starfsemi og fjárhag hennar gagnvart rektor. Deildarforseti ræður kennara og aðra starfsmenn til deildarinnar í umboði rektors. Deildarforseti á frumkvæði að mótun stefnu fyrir deildina og stýrir daglegu starfi hennar. Deildarforseti gerir fjárhagsáætlun fyrir deild og skal hún lögð fram til umfjöllunar í framkvæmdastjórn HR sem hluti af fjárhagsáætlun háskólans. Deildarforseti skipar deildarráð og boðar til funda í því og heldur einnig reglulega deildarfundi.

Deildarráð

Deildarráð fer með yfirstjórn allra mála sem lúta að nemendum, námskrá, rannsóknum
og ytri tengslum deildarinnar. Deildarforseti stýrir fundum deildarráðs og er ábyrgur fyrir því að kalla saman fundi eigi sjaldnar en tvisvar í mánuði að teknu tilliti til venjulegra fría. Ákvarðanir og tillögur ráðsins skulu færðar til bókar og gerðar aðgengilegar og einnig kynntar á deildarfundum eftir því sem við á. Í deildarráði sitja:

 • Páll M. Ríkharðsson, deildarforseti
 • Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, sviðsstjóri sálfræðisviðs
 • Hrefna Sigríður Briem, forstöðumaður BSc-náms í viðskipta- og hagfræði
 • Kamilla Rún Jóhannsdóttir, forstöðumaður BSc-náms í sálfræði
 • Stefan Wendt, forstöðumaður meistaranáms í fjármálum og reikningshaldi
 • Hulda Dóra Styrmisdóttir, forstöðumaður meistaranáms í markaðsfræði, alþjóðaviðskiptum og mannauðsstjórnun
 • Kristján Vigfússon, forstöðumaður MBA náms
 • Jón Friðrik Sigurðsson, forstöðumaður MSc-náms í klínískri sálfræði
 • Haukur Freyr Gylfason, aðjúkt
 • Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent
 • Jack James, prófessor
 • Marina Candi, dósent

Deildarfundir

Á deildarfundum eiga sæti allir starfsmenn deildarinnar og starfsmenn stofnana sem
heyra undir deildina. Tilgangur deildarfundar er að:

 • Vera vettvangur umræðna um markmið og hlutverk deildarinnar.
 • Veita upplýsingar til starfsmanna um ýmis fagleg málefni er snerta deildina.
 • Fjalla um skipulag kennslu, námsframboð og námsleiðir.
 • Fjalla um rannsóknir við deildina.
 • Fjalla um hlutverk og skyldur ráða og nefnda.

Var efnið hjálplegt? Nei