BSc-nám í viðskipta- og hagfræði

Nefndir og ráð

Hrefna Sigríður Briem er forstöðumaður BSc-náms. Hún starfar í umboði deildarforseta og er ábyrg fyrir námsbrautinni. Forstöðumaður heldur fundi í námsstjórn og gæðaráði BSc-náms.

Námsstjórn

Í námsstjórn BSc-náms sitja tveir fastir kennarar deildarinnar, forstöðumaður BSc-náms og verkefnastjóri BSc-náms.  Forstöðumaður er formaður stjórnar og tilnefnir hina tvo til eins árs í senn.  Námsstjórn er ábyrg fyrir eftirtöldum atriðum:

 • Uppbyggingu námsins, þróun þess og gæðamati
 • Uppbyggingu nýrra námsbrauta eða námsleiða innan BSc-náms
 • Inntöku nýnema í BSc-nám og mati á fyrra námi þeirra
 • Nemendaskiptum við aðra háskóla á BSc-stigi
 • Framvindu- og prófareglum

Fulltrúar námsstjórnar

HrefnaB

Hrefna Sigríður Briem

MSc

Hrefna er forstöðumaður BSc-náms í viðskipta- og hagfræði við viðskiptadeild HR. Forstöðumaður annast ráðningar kennara og inntöku nemenda auk þess að bera ábyrgð á gæðamálum og framþróun námsins. Hrefna hefur starfað við HR frá árinu 2007.
Axel-Hall

Axel Hall

PhD, lektor

Axel starfaði sem stundakennari við HR fyrstu tvö starfsár skólans og var fastráðinn kennari við skólann árið 2006.
Katrín Ólafsdóttir

Katrín Ólafsdóttir

PhD, lektor

Katrín er doktor í vinnumarkaðshagfræði og hefur starfað við HR frá árinu 2003. Hún hefur kennt í BSc-námi í viðskiptafræði og hagfræði, í MSc-námi í viðskiptadeild og MBA-námi í HR.
Guðný Arna Einarsdóttir

Guðný Arna Einarsdóttir

Guðný Arna Einarsdóttir er verkefnastjóri BSc- náms í viðskipta- og hagfræði. Guðný Arna útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá HR árið 2012 og hóf störf við skólann 2015. Verkefnastjóri er helsti tengiliður deildarinnar við nemendur og sér um ýmis mál tengd námskeiðum, upplýsingagjöf og innra starfi HR.

Gæðaráð

Í gæðaráði BSc-náms í viðskipta- og hagfræði eiga sæti forstöðumaður BSc-náms, verkefnastjóri  BSc-náms, einn trúnaðarmaður nemenda á hverju námsári í staðarnámi og einn trúnaðarmaður fjarnámsnemenda. Gæðaráð er vettvangur umræðna og skoðanaskipta um gæði kennslu og framkvæmd námskeiða. Forstöðumaður skal kalla saman fund að minnsta kosti einu sinni á önn en trúnaðarmenn geta óskað eftir fundi þegar þörf krefur.

Fulltrúar gæðaráðs

Í gæðaráði BSc-náms í viðskiptafræði skólaárið 2018-2019 sitja:

 • Hrefna Sigríður Briem, forstöðumaður
 • Guðný Arna Einarsdóttir, verkefnastjóri
 • Unnur Þórdís Kristinsdóttir, 1.ár viðskiptafræði
 • Sandra Ólafsdóttir, 1.ár viðskiptafræði 
 • Kolfinna Birkisdóttir, 1. ár hagfræði
 • Ágústa Tryggvadóttir,  2. ár hagfræði
 • Unnur Svala Vilhjálmsdóttir, 2.ár viðskiptafræði
 • Ída Guðrún Atladóttir, 3. ár viðskiptafræði
 • Hörður Guðmundsson - 3.ár hagfræði

Ráðgjafanefnd

Til að tryggja að viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík verði fyrsta val þeirra fyrirtækja og stofnana sem vilja ráða nýútskrifaða viðskiptafræðinga og hagfræðinga til starfa höfum við fengið forystumenn úr íslensku atvinnulífi til að sitja í ráðgjafarnefnd námsins. Ráðgjafarnefndin er okkur til ráðgjafar um ýmis mál sem snúa að þróun námsins og tengslum þess við atvinnulífið.

Í ráðgjafarnefndinni sitja

 • Baldur G. Jónsson mannauðsstjóri Landsbankans
 • Jón Bjarki Gunnarsson framkvæmdarstjóri hjá Upplýsingatækniráðgjöf Deloitte
 • Jón Guðni Ómarsson fjármálastjóri Íslandsbanka 
 • Páll Harðarson forstjóri Kauphallar Íslands
 • Rósa Björgvinsdóttir forstöðumaður hjá Landsbréfum
 • Tómas Michael Reynisson sérfræðingur í gjaldeyriseftirliti hjá Seðlabanka Íslands


Var efnið hjálplegt? Nei