BSc-nám í viðskipta- og hagfræði

Nefndir og ráð

Hrefna Sigríður Briem er forstöðumaður BSc-náms. Hún starfar í umboði deildarforseta og er ábyrg fyrir námsbrautinni. Forstöðumaður heldur fundi í námsstjórn og gæðaráði BSc-náms.

Námsstjórn

Í námsstjórn BSc-náms sitja tveir fastir kennarar deildarinnar, forstöðumaður BSc-náms og verkefnastjóri BSc-náms.  Forstöðumaður er formaður stjórnar og tilnefnir hina tvo til eins árs í senn.  Námsstjórn er ábyrg fyrir eftirtöldum atriðum:

 • Uppbyggingu námsins, þróun þess og gæðamati
 • Uppbyggingu nýrra námsbrauta eða námsleiða innan BSc-náms
 • Inntöku nýnema í BSc-nám og mati á fyrra námi þeirra
 • Nemendaskiptum við aðra háskóla á BSc-stigi
 • Framvindu- og prófareglum

Fulltrúar námsstjórnar

HrefnaB

Hrefna Sigríður Briem

Forstöðumaður BSc náms í viðskipta- og hagfræði

Katrín Ólafsdóttir

Katrín Ólafsdóttir

PhD, dósent


Freyr Halldórsson

PhD, lektor


Saga-Yr-Kjartansdottir

Saga Ýr Kjartansdóttir

Verkefnastjóri BSc náms í viðskipta- og hagfræði


Gæðaráð

Í gæðaráði BSc-náms í viðskipta- og hagfræði eiga sæti forstöðumaður BSc-náms, verkefnastjóri  BSc-náms, einn trúnaðarmaður nemenda á hverju námsári í staðarnámi og einn trúnaðarmaður fjarnámsnemenda. Gæðaráð er vettvangur umræðna og skoðanaskipta um gæði kennslu og framkvæmd námskeiða. Forstöðumaður skal kalla saman fund að minnsta kosti einu sinni á önn en trúnaðarmenn geta óskað eftir fundi þegar þörf krefur.

Fulltrúar gæðaráðs

Í gæðaráði BSc-náms í viðskiptafræði skólaárið 2020-2021 sitja:

 • Hrefna Sigríður Briem, forstöðumaður
 • Saga Ýr Kjartansdóttir, verkefnastjóri
 • Snædís Fríða Draupnisdóttir, 1.ár viðskiptafræði 
 • Viktor Markusson Klinger, 1. ár hagfræði
 • Gísli Fannar Egilsson, 2.ár viðskiptafræði
 • Pétur Melax, 2.ár hagfræði
 • Ragney Lind Siggeirsdóttir, 3. ár viðskiptafræði
 • Kolfinna Birkisdóttir, 3. ár hagfræði

Ráðgjafanefnd

Til að tryggja að viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík verði fyrsta val þeirra fyrirtækja og stofnana sem vilja ráða nýútskrifaða viðskiptafræðinga og hagfræðinga til starfa höfum við fengið forystumenn úr íslensku atvinnulífi til að sitja í ráðgjafarnefnd námsins. Ráðgjafarnefndin er okkur til ráðgjafar um ýmis mál sem snúa að þróun námsins og tengslum þess við atvinnulífið.

Í ráðgjafarnefndinni sitja

 • Baldur G. Jónsson mannauðsstjóri Landsbankans
 • Jón Bjarki Gunnarsson framkvæmdarstjóri hjá Upplýsingatækniráðgjöf Deloitte
 • Jón Guðni Ómarsson fjármálastjóri Íslandsbanka 
 • Magnús Harðarson forstjóri Kauphallar Íslands
 • Rósa Björgvinsdóttir forstöðumaður hjá Landsbréfum
 • Tómas Michael Reynisson sérfræðingur í gjaldeyriseftirliti hjá Seðlabanka Íslands


Var efnið hjálplegt? Nei