Meistaranám í viðskiptafræði

Nefndir og ráð

Forstöðumenn

Forstöðumenn meistaranáms í viðskiptadeild starfa í umboði deildarforseta og eru ábyrgir fyrir námsbrautum. Forstöðumenn halda fundi í námsstjórnum og gæðaráðum meistaranámsins.

Námsstjórn

Í námsstjórn sitja forstöðumaður námsins, kennari við viðskiptadeild og verkefnastjóri. Fundargerðir ráðsins eru aðgengilegar öðrum starfsmönnum deildarinnar. 

Námsstjórn er ábyrg fyrir eftirtöldum atriðum:

  • Uppbyggingu námsins, þróun þess og gæðamati.
  • Inntöku nýnema og mati á fyrra námi þeirra.
  • Nemendaskiptum við aðra háskóla.
  • Framvindu- og prófareglum.

Gæðaráð

Í gæðaráði sitja forstöðumaður, verkefnastjóri námsins og fulltrúar nemenda. Gæðaráð er vettvangur umræðna og skoðanaskipta um gæði kennslu og framkvæmd námskeiða. Verkefnastjóri skal kalla saman fund að minnsta kosti einu sinni á önn en trúnaðarmenn geta óskað eftir fundi þegar þörf krefur.


Var efnið hjálplegt? Nei