„Við erum stöðugt að reyna að gera heiminn betri“
Verkfræðingar byggja á vísindum og beita skipulögðum vinnubrögðum til þess að takast á við áskoranir og hjálpa þannig til við að móta framtíðina.
Í heiminum búa meira en sjö milljarðar manna. Öllu þessu fólki viljum við tryggja fæði, klæði og húsnæði. Við viljum líka tryggja því heilbrigði, aðgang að orku, öryggi og afþreyingu.
Grunnnám (BSc)
Verkfræði - 180 ECTS einingar
Lengd verkfræðináms er fimm ár. Eftir þriggja ára nám til BSc-gráðu bæta nemendur við sig tveggja ára námi til MSc-gráðu til að öðlast starfsréttindi sem verkfræðingar.
Meistaranám (MSc)
Verkfræði - 120 ECTS einingar
Í meistaranámi í verkfræði nýta nemendur sér hagnýtt meistaranám í verkfræði til sérhæfingar, auk þess sem meistaragráða í verkfræði er forsenda þess að nemendur geti öðlast lögverndað starfsheiti sem verkfræðingar.
Orkuverkfræði - 120 ECTS einingar
Við Íslenska orkuháskólann (Iceland School of Energy) er boðið upp á fjórar námsbrautir á meistarastigi þar sem endurnýjanlegir orkugjafar og nýting þeirra er í forgrunni.
MPM - Master of Project Management - 90 ECTS einingar
MPM-námið er stjórnunar- og leiðtoganám með sérstakri áherslu á stjórnun umfangsmikilla verkefna, verkefnaskráa og verkefnastofna. Námið býr nemendur undir að stjórna fyrirtækjum, félögum, stofnunum og teymum. Það er skipulagt sem nám samhliða vinnu og varir í tvö ár.
Doktorsnám (PhD)
Fyrir nemendur sem vilja stunda fræðilegar rannsóknir á einu af sérsviðum deildarinnar.
Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að hafa samband við akademískt starfslið deildarinnar til að ræða um mögulegar rannsóknir til doktorsgráðu.
Verkfræðideild Háskólans í Reykjavík
Verkfræðideild HR kennir tíu mismunandi brautir í verkfræði, bæði á BSC- og MSc-stigi en til að öðlast starfsréttindi sem verkfræðingur þarf nemandi að hafa lokið bæði grunn- og meistaragráðu í verkfræði. Umtalsverður sveigjanleiki er milli brauta og í vali í verkfræðinámi við HR og er áhersla lögð á að nemendur noti og læri forritun, gagnanám og aðferðir hermunar, svo dæmi séu tekin.
Mikil áhersla er lögð á lausn verkefna með samstarfi með fyrirtækjum, þriggja vikna námskeiðum og öflugu starfsnámi. Verkfræðideild leggur mikið upp úr því að nemendur hugsi um lausnir við vandamálum sem til eru komin vegna loftslagsbreytinga og því er lögð áhersla á sjálfbærni í bæði skyldu og vali.
CDIO
Verkfræðideild HR er aðili að alþjóðlegu samstarfsneti um þróun tæknináms sem kallast CDIO (e. Conceive, Design, Implement, Operate). Í netinu eru um 100 framsæknir háskólar og megináhersla er lögð á gæði náms í verkfræði með því að setja undirstöðugreinar í samhengi við raunveruleg viðfangsefni.
Viðburðir
Engin grein fannst.
Fréttir

Byggðaþróun - styrkir til meistaranema
Byggðastofnun auglýsir styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar. Kostur er ef verkefnin hafa skírskotun til byggðaáætlunar. Til úthlutunar er allt að 1.000.000 kr. og stefnt er að því að veita fjóra styrki.

Betri samgöngur og Háskólinn í Reykjavík skrifa undir viljayfirlýsingu um samstarf
Betri samgöngur og Háskólinn í Reykjavík hafa gengið frá viljayfirlýsingu um að eiga samstarf um doktorsverkefni. Doktorsverkefnið er á sviði rekstarverkfræði með áherslu á verkefnastjórnsýslu og gagnasafnsfræði.

Búa til bein úr afgangs eggjaskurn
Hafið þið einhvern tímann vel fyrir ykkur hvað verður um alla eggjaskurnina sem fellur til á kjúklingabúum? Um fjórðungur allra eggja í Evrópu er brotinn til að framleiða vörur sem innihalda egg og hlutfallið er enn hærra í Bandaríkjunum.