Fréttir
Fyrirsagnalisti
Byggðaþróun - styrkir til meistaranema

Byggðastofnun auglýsir styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar. Kostur er ef verkefnin hafa skírskotun til byggðaáætlunar. Til úthlutunar er allt að 1.000.000 kr. og stefnt er að því að veita fjóra styrki.
Betri samgöngur og Háskólinn í Reykjavík skrifa undir viljayfirlýsingu um samstarf

Betri samgöngur og Háskólinn í Reykjavík hafa gengið frá viljayfirlýsingu um að eiga samstarf um doktorsverkefni. Doktorsverkefnið er á sviði rekstarverkfræði með áherslu á verkefnastjórnsýslu og gagnasafnsfræði.
Búa til bein úr afgangs eggjaskurn

Hafið þið einhvern tímann vel fyrir ykkur hvað verður um alla eggjaskurnina sem fellur til á kjúklingabúum? Um fjórðungur allra eggja í Evrópu er brotinn til að framleiða vörur sem innihalda egg og hlutfallið er enn hærra í Bandaríkjunum.
Rannsóknasjóður HR úthlutar 10 doktorsnemastyrkjum

Rannsóknasjóður HR hefur úthlutað alls 10 nýjum doktorsnemastyrkjum að heildarupphæð 57.480.000 kr.
204 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík í tíu athöfnum

204 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlegar athafnir í Hörpu í dag, laugardaginn, 30. janúar. Vegna samkomutakmarkana var hátíðinni skipt upp í tíu minni athafnir þar sem hámark tuttugu nemendur voru brautskráðir í hverri athöfn. 158 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 44 úr meistaranámi og tveir úr doktorsnámi.
Aðferðin skiptir öllu máli

Dr. Slawomir Koziel er prófessor við verkfræðideild HR. Rannsóknarsvið hans eru töluleg líkanagerð og bestun, tölvustudd hönnun, sem og staðgöngumiðuð bestun reiknifrekra hermunarlíkana með hagnýtingu í hönnun örbylgjukerfa og loftneta, flugvélaverkfræði, vökvaaflfræði og öðrum greinum.
Sigruðu í lestrarkeppni Almannaróms og Mál- og raddtæknistofu HR

Hraunvallaskóli bar sigur úr býtum og Salaskóli varð í öðru sæti í flokki skóla með yfir 450 nemendur í Lestrarkeppni grunnskólanna sem Almannarómur og Mál- og raddtæknistofa Háskólans í Reykjavík stóðu fyrir nýverið. Í flokki skóla með færri en 450 nemendur varð Smáraskóli í fyrsta sæti og Grunnskólinn á Þórshöfn í öðru sæti.
Paolo Gargiulo verður prófessor við verkfræðideild HR

Dr. Paolo Gargiulo hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík eftir mat alþjóðlegrar hæfisnefndar. Paolo hefur verið afar virkur fræðimaður undanfarin ár á sviði heilbrigðisverkfræði; meðal annars við að notkun þrívíddarlíkana í klínískum aðgerðum. Framlag hans til nýrrar tækni í aðgerðum við Landspítalann hefur vakið athygli víða um heim.
Háskólar sameinast gegn sjóveiki

Nýr og fullkominn hátæknibúnaður til rannsókna á sjóveiki og annarri hreyfiveiki var tekinn formlega í notkun í dag, þriðjudaginn 11. febrúar, í Háskólanum í Reykjavík. Uppbygging á aðstöðunni er samstarfsverkefni Heilbrigðistækniseturs HR, Lífvísindaseturs Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Í aðstöðunni er sýndarveruleiki tengdur við hreyfanlegt undirlag og hægt að líkja eftir aðstæðum á sjó, við akstur, flug og fleira.
HR afhendir Alþingi nýjan talgreini til eignar og afnota

Ræður alþingismanna á Alþingi Íslendinga eru nú skráðar sjálfkrafa af gervigreindum talgreini. Talgreinirinn skráir um tíu mínútur af ræðum á einungis þremur og hálfri mínútu, hann hefur allt að 90% rétt eftir og auðveldar til muna skráningu og birtingu á ræðum alþingismanna.
Fyrsta árs nemendum hent út í djúpu laugina

„Nemendurnir stóðu sig afar vel og lögðu mikla alúð í hópstarfið og vangaveltur. Þau fengu þetta stóra og óljósa verkefni í fangið og var í rauninni hent út í djúpu laugina. Þau tóku ákvarðanir um hvaða þætti þau vilduð leysa og útfærðu lausnir. Það var gaman að hlusta á kynningarnar, enda oft frábærar hugmyndir og útpældar útfærslur, og augljóslega heilmikil vinna sem lá að baki.“
„Við viljum snjallt raforkukerfi sem lagar sig sjálft“

„Snjallt raforkukerfi er hannað þannig að það getur lagað sig sjálft. Kerfið er stutt af háþróuðu varnarkerfi með gagnvirkri stýringu. Þetta gerir aðlögun kerfisins að öðrum endurnýjanlegum orkugjöfum einnig auðveldari. Þessi nýju kerfi uppgötva sjálf bilanir mun fyrr, eða mögulegar bilanir, og geta endurstillt sig án þess að mannshöndin þurfi að koma þar nærri. Að því leyti er kerfið „snjallt““.
Gáfu ekkert eftir og skemmtu sér konunglega

RU Racing tók þátt í fjórða sinn í alþjóðlegu Formula Student keppninni í júlí sl. Liðið var stofnað í HR árið 2015 og samanstendur af nemendum úr öllum deildum Háskólans í Reykjavík. Meðlimir þess hanna og smíða Formúlubíl á hverju ári innan veggja háskólans með það að markmiði að gera bílinn léttari, kraftmeiri og áreiðanlegri en þann sem gerður var árinu á undan.
Mars-jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020

Þessar vikurnar standa yfir í nágrenni Langjökuls prófanir í tengslum við svonefnt SAND-E verkefni sem kostað er af Bandarísku flug- og geimvísindastofnuninni, NASA. Megintilgangur verkefnisins er að prófa vél- og hugbúnað fyrir Mars-jeppa, sem nota á í leiðangri NASA til Mars árið 2020, við aðstæður sem líkjast aðstæðum á Mars.
„Þurftum að taka ákvarðanir strax“

Nemendum Háskólans í Reykjavík gafst færi á að ferðast ókeypis til Frakklands í febrúar og mars til að læra ákvörðunarfræði á nýjan og spennandi hátt í alþjóðlegu umhverfi hafnarbæjarins Brest í Bretagnehéraðinu. Auk nemenda frá HR tóku franskir og skoskir nemendur þátt.
Keppa í Hollandi í sumar

Nýr kappakstursbíll, RU19, sem smíðaður var af nemendum í Háskólanum í Reykjavík var sýndur í HR í gær, miðvikudag. Hópur nemenda Háskólans í Reykjavík mun keppa á bílnum í Hollandi í sumar.