Um verkfræðideild

Nám við verkfræðideild HR veitir sterka fræðilega undirstöðu í bland við sérhæfða, hagnýta fagþekkingu. Nemendur eru hvattir til að nota frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð í raunhæfum verkefnum.

Eftirfarandi fræðasvið tilheyra verkfræðideild

  • Verkfræði
  • MPM - verkefnastjórnun

Skipulag deildar

Sviðsforseti

Gísli Hjálmtýsson er forseti tæknisviðs en innan þess eru verkfræðideild, tölvunarfræðideild og iðn- og tæknifræðideild.

Forseti verkfræðideildar

Deildarforseti er Dr. Ágúst Valfells.

Forstöðumenn

  • Halldór G. Svavarsson, forstöðumaður grunnnáms 

  • Eyjólfur Ingi Ásgeirsson, forstöðumaður meistaranáms 

  • Jónas Þór Snæbjörnsson, forstöðumaður rannsókna

  • Haraldur Auðunsson, forstöðumaður kennslu

Námsbrautarstjórar

  • María Sigríður Guðjónsdóttir, orkuverkfræði

  • Ármann Gylfason, vélaverkfræði

  • Elias August, hátækniverkfræði

  • Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, heilbrigðisverkfræði

  • Hlynur Stefánsson, rekstrarverkfræði

  • Sverrir Ólafsson, fjármálaverkfræði

  • Ragnar Kristjánsson, raforkuverkfræði

Skrifstofa

Skrifstofa verkfræðideildar er staðsett á þriðju hæð HR, í Venus. Starfsfólk skrifstofu getur aðstoðað með val á námi, mati á fyrra námi og svarað spurningum nemenda. Hafa samband við skrifstofu.

  • Sigrún Þorgeirsdóttir, skrifstofustjóri 

  • Alisha Moorhead, verkefnastjóri (ISE)

  • Ásthildur Lára Stefánsdóttir, verkefnastjóri MPM 

  • Sigríður Dröfn Jónsdóttir, verkefnastjóri (BSc verkfræði)

  • Sóley Davíðsdóttir, verkefnastjóri (MSc verkfræði)

Umsjónarmaður vélaverkstæðis er Gísli Freyr Þorsteinsson og aðstoðarmaður á vélaverkstæði er Jón Hlífar Guðfinnuson.

Starfsfólk

  • Kennarar
    Upplýsingar um alla fasta kennara deildarinnar ásamt stuttri kynningu um áhugasvið þeirra.
  • Starfsfólk skrifstofu deildarinnar og verkstæða er tilgreint í lýsingunni um skipulag deildar hér á síðunni.

Nefndir og ráð

Deildarfundur 

Deildarfundur er haldinn einu sinni í mánuði að jafnaði. Deildarfundi sitja, auk forseta deildar, fastráðnir starfsmenn deildarinnar og fulltrúar nemendafélagsins Pragma.

Deildarráð 

Deildarráð er samráðsvettvangur deildarforseta, forstöðumanna námsstiga, formanna náms- og rannsóknaráða og skrifstofustjóra. Hlutverk deildarráðs er að vera deildarforseta til ráðgjafar, samhæfa starfsemi deildarinnar, samræma reglur, fjalla um fagleg og rekstrarleg málefni deildarinnar og undirbúa deildarfundi. 

Allar nefndir og ráð

Námsmatsnefndir

Hlutverk námsmatsnefndar er eftirfarandi:

  • Afgreiða undanþágubeiðnir nemenda í tengslum við námsframvindu.
  • Sjá um mat á námi/námskeiðum úr öðrum skólum.
  • Hafa umsjón með yfirferð á umsóknum nemenda.


Námsmatsnefnd fyrir verkfræði BSc, veturinn 2022-2023*:

  • Halldór Guðfinnur Svavarsson, formaður
  • Ármann Gylfason
  • Heiðar Ingvi Eyjólfsson
  • Sigríður Dröfn Jónsdóttir, starfsmaður nefndarinnar

*Nefndin fundar að jafnaði einu sinni í mánuði.

Námsmatsnefnd fyrir verkfræði Msc, 2022-2023:

  • Eyjólfur Ingi Ásgeirsson, formaður
  • Guðrún Sævarsdóttir (í leyfi vorönn 2023)
  • Slawomir Marcin Koziel
  • Hlynur Stefánsson
  • Sóley Davíðsdóttir, starfsmaður nefndarinnar

Námsráð

Hlutverk námsráðs er m.a. að fjalla um:

  • Uppbyggingu námsbrauta og þróun þeirra
  • Uppbyggingu nýrra námsbrauta eða námsleiða
  • Gæðamál sem varða nám og kennslu

Námsráð deildarinnar er skipað:

  • Haraldur Auðunsson, formaður
  • Ralph Rudd
  • Olivier Moschetta
  • Ragnar Kristjánsson

Rannsóknaráð

Hlutverk rannsóknaráðs er að fjalla um m.a. mál sem snúa að:

  • þróun og eflingu rannsókna innan deildarinnar
  • verklagi og ferlum sem tengjast rannsóknum
  • mati á gæðum og umfangi rannsókna
  • framhaldsnámi við deildina

Í rannsóknaráði eiga eftirtaldir sæti (2021-2022):

  • Jónas Þór Snæbjörnsson, formaður (í leyfi)
  • Jón Guðnason, starfandi formaður
  • Guðrún Sævarsdóttir
  • Heiðar Ingvi Eyjólfsson
  • Paolo Gargiulo

Trúnaðarráð

Í verkfræðideild starfar trúnaðarráð í BSc verkfræði. Í trúnaðarráði eiga sæti forstöðumaður grunnnáms, verkefnastjóri viðkomandi námsbrauta og trúnaðarmenn úr hópi nemenda. Trúnaðarráð er vettvangur umræðna og skoðanaskipta um skipulag náms, framkvæmd námskeiða og gæði kennslu. Forstöðumaður grunnnáms kallar saman fundi tvisvar sinnum á önn, að jafnaði í 5. og 15. kennsluviku. Trúnaðarmenn geta hins vegar alltaf leitað til forstöðumanns eða verkefnastjóra ef þeir telja tilefni er til að kalla ráðið saman.

Formaður nemendafélags verkfræðideildar sér um að skipa trúnaðamenn og tilkynna forsvarsmanni deildarinnar nöfn þeirra í byrjun hverrar annar. Leitast er við að velja trúnaðarmenn af mismunandi námsárum og námsbrautum þannig að trúnaðarráðið endurspegli sjónarmið sem flestra nemenda.    

Hlutverk trúnaðarmanna:

  • Trúnaðarmenn eru talsmenn nemenda. 
  • Trúnaðarmenn mæta á fundi með forsvarsmönnum námsins að meðaltali tvisvar sinnum á önn. 
  • Trúnaðarmenn upplýsa forsvarsmenn um framgang í námskeiðum deildarinnar og öðrum þáttum námsins. 
  • Trúnaðarmenn bera ábyrgð á því að koma skilaboðum samnemenda til forsvarsmanna námsins. 
  • Nemandi getur óskað eftir því að trúnaðarmaður mæti með honum á fundi sem hann er boðaður á með forsvarsmönnum námsins, t.d. vegna meints brots á náms- og prófareglum og skal trúnaðarmaður þá verða við slíkri ósk. 
  • Trúnaðarmenn eru bundnir trúnaði við forsvarsmenn námsins. 
  • Trúnaðarmenn eru bundnir trúnaði við samnemendur sem leita til þeirra.  

Trúnaðarmenn nemenda í BSc verkfræði 2022-2023:

Nafn  Tölvupóstur  Braut 
Adela Björt Birkisdóttir adela21(hjá)ru.is

rekstrarverkfræði (2. ár)

Arnar Jónsson arnarj22(hjá)ru.is  rekstrarverkfræði (1. ár)

Glódís Hermannsdóttir

glodis20(hjá)ru.is   vélaverkfræði (3. ár) 
Tómas Frostason tomasf20(hjá)ru.is heilbrigðisverkfræði (3. ár)
Varamaður:
Bryndís Brynjúlfsdóttir


bryndisbry22(hjá)ru.is

 

heilbrigðisverkfræði (1. ár)

Trúnaðarmenn nemenda í MSc verkfræði 2022-2023:

Nafn Tölvupóstur Braut
Berglind Ósk Guðmundsdóttir berglindg22(hjá)ru.is rekstrarverkfræði

Gunnar Hinrik Hafsteinsson

gunnarhh17@ru.is

fjármálaverkfræði

Hekla Bryndís Jóhannsdóttir hekla17(hjá)ru.is
heilbrigðisverkfræði
Pia Milena Leminski pia22(hjá)ru.is  orkuverkfræði
Sophia Rose Schneider sophiars22(hjá)ru.is orkuverkfræði

Fulltrúar deildarinnar í ráðum og nefndum háskólans

  • Ráðgjafahópur samskiptasviðs - Ágúst Valfells, Hlynur Stefánsson
  • Ráðgjafahópur um alþjóðasamskipti - Ármann Gylfason
  • Siðanefnd HR - Páll Jensson

 


Var efnið hjálplegt? Nei