Kennarar verkfræðideildar

Andrei Manolescu
PhD
Orcid profile
Google scholar profile

Ágúst Valfells
PhD
Orcid profile
Google scholar profile

Ármann Gylfason
PhD
Orcid profile
Google scholar profile
David C. Finger
PhD
Orcid profile
Google scholar profile

Einar Jón Ásbjörnsson
PhD
Orcid profile
Google scholar profile

Elias August
PhD
Orcid profile
Google scholar profile

Erna Sif Arnardóttir
PhD
Erna hefur yfir 15 ára reynslu á sviði klínískra og vísindalegra svefnrannsókna. Hún er formaður Hins íslenska svefnrannsóknafélags og situr í stjórn Evrópska svefnfélagsins (European Sleep Research Society) og hefur gefið út yfir 40 ritrýndar greinar. Erna, ásamt teymi sínu, beinir nú sjónum sínum að því hvort finna megi nýjar leiðir til að meta alvarleikastig öndunarraskana í svefni, allt frá hrotum til alvarlegs kæfisvefns. Hún leiðir rannsóknarverkefnið Svefnbyltingin sem styrkt er af Horizon 2020.
Orcid profile
Google scholar profile

Eyjólfur Ingi Ásgeirsson
PhD
Eyjólfur er með CSc-gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði (1998) og BSc-gráðu í tölvunarfræði (1999) frá Háskóla Íslands, MSc-gráðu í aðgerðarannsóknum (2002) og PhD-gráðu í aðgerðarannsóknum (2007) frá Columbia University, BNA. Rannsóknir hans eru á sviði aðgerðarannsókna og reiknirita. Sem dæmi um rannsóknarverkefni má nefna bestun og verkniðurröðun í framleiðslufyrirtækjum, skipulag og reiknirit fyrir samskipti í þráðlausum fjarskiptanetum, sanngjarna úthlutun á takmörkuðum gæðum og kvik kerfislíkön fyrir stefnumótun varðandi innleiðingu vistvænna samgangna. Auk rannsókna vinnur Eyjólfur að ráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Orcid profile
Google scholar profile

Guðrún A. Sævarsdóttir
Dr. Ing.
Guðrún hefur kennt ýmis fög sem tengjast orku og efnisfræði og byggja á varma- og straumfræði. Orka er hreyfiafl bæði náttúrulegra og manngerðra kerfa og varmafræðin er lykill þess að skilja hvað hægt er eða ekki hægt að gera með orku. Varmafræðin segir okkur hversu stórum hluta varmaorku sem kemur frá jarðihitaborholu má breyta í raforku, og hún segir okkur líka hversu hátt hitastig þarf til að súrefni vilji frekar bindast kolefni en kísli, svo unnt sé að framleiða kísilmálm. Rafefnafræðin fjallar um það hvernig nota má rafmætti til að hliðra varmafræðilegu efnajafnvægi og framleiða efni sem annars myndu ekki verða til. Þetta prinsipp er jafnframt lykilþáttur í lausnum til að geyma orku, hvort sem er í rafhlöðum eða með tilbúnu eldsneyti. Stór hluti loftslagsvandans er tilkominn vegna varmafræðilegra ferla, og lykillinn að lausn þess vanda liggur jafnframt í þessari fræðigrein og hliðargreinum hennar. Guðrún leggur áherslu á að nemendur, sem vilja leggja sitt af mörkum til að leysa loftslagsvandann sem og aðrar áskoranir mannkyns, fái góðan skilining á grunnþáttum varmafræðinnar og skyldra greina með því að beita þeim á hagnýt viðfangsefni.
Rannsóknir Guðrúnar sem snúa ýmist að vinnslu jarðhita, orkunýtni og takmörkun loftslagsáhrifa frá framleiðsluferlum málma byggja allar á grunni varmafræði. Guðrún er með BSc og MSc í Eðlisfræði frá Háskóla Íslands, og lauk Dr.Ing gráðu í Efnisverkfræði frá Norges Tekniske og Naturvitenskapelige Universitet í Noregi árið 2002. Hún hefur starfað við HR frá 2008, og var forseti Tækni- og verkfræðideildar frá 2012 til 2018.Orcid profile
Google scholar profile

Halldór G. Svavarsson
PhD
Halldór er prófessor við verkfræðideild. Hann hefur einkum kennt námskeið í efnafræði, efnisfræði, aðferðafræði rannsókna og einnig samrásum (e. integrated circuits). Megin rannsóknasvið hans er örtækni með áherslu á örmæðar-byggingar úr kísli og tengdum efnum. Einnig hefur Halldór mikið unnið að ræktun og rannsóknum á örþörungum við Bláa Lónið. Þar hefur áherslan verið á tilraunir með að nota jarðvarmagas sem fóður fyrir þörungana og að vinna afleiddar afurðir úr þeim.
Halldór hefur lokið BSc-prófi í efnafræði við Háskóla Íslands, MSc-prófi í efnisverkfræði við Tækniháskólann í Tampere, Finnlandi (TUT) og doktorsnámi í eðlisfræði frá Háskóla Íslands. Að loknu doktorsnámi starfaði Halldór á Rannsóknastofnun Byggingariðnaðarins (síðar sameinuð Nýsköpunarmiðstöð Íslands) en réðst sem lektor til tækni- og verkfræðideildar HR árið 2006 (nafni síðar breytt í Verkfræðideild).Orcid profile
Google scholar profile

Haraldur Auðunsson
PhD
Orcid profile
Google scholar profile

Haukur Ingi Jónasson
PhD
Rannsóknir Hauks Inga eru fjölþættar og lúta einkum að samþættingu þekkingar úr hug-, félags-, verk- og raunvísindum. Haukur Ingi vinnur ötullega að því að miðla þekkingu sinni bæði innanlands og erlendis og er höfundur fjölda bóka á þekkingarsviðum sínum.
Haukur Ingi lauk Cand. Theol.-prófi frá Guðfræðideild Háskóla Íslands og STM (Sacred Theology Master), MPhil. og PhD í geðsjúkdómafræðum og trúarbragðafræðum (Psychiatry and Religion) frá Union Theological Seminary (samstarfsskóli Columbia University) í New York, BNA. Hann hlaut klíníska sjúkrahúsprestsþjálfun (CPE) á Lennox Hill Hospital/The HealthCare Chaplaincy Inc. og lauk klínísku sálgreiningarnámi frá Harlem Family Institute/New York City University í New York, BNA. Haukur Ingi hefur einnig stundað nám við Indiana University School of Business í Indiana, BNA, Heriot Watt Edinburg Business School, Skotlandi og Stanford University í Kaliforníu, BNA.Orcid profile
Google scholar profile

Heiðar Ingvi Eyjólfsson
PhD
Heiðar kennir meðal annars námskeið þar sem fjallað er um líkindafræði, slembiferli og afleiður. Í kennslu leggur Heiðar áherslu á samspil fræða og hagnýtinga, að nemendur geti nýtt sér fræðin til úrlausnar og ákvarðanatöku í hagnýtum verkefnum. Heiðar hefur starfað við tölfræðiráðgjöf, líkanagerð, hermun og áhættustýringu.
Rannsóknir Heiðars eru á sviði fjármálastærðfræði og tölulegra aðferða í fjármálastærðfræði. Sem dæmi um hagnýtingar má nefna tölulegar nálganar á verði afleiðna og hermun fjármálamarkaða með slembiferlum og slembisviðum. Ýmsar rannsóknir Heiðars snúa að fjármálamörkuðum fyrir rafmagn og hrávörur, þar sem vöruverð getur breyst mikið á skömmum tíma og því þarf að taka tillit til þess við líkanasmíði. Heiðar lauk grunnnámi í stærðfræði frá HÍ (2007), MSc prófi frá Háskólanum í Gautaborg (GU), Svíþjóð (2010) og PhD prófi frá Háskólanum í Osló (UiO), Noregi (2013).

Helgi Þór Ingason
PhD
Helgi Þór er prófessor við verkfræðideild HR og forstöðumaður MPM-náms, meistaranáms í verkefnastjórnun. Helgi Þór kennir námskeið í fræðilegum grunni verkefnastjórnunar og áætlanagerð, en einnig kennir hann námskeið á sviði gæðastjórnunar og stjórnunar verkefnadrifinna skipulagsheilda. Rannsóknir Helga Þórs eru á margvíslegum sviðum verkefnastjórnunar sem alhliða stjórnunaraðferðar í rekstri fyrirtækja en einnig á sviði innleiðingar gæðakerfa, sem og á sviðum framleiðsluferla, efnisfræði og umhverfismála í stóriðju.
Helgi Þór er meðhöfundur sjö bóka um verkefnastjórnun og gæðastjórnun og hann er einn af sex stjórnarmönnum í rannsóknarráði IPMA - Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga. Helgi Þór lauk CS og MSc prófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og PhD-gráðu frá Norska Tækniháskólanum í Þrándheimi. Einnig hefur hann SCPM-gráðu í verkefnastjórnun frá Stanford University, BNA.

Hlynur Stefánsson
PhD
Hlynur er dósent við verkfræðideild HR. Hlynur kennir námskeið á sviði aðgerðarannsókna og ákvarðanatökufræða þar sem fjallað er um hagnýtingu á gögnum og reikniaðferðum til að taka ákvarðanir og leysa flókin vandamál með kerfisbundnum hætti. Hlynur hefur einnig kennt námskeið í framleiðslustjórnun, birgðastjórnun, gæðastjórnun og fleiri þáttum sem snúa að stýringu og rekstri aðfangakeðjunnar.
Orcid profile
Google scholar profile

Ingunn Gunnarsdóttir
Cand. Scient.
Orcid profile
Google scholar profile

Joseph T. Foley
PhD
Orcid profile
Google scholar profile

Jón Guðnason
PhD
Orcid profile
Google scholar profile

Jónas Þór Snæbjörnsson
Dr. Ing.
Kennir áfanga á sviði burðarþolsfræði, straumfræði og tengdra greina. Í kennslu leggur hann áherslu á samspil fræða og hagnýtingar með markvissum æfingum og krefjandi verkefnavinnu.
Rannsóknir Jónasar hafa verið á sviði burðarvirkja í víðu samhengi, jarðskjálftaverkfræði og vindverkfræði. Þær hafa tengst efni og eiginleikum burðareininga og burðarvirkja af ýmsu tagi. Einkum hafa þær þó snúist um mælingar, gagnaúrvinnslu og greiningu á jarðskjálftum og vindi ásamt svörun mannvirkja við slíkri áraun.
Jónas lauk prófi í byggingarverkfræði við Háskóla Íslands (1985), meistaraprófi við Washington háskóla í Seattle, BNA (1989) og doktorsprófi frá Norska vísinda- og tækniháskólanum í Þrándheimi (2002). Jónas hefur starfað sem fræðimaður við verkfræðistofnun Háskóla Íslands, vísindamaður við rannsóknarmiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði og prófessor við Háskólann í Stavanger í Noregi.Orcid profile
Google scholar profile

Karl Ægir Karlsson
PhD
Orcid profile
Google scholar profile

Magnús K. Gíslason
PhD
Orcid profile
Google scholar profile

María S. Guðjónsdóttir
PhD
Orcid profile
Google scholar profile

Mohamed Abdel-Fattah
PhD
Orcid profile
Google scholar profile

Olivier M. Moschetta
PhD
Orcid profile
Google scholar profile

Ólafur Eysteinn Sigurjónsson
PhD
Kennir námskeið á sviði sameinda og frumulíffræði og vefjaverkfræði. Í kennslu leggur Ólafur áherslu á að kynna nemendum fyrir helstu hugtökum innan sameindalíffræðinnar, stofnfrumulíffræði og vefjaverkfræði. Þar fá nemendur tækifæri á að nýta þekkingu sína til ræktana og sérhæfinga stofnfruma og hönnun á smíði á tækjum sem nýtast á sviði vefjaverkfræði. Rannsóknir hans snúa að þróun aðferða til GMP-ræktunar á stofnfrumum til notkunar í mönnum, og þróun á 3D-beinumhverfi til að skilja betur hvernig bein myndast og eyðast. Ólafur stundar líka rannsóknir á metabóliskum breytingum sem eiga sér stað við fjöglun og sérhæfingu stofnfruma. Einnig stundar hann rannsóknir með kerfislíffræðilegum nálgunum á áhrifum á rauðfrumur og blóðflögur við geymslu utan líkama í Blóðbönkum. Auk þess að vera prófessor við HR er Ólafur forstöðumaður rannsókna og nýsköpunar í Blóðbankanum og stýrir stofnfrumuvinnslu Blóðbankans. Að loknu grunnnámi og meistaranámi á sviði heilbrigðisvísinda við Háskóla Íslands, lauk Ólafur doktorsprófi frá Háskólanum í Osló, Noregi (2006) á sviði stofnfrumulíffræði og ónæmisfræði.

Paolo Gargiulo
PhD
Paolo Gargiulo is Professor in Biomedical Engineering and works at center of Medical Technology Center - Reykjavik University /University Hospital Landspitali. He studied at TU Wien and finished his PhD in 2008. Paolo interests and expertise are mostly in: Medical Image processing, Neuroengineering, 3-D printing and Medical technologies. He developed at Landspitali a 3D-Printing service to support surgical planning with over 200 operation planned with a significant impact on the Icelandic health care system and and he currently cooperate with institutions in Italy and UK to establish similar infrastructures.
Paolo Gargiulo is the director of the Institute of Biomedical and Neural Engineering and the Icelandic center of Neurophysiology and manages the center of Medical Technology at the University Hospital Landspitali/ Reykjavik University.
He has published 65 papers in peer reviewed international journals, several chapters in academic books and presented his work in many international conferences and workshops.
Paolos Lab is currently involved in the following projects: 1. High-density EEG measurements and the assessment of schizophrenic patients undergoing Transcranial Magnetic Stimulation. 2. Establish measurements protocols to assess postural control disorders and seasickness using virtual reality systems 3. Optimization of prosthetic device for total Hip Replacement. The main International collaborations of Paolo Labs are: University of Naples, Italy; University of Bologna Italy; Washington University, Seattle USA; Aston University UK and University of Rennes, France.

Páll Jensson
PhD
Rannsóknir Páls hafa m.a. fjallað um notkun aðgerða-rannsókna á ýmsum sviðum þjóðlífsins, ekki síst í sjávarútvegi. Að loknu námi í iðnaðarverkfræði við Danmarks Tekniske Universitet, Danmörku (1972) tók hann doktorspróf í aðgerðarannsóknum (1975), var forstöðumaður Reiknistofnunar HÍ í 10 ár og prófessor í iðnaðarverkfræði í HÍ 1987-2011 þegar hann réðst til HR.
Orcid profile
Google scholar profile

Páll Kr. Pálsson
Dipl. Ing.
Páll hefur starfað við ráðgjöf og sem framkvæmdastjóri fyrirtækja í iðnaði, m.a. Vífilfells, Sólar, Varma og fleiri, frá 1981. Hann var forstjóri Iðntæknistofnunar Íslands (nú Nýsköpunarmiðstöð Íslands) 1986-1990 og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins 1997-2000. Þá hefur Páll setið í fjölda stjórna fyrirtækja og sent frá sér nokkrar bækur á sviði rekstrar og stjórnunar.
Orcid profile
Google scholar profile

Ragnar Kristjánsson
PhD
Orcid profile
Google scholar profile

Sigurður Ingi Erlingsson
PhD
Orcid profile
Google scholar profile

Slawomir Koziel
PhD
Orcid profile
Google scholar profile

Sverrir Ólafsson
PhD
Síðastliðin ár hefur Sverrir unnið að rannsóknum á fjármálastöðuleika, eignastýringu og greiningu fjárfestingarmöguleika við óvissu. Hann hefur stundað ráðgjafastörf í mismunandi löndum, haldið fyrirlestra um áhættustýringu á ráðstefnum og fyrir starfsnmenn fjármálastofnana. Sverrir er meðhöfundur fjögurra binda verks um fjármálastærðfræði sem er gefið út af John Wiley. Áður en Sverrir hóf störf hjá Háskólanum í Reykjavík var hann m.a. lektor við Kings College London og síðast yfirmaður langtímarannsókna í rannsóknarstofum British Telecommunications á Englandi. Hann gegnir einnig stöðu gestaprófessors við Queen Mary University of London. Sverrir hlaut doktorsgráðu í fræðilegri öreindaeðlisfræði (1985) frá Háskólanum í Karlsruhe, Þýskalandi.


Yonatan Afework Tesfahunegn
PhD
Orcid profile
Google scholar profile

Þórður Helgason
Dr.-Ing.
Orcid profile
Google scholar profile

Þórður Víkingur Friðgeirsson
PhD
Þórður Víkingur veitir forstöðu rannsóknarsetrinu CORDA (Center of Risk and Decision Analysis). Doktorsrannsóknir hans hafa meðal annars beinst að opinberum verkefnum (HR, 2016) og ákvörðunarlíkönum vegna þróunar á Norðurslóðum í kjölfar veðurfarsbreytinga. Þórður Víkingur er í grunninn véla- og rekstarverkfræðingur (AUC, 1990).
Orcid profile
Google scholar profile
Rannsóknarstarfsmenn, aðjúnktar, emirítusar og gestaprófessorar
Anna Maria Sitek
PhD
Ari Ingimundarson
PhD
Bjarni V. Halldórsson
PhD
Egill Júlíusson
PhD
Guðni A. Jóhannesson
PhD
Gylfi Árnason
PhD
Isaac Berzin
PhD
Jesús Óscar Rodríguez García
PhD
Kristinn Torfason
PhD
Kristín Anna Ólafsdóttir
MSc
Páll Valdimarsson
PhD
Romain Aubonnet
MSc
Samuel Nicholas Perkin
MSc
Sigríður Sigurðardóttir
BSc
Trausti Þór Kristjánsson
PhD
Vijay Chauhan
PhD
William S. Harvey
PhD
Tadeusz Sawik
PhD
Tanveer Ul Haq
PhD
Þorgeir Pálsson
PhD
Þröstur Guðmundsson
PhD