Kennarar verkfræðideildar

 

Andrei

Andrei Manolescu

PhD

Andrei is a professor at the School of Technology, Department of Engineering. He taught or teaches Physics related subjects (Physics 3, Physics Labs, Electromagnetism, Classical Dynamics, Vibration Theory), and Statistics. He studied Physics at the University of Bucharest, Romania, between 1978-1983, and received a doctoral degree in Theory of Condensed Matter at the Institute of Atomic Physics, Bucharest, in 1992. He worked at National Institute of Material Physics, Bucharest, between 1985-1999. Then he moved to Iceland and worked for Decode Genetics where he performed statistical analyses of human genetics data in search for genes involved in complex human diseases. He joined Reykjavik University in 2008. His research in physics consists of theoretical modelling and numerical calculations of various properties of condensed mater system of nanometric size. He is also involved in some biostatistics projects. 
Orcid profile
Google scholar profile
Agust Valfells

Ágúst Valfells

PhD

Ágúst er forseti verkfræðideildar. Hann kennir einkum námskeið á sviði varmafræði, rafmagnsfræði og orkuvísinda. Ágúst leggur áherslu á að nemendur tileinki sér sterkan fræðilegan grunn sem er svo prófaður og treystur í sessi með verklegum æfingum, s.s. heimatilraunum og hönnunarverkefnum. Rannsóknir Ágústar eru tvíþættar. Annars vegar snúa þær að lofttómsrafeindakerfum, einkum hegðun rafeindageisla í örsmæðarkerfum. Hins vegar lúta þær að sjálfbærri orku og þá sérstaklega að notkun aðferða aðgerðarrannsókna í rekstri jarðhitakerfa. Ágúst lauk prófi í vélaverkfræði við HÍ. Í framhaldsnámi lagði hann aðallega stund á rannsóknir á aflmiklum örbylgjum. Hann hlaut PhD í kjarnorkuverkfræði frá University of Michigan, BNA (2000).
Orcid profile
Google scholar profile
Armann_Gylfason

Ármann Gylfason

PhD

Kennir námskeið á sviði varma- og straumfræði, aflfræði og burðarþolsfræði. Í kennslu leggur Ármann áherslu á samspil fræða og hagnýtingar með verklegum æfingum og hönnunarverkefnum þar sem nemendur fá tækifæri til að útfæra hugmyndir sínar og smíða. Rannsóknir hans fjalla um iðustreymi, hreyfingar agna, dreifni aðskotaefna og varmaburð í slíkum flæðum og Ármann framkvæmir tölulegar hermanir og tilraunir á Tilraunastofu í iðustreymi í HR. Að loknu grunnnámi í vélaverkfræði (Háskóli Íslands, 2000) hóf hann doktorsnám í flugvélaverkfræði og stundaði rannsóknir í straumfræði með áherslu á iðustreymi (Cornell University, 2006). 
Orcid profile
Google scholar profile

David C. Finger

PhD

David is a professor at the School of Technology, Department of Engineering. He teaches sustainable engineering (Hydrology, Water management, Environmental impacts, Life Cycle Analysis, and natural resources field courses). He studied Environmental Physics at the Swiss Institute of Technology in Zürich (ETHZ), Switzerland, and received a doctoral degree in Sustainable hydropower production from the Swiss Federal Institute of Aquatic Science and Technology (Eawag) in 2006. He worked as a freelance environmental consultant and as a researcher at UC Davis (USA), University of Zurich, and the University of Berne. He moved to Iceland in 2014 and worked for Veðurstofa Íslands where he assessed water resources in the Icelandic Highlands. He joined Reykjavik University in 2015. His research focuses on resilience-based management of natural resources, sustainable development, measuring, monitoring, and modeling environmental processes. He is the founder of the Sustainability Institute and Forum (SIF) of Reykjavik University. More information can be found on his homepage: https://fingerd.jimdofree.com/ 
Orcid profile
Google scholar profile
Einar-Jon-Asbjornsson

Einar Jón Ásbjörnsson

PhD

Kennir einkum námskeið á sviði efnisfræði og orkutækni með megináherslu á jarðhita. Einar Jón leggur mikla áherslu á að tengja saman hagnýt verkefni við sterkan fræðagrunn í kennslu. Einar Jón hefur starfað við efnisfræðirannsóknir hjá Iðntæknistofnun Íslands, innleiðingu og suðuprófanir á hástyrksstáli hjá Volvo í Svíþjóð og var tæknistjóri gufuveitu hjá OR áður en hann kom til starfa hjá HR. Einar Jón lauk CSc- og MSc-prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands (1996) og PhD frá háskólanum í Nottingham, Englandi (2001), þar sem hann rannsakaði hegðun kornasmækkunarefnis í áli. 
Orcid profile
Google scholar profile
Eliahu-August

Elias August

PhD

Elias August has a PhD in Bioengineering from Imperial College London, London, UK, and an MSc in Aerospace Engineering from Georgia Institute of Technology, Atlanta, USA, with focus in control theory. He has more than fifteen years of expertise in applying dynamical systems theory and control theory for the analysis of systems as diverse as lipoprotein metabolism, biological signalling networks, coupled dynamical systems in the realm of satellite communication or collaborative robots seeking consensus, and temperature control of chemical reactors. He has developed different methodologies for analysing such systems, estimating parameter values for these from experimental data, and optimally designing experiments. He has also applied his expertise to modelling. His research findings have been presented at multiple conferences and university departments, and have appeared in different journals. In addition, he repeatedly applies his expertise in modelling and control as technical consultant in the industry. 
Orcid profile
Google scholar profile

Erna Sif Arnardóttir

PhD

Erna er lektor við verkfræði- og tölvunardeildir Háskólans í Reykjavík, auk þess sem hún er forstöðumaður Svefnsetursins (https://svefnsetrid.ru.is/). Erna kennir einkum lífeðlisfræði og valáfanga um svefn og svefnsjúkdóma í verkfræðideildinni en einnig rannsóknaraðferðir fyrir meistaranema í tölvunarfræði.

Erna hefur yfir 15 ára reynslu á sviði klínískra og vísindalegra svefnrannsókna. Hún er formaður Hins íslenska svefnrannsóknafélags og situr í stjórn Evrópska svefnfélagsins (European Sleep Research Society) og hefur gefið út yfir 40 ritrýndar greinar. Erna, ásamt teymi sínu, beinir nú sjónum sínum að því hvort finna megi nýjar leiðir til að meta alvarleikastig öndunarraskana í svefni, allt frá hrotum til alvarlegs kæfisvefns. Hún leiðir rannsóknarverkefnið Svefnbyltingin sem styrkt er af Horizon 2020.
Orcid profile
Google scholar profile
Eyjólfur Ingi Ásgeirsson

Eyjólfur Ingi Ásgeirsson

PhD

Eyjólfur Ingi er dósent við verkfræðideild HR. Hann kennir námskeið í forritun, bæði námskeið sem kenna grunnatriði í forritun og einnig hagnýtari forritun þar sem skoðað er hvernig má útfæra og matreiða gögn til að auðvelda úrvinnslu. Eyjólfur hefur einnig kennt námskeið á sviði aðgerðarannsókna þar sem fjallað er um reikniaðferðir til að taka ákvarðanir og leysa flókin vandamál með notkun stærðfræðilíkana.
Eyjólfur er með CSc-gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði (1998) og BSc-gráðu í tölvunarfræði (1999) frá Háskóla Íslands, MSc-gráðu í aðgerðarannsóknum (2002) og PhD-gráðu í aðgerðarannsóknum (2007) frá Columbia University, BNA. Rannsóknir hans eru á sviði aðgerðarannsókna og reiknirita. Sem dæmi um rannsóknarverkefni má nefna bestun og verkniðurröðun í framleiðslufyrirtækjum, skipulag og reiknirit fyrir samskipti í þráðlausum fjarskiptanetum, sanngjarna úthlutun á takmörkuðum gæðum og kvik kerfislíkön fyrir stefnumótun varðandi innleiðingu vistvænna samgangna. Auk rannsókna vinnur Eyjólfur að ráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir.  
Orcid profile
Google scholar profile
Guðrún Sævarsdóttir

Guðrún A. Sævarsdóttir

Dr. Ing.

Guðrún hefur kennt ýmis fög sem tengjast orku og efnisfræði og byggja á varma- og straumfræði. Orka er hreyfiafl bæði náttúrulegra og manngerðra kerfa og varmafræðin er lykill þess að skilja hvað hægt er eða ekki hægt að gera með orku. Varmafræðin segir okkur hversu stórum hluta varmaorku sem kemur frá jarðihitaborholu má breyta í raforku, og hún segir okkur líka hversu hátt hitastig þarf til að súrefni vilji frekar bindast kolefni en kísli, svo unnt sé að framleiða kísilmálm. Rafefnafræðin fjallar um það hvernig nota má rafmætti til að hliðra varmafræðilegu efnajafnvægi og framleiða efni sem annars myndu ekki verða til. Þetta prinsipp er jafnframt lykilþáttur í lausnum til að geyma orku, hvort sem er í rafhlöðum eða með tilbúnu eldsneyti. Stór hluti loftslagsvandans er tilkominn vegna varmafræðilegra ferla, og lykillinn að lausn þess vanda liggur jafnframt í þessari fræðigrein og hliðargreinum hennar. Guðrún leggur áherslu á að nemendur, sem vilja leggja sitt af mörkum til að leysa loftslagsvandann sem og aðrar áskoranir mannkyns, fái góðan skilining á grunnþáttum varmafræðinnar og skyldra greina með því að beita þeim á hagnýt viðfangsefni.

Rannsóknir Guðrúnar sem snúa ýmist að vinnslu jarðhita, orkunýtni og takmörkun loftslagsáhrifa frá framleiðsluferlum málma byggja allar á grunni varmafræði. Guðrún er með BSc og MSc í Eðlisfræði frá Háskóla Íslands, og lauk Dr.Ing gráðu í Efnisverkfræði frá Norges Tekniske og Naturvitenskapelige Universitet í Noregi árið 2002. Hún hefur starfað við HR frá 2008, og var forseti Tækni- og verkfræðideildar frá 2012 til 2018. 
Orcid profile
Google scholar profile
Halldor-Svavarsson_SH

Halldór G. Svavarsson

PhD

Halldór er prófessor við verkfræðideild. Hann hefur einkum kennt námskeið í efnafræði, efnisfræði, aðferðafræði rannsókna og einnig samrásum (e. integrated circuits). Megin rannsóknasvið hans er örtækni með áherslu á örmæðar-byggingar úr kísli og tengdum efnum. Einnig hefur Halldór mikið unnið að ræktun og rannsóknum á örþörungum við Bláa Lónið. Þar hefur áherslan verið á tilraunir með að nota jarðvarmagas sem fóður fyrir þörungana og að vinna afleiddar afurðir úr þeim.

Halldór hefur lokið BSc-prófi í efnafræði við Háskóla Íslands, MSc-prófi í efnisverkfræði við Tækniháskólann í Tampere, Finnlandi (TUT) og doktorsnámi í eðlisfræði frá Háskóla Íslands. Að loknu doktorsnámi starfaði Halldór á Rannsóknastofnun Byggingariðnaðarins (síðar sameinuð Nýsköpunarmiðstöð Íslands) en réðst sem lektor til tækni- og verkfræðideildar HR árið 2006 (nafni síðar breytt í Verkfræðideild). 
Orcid profile
Google scholar profile
Haraldur Auðunsson

Haraldur Auðunsson

PhD

Kennir einkum námskeið í eðlisfræði, s.s. aflfræði, rafsegulfræði og nútímaeðlisfræði og læknisfræðilega myndgerð með áherslu á röntgenmyndgerð. Í kennslu leggur Haraldur áherslu á góðan fræðilegan grunn og síðan að nemendur fái tækifræri til að beita fræðunum, t.d. með verkefnum, hönnun og smíði. Viðfangsefni Haraldar síðustu árin snúast einkum um að beita lögmálum eðlisfræðinnar í heilbrigðisvísindum og um kennslu- og menntamál. Doktorsverkefni Haraldar fjallaði m.a. um hegðun segulsviðs jarðar við pólskipti. Haraldur er af Kársnesinu og fór því í Menntaskólann í Kópavogi, þá í Háskóla Íslands og lauk doktorsprófi frá Oregon State University, BNA (1989). 
Orcid profile
Google scholar profile
Haukur-Ingi-Jonasson

Haukur Ingi Jónasson

PhD

Haukur Ingi kennir einkum námskeið í MPM-námi (Master of Project Management) verkfræðideildar á sviði leiðtogafræði, verkefnastjórnunar, stjórnunarfræði, siðfræði, rökfræði, samingatækni-, deilu- og áfallastjórnunar, og stjórnunar í fjölmenningarlegu samhengi.

Rannsóknir Hauks Inga eru fjölþættar og lúta einkum að samþættingu þekkingar úr hug-, félags-, verk- og raunvísindum. Haukur Ingi vinnur ötullega að því að miðla þekkingu sinni bæði innanlands og erlendis og er höfundur fjölda bóka á þekkingarsviðum sínum.

Haukur Ingi lauk Cand. Theol.-prófi frá Guðfræðideild Háskóla Íslands og STM (Sacred Theology Master), MPhil. og PhD í geðsjúkdómafræðum og trúarbragðafræðum (Psychiatry and Religion) frá Union Theological Seminary (samstarfsskóli Columbia University) í New York, BNA. Hann hlaut klíníska sjúkrahúsprestsþjálfun (CPE) á Lennox Hill Hospital/The HealthCare Chaplaincy Inc. og lauk klínísku sálgreiningarnámi frá Harlem Family Institute/New York City University í New York, BNA. Haukur Ingi hefur einnig stundað nám við Indiana University School of Business í Indiana, BNA, Heriot Watt Edinburg Business School, Skotlandi og Stanford University í Kaliforníu, BNA. 
Orcid profile
Google scholar profile
Heidar-Ingvi-Eyjolfsson

Heiðar Ingvi Eyjólfsson

PhD

Heiðar kennir meðal annars námskeið þar sem fjallað er um líkindafræði, slembiferli og afleiður. Í kennslu leggur Heiðar áherslu á samspil fræða og hagnýtinga, að nemendur geti nýtt sér fræðin til úrlausnar og ákvarðanatöku í hagnýtum verkefnum. Heiðar hefur starfað við tölfræðiráðgjöf, líkanagerð, hermun og áhættustýringu. 

Rannsóknir Heiðars eru á sviði fjármálastærðfræði og tölulegra aðferða í fjármálastærðfræði. Sem dæmi um hagnýtingar má nefna tölulegar nálganar á verði afleiðna og hermun fjármálamarkaða með slembiferlum og slembisviðum. Ýmsar rannsóknir Heiðars snúa að fjármálamörkuðum fyrir rafmagn og hrávörur, þar sem vöruverð getur breyst mikið á skömmum tíma og því þarf að taka tillit til þess við líkanasmíði. Heiðar lauk grunnnámi í stærðfræði frá HÍ (2007), MSc prófi frá Háskólanum í Gautaborg (GU), Svíþjóð (2010) og PhD prófi frá Háskólanum í Osló (UiO), Noregi (2013). 

Orcid profile
Google scholar profile

HIbw2

Helgi Þór Ingason

PhD

Helgi Þór er prófessor við verkfræðideild HR og forstöðumaður MPM-náms, meistaranáms í verkefnastjórnun. Helgi Þór kennir námskeið í fræðilegum grunni verkefnastjórnunar og áætlanagerð, en einnig kennir hann námskeið á sviði gæðastjórnunar og stjórnunar verkefnadrifinna skipulagsheilda. Rannsóknir Helga Þórs eru á margvíslegum sviðum verkefnastjórnunar sem alhliða stjórnunaraðferðar í rekstri fyrirtækja en einnig á sviði innleiðingar gæðakerfa, sem og á sviðum framleiðsluferla, efnisfræði og umhverfismála í stóriðju. 

Helgi Þór er meðhöfundur sjö bóka um verkefnastjórnun og gæðastjórnun og hann er einn af sex stjórnarmönnum í rannsóknarráði IPMA - Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga. Helgi Þór lauk CS og MSc prófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og PhD-gráðu frá Norska Tækniháskólanum í Þrándheimi. Einnig hefur hann SCPM-gráðu í verkefnastjórnun frá Stanford University, BNA. 

Orcid profile
Google scholar profile

Hlynur Stefánsson

Hlynur Stefánsson

PhD

Hlynur er dósent við verkfræðideild HR. Hlynur kennir námskeið á sviði aðgerðarannsókna og ákvarðanatökufræða þar sem fjallað er um hagnýtingu á gögnum og reikniaðferðum til að taka ákvarðanir og leysa flókin vandamál með kerfisbundnum hætti. Hlynur hefur einnig kennt námskeið í framleiðslustjórnun, birgðastjórnun, gæðastjórnun og fleiri þáttum sem snúa að stýringu og rekstri aðfangakeðjunnar.

Hlynur er með BSc-gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði, MSc-gráðu frá Tækniháskólanum í Danmörku og doktorsgráðu (PhD) frá Imperial College London (2007). Rannsóknir hans eru á sviði aðgerðarannsókna þar sem hann vinnur einkum með hermunar- og bestunaraðferðir til að leysa ýmis hagnýt viðfangefni. Hlynur vinnur að rannsóknum með fjölda vísindamanna hérlendis og erlendis. Sem dæmi um rannsóknarverkefni má nefna bestun á verkniðurröðun og áætlunum, hermun á hagkerfum með einingahermun, reiknilíkön fyrir stýringu á sjálfbærri nýtingu jarðvarma og kvik kerfislíkön fyrir stefnumótun varðandi innleiðingu vistvænna samgangna. Ásamt rannsóknum og kennslu vinnur Hlynur að ráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir þar sem viðfangsefnið er gjarnan að nýta fyrirliggjandi gögn til að bæta ákvarðanir. 
Orcid profile
Google scholar profile
Ingunn-Gunnarsdóttir

Ingunn Gunnarsdóttir

Cand. Scient.

Kennir stærðfræði; stærðfræðigreiningu, línulega algebru og tölulega greiningu. Í kennslu leggur Ingunn áherslu á að nemendur öðlist sterkan fræðilegan grunn í stærðfræði sem þeir geta nýtt sér í hinum ýmsu viðfangsefnum verkfræðinnar. Ingunn vill að nemendur öðlist góðan skilning á námsefninu og geti beitt stærðfræðilegri röksemdarfærslu við lausn á verkefnum. Og svo er allt í lagi að hafa stundum gaman. Ingunn notar mikið stutta myndbandsfyrirlestra í kennslunni sem nemendur geta horft á ítrekað ef þeir þess óska. Ingunn lærði stærðfræði í Roskilde Universitet, Danmörku, lokaverkefni hennar fjallaði um breytingar í blóðfræði í augum einstaklinga með sykursýki. 
Orcid profile
Google scholar profile
Joseph-Timothy-Foley

Joseph T. Foley

PhD

Joseph Timothy Foley (MIT BSc 1999, MEng, 1999, PhD 2007) previously worked at iRobot's Government and Industrial division designing and building shape-changing robots. At Reykjavik University, he focuses on Mechatronics and Mechanical Design for teaching. His research interests include Axiomatic Design, aircraft maintenance, product design, embedded smart devices, wireless communication, physical security, and engineering-artist collaborations. 
Orcid profile
Google scholar profile
Jón-Gudnason

Jón Guðnason

PhD

Kennir námskeið á sviði merkjafræði, kerfisfræði, mynsturgreiningar og tölvugreindar. Hann hefur einnig tekið þátt í að skipuleggja og halda námskeið á sviði sjálfráða vélmenna og tölvusjónar. Rannsóknir Jóns fjalla um að beita merkja- og mynsturgreiningaraðferðum við að greina mælt mál og rödd. Hagnýtar niðurstöður þessara rannsókna felast til dæmis í að tölvur geta skilið mælt mál og greint hver sé að tala. Jón starfar meðal annars með Isavia, Tern Systems, Alþingi, Landspítalanum og Google við að greina raddir og skilja. Jón er rafmagns- og tölvuverkfræðingur frá HÍ (BSc 1999 og MSc 2000) með sérhæfingu í merkjafræði og talgreiningu frá Imperial College London (PhD 2007). 
Orcid profile
Google scholar profile
Jonas_Thor_Snaebjornsson

Jónas Þór Snæbjörnsson

Dr. Ing.

Kennir áfanga á sviði burðarþolsfræði, straumfræði og tengdra greina. Í kennslu leggur hann áherslu á samspil fræða og hagnýtingar með markvissum æfingum og krefjandi verkefnavinnu.

Rannsóknir Jónasar hafa verið á sviði burðarvirkja í víðu samhengi, jarðskjálftaverkfræði og vindverkfræði. Þær hafa tengst efni og eiginleikum burðareininga og burðarvirkja af ýmsu tagi. Einkum hafa þær þó snúist um mælingar, gagnaúrvinnslu og greiningu á jarðskjálftum og vindi ásamt svörun mannvirkja við slíkri áraun.

Jónas lauk prófi í byggingarverkfræði við Háskóla Íslands (1985), meistaraprófi við Washington háskóla í Seattle, BNA (1989) og doktorsprófi frá Norska vísinda- og tækniháskólanum í Þrándheimi (2002). Jónas hefur starfað sem fræðimaður við verkfræðistofnun Háskóla Íslands, vísindamaður við rannsóknarmiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði og prófessor við Háskólann í Stavanger í Noregi. 
Orcid profile
Google scholar profile
Karl Ægir Karlsson

Karl Ægir Karlsson

PhD

Kennir námskeið á sviði sameindalíffræði, raflífeðlisfræði auk námskeiðs þar sem fjallað er um svefn. Í kennslu leggur Karl Ægir áherslu á að tengja námsefnið við sínar eigin rannsóknir og það sem nýjast er í fræðunum hverju sinni. Rannsóknir Karls Ægis eru á sviði taugavísinda, einkum á sviði svefnrannsókna og miða annarsvegar að því að skilja líffræðilega grunnferla (www.karlsstofa.is) en hinsvegar að því að hagnýta þessa ferla í lyfjaþróun (www.3z.is). Í HR stendur þverfaglegur hópur með bakgrunn í verkfræði, tölvunarfræði, líffræði, efnafræði, læknisfræði ofl. að rannsóknunum; enda eru aðferðirnar fjölbreyttar. Allt frá atferlismælingum, að sameindalíffræði og erfðabreytinga að hönnun, smíði og forritun. Karl Ægir á í rannsóknarsamstarfi við vísindamenn í Evrópu og í Bandaríkjunum. Á Íslandi eru helstu samstarfsmenn á Lífvísindasetri HÍ og er Karl Ægir einnig hópstjóri þar (www.lifvisindi.hi.is). Karl Ægir er með meistara- og doktorspróf í taugavísindum frá University of Iowa, BNA og starfaði sem nýdoktor við UCLA áður en hann tók við stöðu við HR árið 2006. 
Orcid profile
Google scholar profile
Magnus Kjartan Gislason

Magnús K. Gíslason

PhD

Kennir námskeið í lífaflfræði (biomechanics) og hreyfingafræði þar sem fjallað er um efniseiginleika vefja og hvernig málmar og önnur efni víxlverka við vefi mannslíkamans. Í kennslunni leggur Magnús áherslu á að tengja fræði með verklegum æfingum. Rannsóknir Magnúsar tengjast álagsgreiningu á liðum og hvernig sé hægt að nota tölvulíkön til að spá fyrir um hvernig bein og aðrir liðir hegða sér undir álagi. Magnús kláraði CSc-gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands (2000) og MSc-gráðu í Biomedical Engineering frá University of Strathclyde í Glasgow, Skotlandi og PhD-gráðu frá sama skóla (2008). Rannsóknir hans í Strathclyde tengdust tölvulíkani af úlnliðsbeinum og rannsóknum á brothættu beina. 
Orcid profile
Google scholar profile
12243426_10153079080880672_1093764498939285495_n

María S. Guðjónsdóttir

PhD

Kennir námskeið á sviði orkuverkfræði, s.s. varmafræði, jarðhita og orkutækni auk þess að leiðbeina meistaranemum í orkuverkfræði. Hefur einnig kennt hagnýta forritun í Matlab og inngangsnámskeið að verkfræði fyrir fyrsta árs verkfræðinema. Megináherslur í rannsóknum hennar eru á sviði forðafræði jarðhita og jarðhitanýtingar. María lauk BSc-gráðu í vélaverkfræði frá HÍ (2000) og Dipl. Ing. gráðu í orkuverkfræði frá Tækniháskólanum í München, Þýskalandi (2003). Hún starfaði við hönnun og gangsetningu jarðhitavirkjana hjá verkfræðistofunni Mannvit í tæp 7 ár þar til hún hóf doktorsnám á sviði jarðhitarannsókna og lauk doktorsprófi með sameiginlega gráðu frá HR og HÍ árið 2015. Doktorsverkefnið fjallaði um samspil vatns og gufu í jarðhitakerfum þar sem tilraunir voru gerðar með jarðhitavökva til að líkja eftir aðstæðum í jarðhitakerfi. 
Orcid profile
Google scholar profile
Mohamed

Mohamed Abdel-Fattah

PhD

Kennir námskeið sem tengjast rafmagns- og orkuverkfræði svo sem Raforkukerfi I, Kraftrafeindatækni II, Greiningu rafrása, Hönnun rása og Samþætt verkefni í raforkuverkfræði. Í kennslu leggur Mohamed áherslu á að kynna raunveruleg viðfangsefni fyrir nemendum til að ná jafnvægi milli fræða og verklegrar þjálfunar. Rannsóknir hans snúast um vernd raforkukerfa, þar með talin staðsetning og greining jarðbilunar í háspennukerfum, sjálfslökkvandi ljósboga í jarðbilun og þróun á verndarbúnaði sem byggir á kvikri svörun. Mohamed hlaut PhD-gráðu árið 2006 frá Zagazig University í Egyptalandi í raforkuverkfræði þar sem hann rannsakaði hraðvirkan verndarbúnað. Árið 2007 var hann ráðinn til Aalto University í Finnlandi við raforkurannsóknir, til að sinna kennslu og sem nýdoktor á sviði verndarbúnaðar með kvika hegðun (2007-2009). Að því loknu starfaði hann sem rannsakandi við snjallkerfi og orkumarkaði (“smart grids and energy markets”) verkefnið á árunum 2009-2014, með það að markmiði að þróa snjallt flutningskerfi sem getur lagað sig sjálft. 
Orcid profile
Google scholar profile
Olivier-Moschetta

Olivier M. Moschetta

PhD

Olivier er lektor við verkfræðideild. Hann kennir inngangsnámskeið í stærðfræði fyrir verkfræðinemendur, þar á meðal línulega algebru og tölulega greiningu. Í kennslu leggur Olivier áherslu á sterkan fræðilegan grunn í stærðfræði. Hann vill að nemendur öðlist djúpan skilning á námsefninu sem gerir nemendum kleift að beita stærðfræðilegri hugsun við lausn á hagnýtum verkefnum. Hann notar mikið myndbönd í kennslunni sem stuðningsefni. Olivier lauk MSc prófi í stærðfræði frá Háskólanum í Paris-Sud og PhD-gráðu frá Háskola Íslands á sviði fellagreiningu og hlutafleiðujöfnur. 
Orcid profile
Google scholar profile
Olafur-Eysteinn-Sigurjonsson

Ólafur Eysteinn Sigurjónsson

PhD

Kennir námskeið á sviði sameinda og frumulíffræði og vefjaverkfræði. Í kennslu leggur Ólafur áherslu á að kynna nemendum fyrir helstu hugtökum innan sameindalíffræðinnar, stofnfrumulíffræði og vefjaverkfræði. Þar fá nemendur tækifæri á að nýta þekkingu sína til ræktana og sérhæfinga stofnfruma og hönnun á smíði á tækjum sem nýtast á sviði vefjaverkfræði. Rannsóknir hans snúa að þróun aðferða til GMP-ræktunar á stofnfrumum til notkunar í mönnum, og þróun á 3D-beinumhverfi til að skilja betur hvernig bein myndast og eyðast. Ólafur stundar líka rannsóknir á metabóliskum breytingum sem eiga sér stað við fjöglun og sérhæfingu stofnfruma. Einnig stundar hann rannsóknir með kerfislíffræðilegum nálgunum á áhrifum á rauðfrumur og blóðflögur við geymslu utan líkama í Blóðbönkum. Auk þess að vera prófessor við HR er Ólafur forstöðumaður rannsókna og nýsköpunar í Blóðbankanum og stýrir stofnfrumuvinnslu Blóðbankans. Að loknu grunnnámi og meistaranámi á sviði heilbrigðisvísinda við Háskóla Íslands, lauk Ólafur doktorsprófi frá Háskólanum í Osló, Noregi (2006) á sviði stofnfrumulíffræði og ónæmisfræði.

Orcid profile
Google scholar profile

Paolo-Gargiulo

Paolo Gargiulo

PhD

Paolo Gargiulo is Professor in Biomedical Engineering and works at center of Medical Technology Center - Reykjavik University /University Hospital Landspitali. He studied at TU Wien and finished his PhD in 2008. Paolo interests and expertise are mostly in: Medical Image processing, Neuroengineering, 3-D printing and Medical technologies. He developed at Landspitali a 3D-Printing service to support surgical planning with over 200 operation planned with a significant impact on the Icelandic health care system and and he currently cooperate with institutions in Italy and UK to establish similar infrastructures.

Paolo Gargiulo is the director of the Institute of Biomedical and Neural Engineering and the Icelandic center of Neurophysiology and manages the center of Medical Technology at the University Hospital Landspitali/ Reykjavik University.

He has published 65 papers in peer reviewed international journals, several chapters in academic books and presented his work in many international conferences and workshops.

Paolos Lab is currently involved in the following projects: 1. High-density EEG measurements and the assessment of schizophrenic patients undergoing Transcranial Magnetic Stimulation. 2. Establish measurements protocols to assess postural control disorders and seasickness using virtual reality systems 3. Optimization of prosthetic device for total Hip Replacement. The main International collaborations of Paolo Labs are: University of Naples, Italy; University of Bologna Italy; Washington University, Seattle USA; Aston University UK and University of Rennes, France.

Orcid profile
Google scholar profile

Pall-Jensson

Páll Jensson

PhD

Páll er prófessor við verkfræðideild HR og námsbrautarstjóri fjármála- og rekstrarverkfræðisviðs. Páll kennir áfanga á sviði aðgerðarannsókna, notkunar reiknilíkana og arðsemimats. Í kennslu leggur Páll áherslu á hagnýtingu aðferða rekstrarverkfræðinnar í atvinnulífinu og samfélaginu.
Rannsóknir Páls hafa m.a. fjallað um notkun aðgerða-rannsókna á ýmsum sviðum þjóðlífsins, ekki síst í sjávarútvegi. Að loknu námi í iðnaðarverkfræði við Danmarks Tekniske Universitet, Danmörku (1972) tók hann doktorspróf í aðgerðarannsóknum (1975), var forstöðumaður Reiknistofnunar HÍ í 10 ár og prófessor í iðnaðarverkfræði í HÍ 1987-2011 þegar hann réðst til HR.
Orcid profile
Google scholar profile
Pall.Kr.mynd

Páll Kr. Pálsson

Dipl. Ing.

Kennir námskeið í BSc-námi á sviði verkfræðilegra aðferða við stjórnun og í MSc-námi á sviði vöruþróunar, nýsköpunar og frumkvöðlafræða. Páll er með Dipl. Ing.-gráðu (sambærilega Master of Industrial Engineering) frá Tækniháskólanum í Berlín, Þýskalandi.

Páll hefur starfað við ráðgjöf og sem framkvæmdastjóri fyrirtækja í iðnaði, m.a. Vífilfells, Sólar, Varma og fleiri, frá 1981. Hann var forstjóri Iðntæknistofnunar Íslands (nú Nýsköpunarmiðstöð Íslands) 1986-1990 og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins 1997-2000. Þá hefur Páll setið í fjölda stjórna fyrirtækja og sent frá sér nokkrar bækur á sviði rekstrar og stjórnunar.

Orcid profile
Google scholar profile

Default.aspx 

Ragnar Kristjánsson

PhD

Kennir námskeið á sviði raforku sem m.a. fjalla um uppbyggingu, líkanagerð og rekstur raforkukerfa. Einnig er hermun raforkukerfa, gæði raforku og snjallnet umfjöllunarefni í þessum námskeiðum. Hann leggur mikla áherslu á að nemendur fái tækifæri til að takast á við raunhæf verkefni og kennir sérstök námskeið („Hagnýt verkefni“) vor og haust sem hafa það að markmiði. Hann hefur umsjón með starfsnámi og lokaverkefnum rafmagnstæknifræðinga á raforkusviði og er jafnframt námsbrautarstjóri rafmagnstæknifræðinnar. Ragnar hefur auk þess yfirumsjón með nýrri raforkulínu í meistaranáminu, kennir þar námskeið og er leiðbeinandi í meistaraverkefnum. Rannsóknir snúa einkum að áreiðanleikagreiningu raforkukerfa í rauntíma, snjallnetum og líkanagerð raforkukerfa en einnig rannsóknir á áhrifum jarðstrengja á raforkukerfi. Ragnar lauk MSc-prófi í raforkuverkfræði frá Tækniháskóla Danmerkur (DTU ) 1998 og PhD-gráðu frá sama skóla 2001. Doktorsverkefnið fjallaði um raforkugæði, líkanagerð raforkukerfisins á hærri tíðnum og notkun þess til að þróa aðferðir til að staðsetja truflanir. Hann hefur 15 ára reynslu af hönnun og uppsetningu raforkukerfa og búnaðar s.s. háspennulína, jarðstrengja, tengivirkja, og launaflsvirkja, bæði sem starfsmaður dreifiveitunnar NESA A/S í Kaupmannahöfn samhliða PhD-námi og sem verkfræðingur og verkefnastjóri í verkefnum bæði hér heima og erlendis, síðast sem sviðstjóri Raforkusviðs hjá Verkfræðistofunni EFLU. 
Orcid profile
Google scholar profile
Sigurdur Ingi Erlingsson

Sigurður Ingi Erlingsson

PhD

Hefur kennt námskeið í stærðfræði og eðlisfræði en megináhersla hans er á kennslu í inngangsnámskeiðum í eðlisfræði fyrir verkfræðinemendur. Í verkfræðimenntun er mikilvægt að nemandinn geti tileinkað sér hagnýtingu eðlisfræðinnar og með þetta að leiðarljósi hefur Sigurður þróað kennsluaðferðir sem leitast við að veita nemendum innsýn í hagnýtingu fræðanna og stærðfræðinnar sem liggur þar að baki. Sigurður lærði eðlisfræði til BSc og MSc prófs við Háskóla Íslands og lauk svo doktorsprófi í kennilegri eðlisfræði frá Tækniháskólanum í Delft í Hollandi. Rannsóknir Sigurðar eru á sviði kennilegrar eðlisfræði með áherslu á eiginleika rafeinda í hálfleiðandi kerfum, en einnig hafa rannsóknir hans t.d. tengst eiginleikum seglandi efna og leiðni í stórum sameindum. 
Orcid profile
Google scholar profile
Slawomir

Slawomir Koziel

PhD

Kennir námskeið í rafmagnsverkfræði, þar á meðal rásagreiningu, hönnun rása og rafeindatækni, og verkfræðilega bestun. Slawomir Koziel lauk MSc- og PhD-gráðu í rafmagnsverkfræði frá Tækniháskólanum í Gdansk, Póllandi árin 1995 og 2000. Hann lauk jafnframt MSc-gráðum í kennilegri eðlisfræði og í stærðfræði árin 2000 and 2002 ásamt PhD-gráðu í stærðfræði árið 2003 frá Háskólanum í Gdansk. Slawomir er prófessor við tækni- og verkfræðideild HR. Rannsóknarsvið hans eru töluleg líkanagerð og bestun, tölvustudd hönnun, sem og staðgöngumiðuð bestun reiknifrekra hermunarlíkana með hagnýtingu í hönnun örbylgjukerfa og loftneta, flugvélaverkfræði, vökvaaflfræði og öðrum greinum. 
Orcid profile
Google scholar profile
Ingolfur-Petursson_mynd

Sverrir Ólafsson

PhD

Sverrir er prófessor og kennir meðal annars námskeiðin Inngang að fjármálaverkfræði, Áhættustýringu, Líkindafræði og slembiferla og Skuldabréfagreiningu. Í kennslunni leggur Sverrir áherslu á að góð þekking á fræðunum er forsenda fyrir árangursríkri hagnýtingu þeirra í atvinnulífinu. Rannsóknir hans hafa aðallega snúið að leikjafræði og greiningu ýmisra flókinna kerfa, svo sem fjarskiptaneta.

Síðastliðin ár hefur Sverrir unnið að rannsóknum á fjármálastöðuleika, eignastýringu og greiningu fjárfestingarmöguleika við óvissu. Hann hefur stundað ráðgjafastörf í mismunandi löndum, haldið fyrirlestra um áhættustýringu á ráðstefnum og fyrir starfsnmenn fjármálastofnana. Sverrir er meðhöfundur fjögurra binda verks um fjármálastærðfræði sem er gefið út af John Wiley. Áður en Sverrir hóf störf hjá Háskólanum í Reykjavík var hann m.a. lektor við Kings College London og síðast yfirmaður langtímarannsókna í rannsóknarstofum British Telecommunications á Englandi. Hann gegnir einnig stöðu gestaprófessors við Queen Mary University of London. Sverrir hlaut doktorsgráðu í fræðilegri öreindaeðlisfræði (1985) frá Háskólanum í Karlsruhe, Þýskalandi.

Orcid profile
Google scholar profile

Yonatan-Tesfahunegn

Yonatan Afework Tesfahunegn

PhD

Teaches mechanical engineering courses, such as Numerical Fluid Flow and Heat Transfer, Linear Dynamical Systems, Machine Elements, Measurement Systems, Vibrations, and other related courses. He teaches based on a project-based learning approach where students learn the subjects by actively engaged in real-world projects. His research interests are simulation-driven design, computational fluid dynamics, finite element method, multidisciplinary design optimization, surrogate-based optimization, and developing numerical simulation procedures for industrial applications. Yonatan earned BSc and MSc in Mechanical Engineering from Bahir Dar University and Addis Ababa University, Ethiopia, in 2001 and 2004. He received a PhD in Mechanical Systems Engineering from Politecnico di Milano, Italy (2010). 
Orcid profile
Google scholar profile
Þórður Helgason

Þórður Helgason

Dr.-Ing.

Kennir eða sér um námskeið um greiningar- og meðferðartækni sjúkdóma og áverka, mælitækni lífmerkja, gervilíffæri og raförvun.
Orcid profile
Google scholar profile
Þórður Víkingur

Þórður Víkingur Friðgeirsson

PhD

Þórður kennir stjórnunartengd námskeið eins og verkefnastjórnun, áhættustjórnun og ákvörðunartökuaðferðir bæði í grunnnámi og meistaranámi. Þórður Víkingur leggur áherslu á að nemendur öðlist skilning á eðli stjórnunar og leiðtogafærni í nútímafyrirtækjum. Lærdómsviðmið námskeiðanna er einnig áhersla á hagnýtt gildi þeirrar þekkingar sem nemendur tileinka sér til að leiða undirbúning og framkvæmd verkefna og taka góðar ákvarðanir með mótaðri aðferðafræði.
Þórður Víkingur veitir forstöðu rannsóknarsetrinu CORDA (Center of Risk and Decision Analysis). Doktorsrannsóknir hans hafa meðal annars beinst að opinberum verkefnum (HR, 2016) og ákvörðunarlíkönum vegna þróunar á Norðurslóðum í kjölfar veðurfarsbreytinga. Þórður Víkingur er í grunninn véla- og rekstarverkfræðingur (AUC, 1990).
Orcid profile
Google scholar profile

Rannsóknarstarfsmenn, aðjúnktar, emirítusar og gestaprófessorar

Anna Maria Sitek

PhD

nýdoktor

Ari Ingimundarson

PhD

aðjúnkt

Bjarni V. Halldórsson

PhD

aðjúnkt

Egill Júlíusson

PhD

aðjúnkt

Guðni A. Jóhannesson

PhD

aðjúnkt

Gylfi Árnason

PhD

aðjúnkt

Isaac Berzin

PhD

aðjúnkt

Jesús Óscar Rodríguez García

PhD

nýdoktor

Kristinn Torfason

PhD

nýdoktor

Kristín Anna Ólafsdóttir

MSc

rannsóknarmaður

Páll Valdimarsson

PhD

aðjúnkt

Romain Aubonnet

MSc

rannsóknarmaður

Samuel Nicholas Perkin

MSc

aðjúnkt

Sigríður Sigurðardóttir

BSc

rannsóknarmaður

Trausti Þór Kristjánsson

PhD

aðjúnkt

Vijay Chauhan

PhD

aðjúnkt

William S. Harvey

PhD

aðjúnkt

Tadeusz Sawik

PhD

gestaprófessor

Tanveer Ul Haq

PhD

nýdoktor

Þorgeir Pálsson

PhD

prófessor emirítus  

Þröstur Guðmundsson

PhD

aðjúnkt



 


Var efnið hjálplegt? Nei