Upplýsingar fyrir nemendur
Námsáætlanir
Grunnnám
- Fjármálaverkfræði
- Hátækniverkfræði
- Heilbrigðisverkfræði
- Orkuverkfræði
- Raforkuverkfræði
- Rekstrarverkfræði
- Vélaverkfræði
- Verkfræði MSc með tölvunarfræði BSc (allar brautir)
hófu nám 2020
hófu nám 2019
hófu nám 2018
Meistaranám
Námsáætlun fyrir nemendur í meistaranámi í verkfræði
- hófu nám haustið 2022
- hófu nám haustið 2021
- hófu nám haustið 2020
- hófu nám haustið 2019
- hófu nám haustið 2018
- hófu nám haustið 2017
Kennsluskrá og val
Verkfræði (BSc og MSc)
- Kennsluskrá í verkfræði BSc (pdf)
- Kennsluskrá í verkfræði MSc (pdf)
- Valnámskeið í BSc verkfræði; FV og RV (pdf)
- Valnámskeið í BSc verkfræði; HÁV, VV, HEV, OV og RAV (pdf)
- Verkfræði BSc - yfirlit námsbrauta (pdf)
- Verkfræði MSc með tölvunarfræði BSc - yfirlit námsbrauta (pdf)
Birt með fyrirvara um breytingar.
Uppfærðar upplýsingar um námsmat og kennsluaðferðir eru birtar í kennslukerfinu Canvas í upphafi hverrar annar.
Starfsnám BSc verkfræði
Lokaverkefni
Lokaverkefni í meistara- og doktorsnámi
Meistaranám
Til að útskrifast með meistaragráðu frá verkfræðideild þurfa nemendur að ljúka meistararitgerð og standast meistaravörn. Ritgerðinni má skila annað hvort á íslensku eða ensku og skal umfang hennar vera í samræmi við fjölda eininga sem fást fyrir viðkomandi verkefni.
Forskrift fyrir meistararitgerð
Hér má finna LaTeX og Word forskriftir, titilsíðu og leiðbeiningar fyrir MSc ritgerð í verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.
Doktorsnám
Til að útskrifast með doktorsgráðu frá verkfræðideild þurfa nemendur að ljúka doktorsritgerð og standast doktorsvörn. Allar frekari upplýsingar um námið eru á enskum síðum deildarinnar.
Almennt um ritgerðarforsíður og ritgerðarskil
Hér eru leiðbeiningar um það hvernig á að setja upp kápu á lokaritgerð eða verkefni sem unnið er í námi við HR. Vinsamlega athugið að prenta verður kápurnar í prentsmiðju eða prentþjónustum.
Mælt er með því að hala skjölunum niður og nota Acrobat til að setja inn texta.
Ef þú ert ekki með Acrobat er einnig hægt að skrifa textann inn í vafranum og prenta/vista svo skjalið sem pdf. Ekki er mælt með að nota Firefox eða Safari ef sú leið er farin.
Ef einhverjar spurningar vakna er best að leita til skrifstofu deildar.
- Leiðbeiningar - Instructions
- Lokaverkefniskápa (Ef prenta á út verkefnið) - Thesis cover (printed version)
- Lokaverkefniskápa (Rafræn) - Thesis cover (electronic version)
- In English
- Titilsíða
Rafræn skil á ritgerð í Skemmuna
Skemman er rafrænt varðveislusafn íslenskra háskóla. Nemendum er skylt að skila eintaki af meistararitgerð í Skemmuna áður en lokaeinkunn fyrir verkefnið er gefin og til að geta útskrifast.
Reglur
Framvindureglur
Aðrar reglur og leiðbeiningar
Vinnureglur um námsbrautaskipti
Óski nemandi í verkfræðideild eftir að skipta um námsbraut innan deildar skal fylla út eyðublað og skila til skrifstofu deildarinnar (vfd@ru.is).
Óskir um brautaskipti eru teknar fyrir á námsmatsnefndarfundi og eru afgreiddar í upphafi hverrar annar.
Aðrar reglur og leiðbeiningar
- Reglur um verkefnavinnu
- Leiðbeiningar um skýrslur og ritgerðir
- Almennar náms- og námsmatsreglur HR
- Samræmdar reglur HR um BSc nám
- Samræmdar reglur HR um meistaranám
- Siðareglur HR
Annað
Námsbrautarskipti / endurinnritun / mat á fyrra námi
Umsókn um námsbrautaskipti
Óski nemandi í verkfræðideild eftir að skipta um námsbraut innan deildar skal fylla út eyðublað og skila til skrifstofu deildarinnar (vfd@ru.is).
Óskir um námsbrautaskipti eru teknar fyrir á námsmatsnefndarfundi og eru afgreiddar í upphafi hverrar annar.
Endurinnritun
Sækja þarf um endurinnritun á þar til gerðu eyðublaði . Hér má finna reglur um framvindu hverrar námsbrautar fyrir sig. Til þess að fylla eyðublöðin út þarf að hlaða þeim niður, vista í tölvunni, fylla út og skila til skrifstofu deildarinnar (vfd@ru.is).
Mat á fyrra námi
Hafi nemandi lokið námskeiðum á háskólastigi við viðurkenndan háskóla sem eru fyllilega sambærileg við þau námskeið sem í boði eru við HR gefst þeim kostur á að óska eftir því að fá þessi námskeið metin.
Til þess að fá námskeið metin þurfa þau, að mati námsmatsnefndar og kennara viðkomandi fags, að standast samanburð við sambærileg námskeið í HR. Umsækjendur geta almennt ekki átt von á því að námskeið sem tekin voru fyrir meira en 9 árum síðan eða námskeið þar sem umsækjandi fékk lægri einkunn en 6 fáist metin.
Upplýsingar fyrir nýnema
Mat á fyrra námi er ekki framkvæmt fyrr en formleg umsókn um nám í HR hefur verið samþykkt og skólagjöldin hafa verið greidd.
Gögn sem þarf að leggja fram:
- Umsókn (prentuð út af netinu).
- Staðfest afrit af einkunnum frá viðkomandi háskóla.
- Námskeiðslýsingar frá viðkomandi háskóla (þær þurfa að vera frá því ári sem námskeiðin eru tekin).
Stundatöflur
- Stundaskrár í meistaranámi
- Fjármálaverkfræði
- Hátækniverkfræði
- Heilbrigðisverkfræði
- Rekstrarverkfræði
- Vélaverkfræði / Orkuverkfræði / Raforkuverkfræði
- MPM
Dagatal
- Almanak HR – helstu dagsetningar skólaársins
Bókalisti
- Bókalisti verkfræðideild haust 2022
- Bókalisti verkfræðideild haust 2021
- Bókalisti verkfræðideild vor 2021
Athugið að þetta er ekki tæmandi listi og nánari upplýsingar um lesefni einstakra námskeiða er að finna á vef námskeiðsins.
Styrkir
Nýnemastyrkir í grunnnámi
Háskólinn í Reykjavík veitir styrk þeim nýnemum sem sýnt hafa framúrskarandi árangur í námi í framhaldsskóla. Styrkurinn nemur skólagjöldum á fyrstu önn námsins. Styrkurinn er veittur nemendum sem hefja grunnnám á haustönn. Handhafar eru valdir af nefnd innan HR. Ekki er sótt um styrkinn heldur er handhöfum tilkynnt það verði þeir fyrir valinu.
Forsetalisti HR
Þeir nemendur sem bestum árangri ná á hverju próftímabili eiga kost á að komast á forsetalista og fá skólagjöld næstu annar niðurfelld. Meira um forsetalista HR .
Styrkir fyrir nemendur í meistaranámi við verkfræðideild
Nemendur sem sækja um meistaranám í verkfræðideild (nema MPM) og hafa lokið BSc-námi með góðum árangri, eiga möguleika á forsetastyrk. Styrkurinn getur numið niðurfellingu skólagjald að fullu eða að hluta (nemandi greiðir skólagjöld grunnnáms).
- Sérstakur forsetastyrkur (Dean‘s selection fellowship) sem nemur niðurfellingu allra skólagjalda í tvö ár.
- Forsetastyrkur (Dean's selection grant) sem felur í sér niðurfellingu hluta skólagjalda þannig að nemandi greiðir einungis skólagjöld grunnnáms meðan á meistaranámi stendur.
Athugið að umsókn um að hefja fullt meistaranám í verkfræðideild er jafnframt umsókn um ofangreinda styrki. Þessir styrkir eru eingöngu veittir við upphaf meistaranáms. Styrkir miðast við að nemandi stundi fullt nám í fjórar annir og fylgst er með að nemandi uppfylli skilyrði fyrir áframhaldandi styrk í lok hverrar annar.
Námssjóður Sameinaðra verktaka
Námssjóður Sameinaðra verktaka við Háskólann í Reykjavík úthlutar styrkjum til nemenda við verkfræðideild, iðn- og tæknifræðideild og tölvunarfræðideild.
Styrkurinn er ætlaður nemendum sem sýnt hafa afbragðs námsárangur og einnig þeim sem hyggja á framhaldsnám. Auglýst er eftir umsóknum í sjóðinn á vef HR og á auglýsingatöflum skólans. Hver styrkur er nú að upphæð kr. 150 þúsund.
Námssjóður Sameinaðra verktaka var upphaflega við Tækniháskóla Íslands og var fyrsta úthlutun í janúar árið 2000. Frá sameiningu HR og THÍ árið 2005 hefur sjóðurinn verið innan verkfræðideildar, iðn-og tæknifræðideildar og tölvunarfræðideildar.
Þeir sem geta sótt um eru:
- Nemendur sem hafa lokið námi og hafa fengið námsvist við menntastofnun sem veitir hærri prófgráðu í grein viðkomandi
- Nemendur í tæknifræði, verkfræði eða tölvunarfræði sem eiga eitt misseri eftir.
- Nemendur sem lokið hafa sams konar hluta hliðstæðs náms sem kann að verða kennt við skólann.
Skila skal umsóknum á sérstökum umsóknareyðublöðum sem hægt er að fá á skrifstofu skólans ásamt staðfestu ljósriti af námsferilsblaði frá skólanum.
Frekari upplýsingar veitir Anna Bragadóttir (annabraga@ru.is).
Nýsköpunarsjóður námsmanna
Nýsköpunarsjóður námsmanna útvegar áhugasömum nemendum sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Styrkjum er úthlutað til kennara á háskólastigi, fyrirtækja, rannsóknastofnana eða einstaklinga sem teljast hafa sérþekkingu á ákveðnu sviði til þess að ráða stúdenta til sumarstarfa. Lesa meira um nýsköpunarsjóð námsmanna
Aðstoðarkennsla
Aðstoðarkennsla er auglýst sérstaklega og geta nemendur í MSc námi eða á 3. ári í BSc námi sótt um. Ýmist er um að ræða kennslu í dæmatímum ásamt yfirferð dæma, yfirferð heimaverkefna eingöngu eða aðstoð við verklegar æfingar. Nemendur sem hafa sýnt góðan árangur í námi og hafa áhuga á að spreyta sig við aðstoðarkennslu eru hvattir til þess að sækja um. Nánari upplýsingar hjá skrifstofu VFD.