Greining á lánamöguleikum

Í verkefni í afleiðum og áhættustýringu fer Tómas Árni Jónsson yfir þá möguleika sem í boði eru í lánamálum einstaklinga. Borin eru saman verðtryggð og óverðtryggð lán út frá mismunandi forsendum um verðbólgu. Gert er ráð fyrir stöðugri verðbólgu út lánstímann og einnig verðbólguskotum á ákveðnum tímapunktum samkvæmt mismunandi framtíðarsviðsmyndum.  

Lagt er mat á hvaða kostir koma best út í dag út frá mismunandi forsendum.  Fyrir þann tíma, sem óverðtryggð lán hafa verið í boði, er reiknað er út hvaða lánaform hefur reynst hagstæðast. Reiknuð er út jafngildisverðbólga fyrir mismunandi leiðir. 

Reiknivél var búin til, þar sem auðvelt er að bera mismunandi lánakosti saman. 

Hægt er að setja mismunandi forsendur inn í reiknivélinni. Einnig er hægt að gefa upp lántökudag aftur í tímann og eru verðtryggð lán þá verðbætt samkvæmt þróun vísitölu neysluverðs. Möguleiki er á að færa allar greiðslur til þess verðlags sem gildir í dag.  

Reiknivélin gæti komið einstaklingum að gagni við að öðlast betri yfirsýn yfir sín fjármál.  

Reiknivélina, sem er gerð var  í Excel, má sækja á þessari slóð : https://www.dropbox.com/s/i7b6gqsg2he91j2/JonOgGunnaLan_HRvefur.xlsm?dl=0


Á myndunum sést hvernig eftirstöðvar og greiðslur breytast við fyrirframgefið verðbólguskot. 
UmsóknarvefurGott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei