Vitinn 2020
Hugmyndasamkeppni í sjávarútvegsins
Vitinn er hugmyndasamkeppni fyrir nemendur HR þar sem þeir þróa og útfæra lausnir fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi.
Þátttaka í Vitanum krefst ekki sérstakrar kunnáttu, eða þekkingar á sjávarútvegi, heldur einungis skapandi hugsunar og góðrar samvinnu. Vitinn, sem hét áður Hnakkaþon, er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og hefur verið haldin árlega síðan 2015. Keppnin er opin öllum nemendum HR.
Vitinn stendur yfir í þrjá daga. Lið vinna saman og setja fram hugmynd á laugardeginum. Meðan á vinnunni stendur fá keppendur leiðsögn frá sérfræðingum í atvinnulífinu. Keppendur fá áskorun afhenta með tölvupósti þegar skráningarfrestur keppninnar rennur út, á miðnætti miðvikudaginn 22. janúar.
Sigurvegarar Vitans fara fyrir hönd HR á sjávarútvegssýninguna í Boston þar sem þeirra bíður dagskrá skipulögð í samráði við sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi.
Dagskrá Vitans 2020 / Vitinn schedule 2020
(English below)
Keppendur fá áskorun í tölvupósti á miðnætti miðvikudaginn 22. janúar.
Fimmtudagur 23. janúar
14:00 Setningarathöfn
keppninnar – stofa M104
- Ari Kristinn Jónsson, rektor HR
- Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi
- Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS
- Sólveig Arna Jóhannesdóttir, markaðsstjóri hjá Brim
15:00 Kaffihlé og spjall
Föstudagur 24. janúar
Engin formleg dagskrá. Þátttakendum stendur til boða að leita ráða hjá Joseph Karlton Gallogly, en hann er meistaranemi í markaðsfræði. Joseph gjörþekkir bandaríska markaðinn og getur veitt nemendum aukna innsýn. Nemendur mega hafa samband við Joseph í tölvupósti, joseph17@ru.is,
Laugardagur 25. janúar
13:00 Skilafrestur á lausnum á atvinnulif@ru.is / margretth@ru.is
14:00 Kynningar fyrir dómnefnd – V101
Liðin fá ekki að fylgjast með öðrum kynningum, heldur bíða frammi þar til röðin kemur að þeim.
Dómnefnd skipa:
- Ari Kristinn Jónsson, rektor HR
- Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS
- Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brim
- Magnús Þorlákur Lúðvíksson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Icelandair
- Valdimar Sigurðsson, prófessor við viðskiptadeild HR
16:00 Kokteill fyrir þátttakendur – Sólin
17:00 Verðlaunaafhending – Sólin
Vitinn - schedule
The case will be handed out to participants when application deadline closes on midnight Tuesday January 22nd.
Thursday January 23
14:00 Opening Ceremony – Room M104
- Ari Kristinn Jónsson, president of RU
- H.E. Jeffrey Ross Gunter, US Ambassador to Iceland
- Heiðrún Lind Marteinsdóttir, CEO of SFS
- Sólveg Arna Jóhannesdóttir, marketing director at Brim
15:00 Coffee break and networking
Friday January 24
No formal program. Participants will get a chance to seek advice with Joseph Karlton Gallogly, student in M.Sc. marketing. Joseph knows the US market and could offer valuable insights. Students can contact Joseph via email, joseph17@ru.is
Saturday January 25
13:00 Project deadline atvinnulif@ru.is / margretth@ru.is
14:00 Presentations for a panel of judges – V101
The teams cannot watch other presentations, but will wait outside until their turn to present. After presenting, participants can take a seat in the room.
Panel of judges:
- Ari Kristinn Jónsson, president of RU
- Heiðrún Lind Marteinsdóttir, CEO of SFS
- Ægir Páll Friðbertsson, CEO of Brim
- Magnús Þorlákur Lúðvíksson, business development at Icelandair
- Valdimar Sigurðsson, professor at the RU School of Business
16:00 Cocktail for participants – The Sun
17:00 Award ceremony – The Sun
Af hverju taka þátt?
- Leystu verkefni fyrir alvöru fyrirtæki
- Þróaðu og settu fram hugmynd á þremur dögum
- Kynntu hugmynd fyrir dómnefnd
- Nýttu þér leiðsögn sérfræðinga úr atvinnulífinu
- Fáðu útrás fyrir sköpunargleðina
- Settu þetta „extra“ á ferilskrána þína
- Farðu í fjögurra daga ferð til Boston – án þess að þurfa að borga flug og hótel
Liðin
Allt að fimm þátttakendur geta verið saman í liði og er skilyrði að lið séu kynjablönduð. Lið geta skráð sig til leiks til miðnættis 22. janúar.
Ertu með spurningu?
Frekari upplýsingar veitir Margrét Þóroddsdóttir, verkefnastjóri margretth@ru.is