Keppnir fyrri ára

Í byrjun hvers Hnakkaþons er áskorun lögð fyrir liðin. Alls hafa verið haldnar fjórar Hnakkaþonskeppnir í HR og í hvert skipti hafa keppendur þurft að takast á við mismunandi úrlausnarefni. Hér er hægt að lesa um áskoranir fyrri ára, viðtöl við vinningslið og horfa á myndbönd sem gefa innsýn í það hvernig er að taka þátt í Hnakkaþoninu.

Hnakkaþon 2018

Hnakkaþon HR og SFS var haldið í fjórða sinn í janúar 2018 og unnu nemendur áskorun með útgerðarfyrirtækinu Brim.

Áskorunin

Áskorun Hnakkaþons 2018 snerist um hvernig Brim geti aukið sölu á ufsa til hótel- og veitingahúsakeðja í Bandaríkjunum.

Vinningsliðið

Sigurliðið að þessu sinni kallaði sig Say Iceland og var skipað fimm nemendum úr lagadeild, viðskiptadeild og tækni– og verkfræðideild þeim Julie Robin de Niet, Serge Nengali Kumakamba, Sóley Meyer Sævarsdóttur, Tinnu Brá Sigurðardóttur og Yvonne Homoncik.

Hnakkathon2018Vinningstillagan

Í vinningstillögu hópsins var lagt til að leggja aukna áherslu á íslensk gæði, sjálfbærni og jafnt framboð allt árið um kring í markaðssetningu á ufsa á Bandaríkjamarkaði. Einnig lagði hópurinn til að Brim myndi þróa nýtt vörumerki, „Say Iceland“, og byggja upp aðstöðu til fullvinnslu í Portland í Maine í Bandaríkjunum, þar sem ufsinn verði marineraður, reyktur eða hjúpaður brauðraspi. Jafnframt lagði hópurinn sérstaka áherslu á markaðssetningu til mötuneyta í háskólum, hjúkrunarheimila og vinnustaða. Sem dæmi um stærð þess markaðar benda nemendurnir á að yfir ein milljón nemenda sækir háskóla í New York.

Say-Iceland-hnakkathon2018

Hnakkaþon 2017

Hnakkaþon HR og SFS var haldið í þriðja sinn í janúar 2017. Nemendur unnu áskorun með útgerðarfyrirtækinu Vísi í Grindavík, Marel og prentsmiðjunni Odda en áherslan var á pökkun á ferskfiski. 

Áskorunin

Viðfangsefni keppninnar í þetta sinn var að setja fram ítarlegar tillögur um hvernig þróa mætti vinnslu og pökkun á fiski hjá Vísi þannig að enn betur væri mætt þörfum neytenda fyrir vandaðar og hentugar pakkningar, á sama tíma og fullt tillit væri tekið til bæði kostnaðar, sjálfbærni og umhverfisáhrifa. 

Vinningsliðið

Sigurliðið var skipað nemendum í fjármálaverkfræði og viðskiptafræði, þeim Bjarka Þór Friðleifssyni, Fannari Erni Arnarssyni, Jóhannesi Hilmarssyni, Ómari Sindra Jóhannssyni og Sigurði Guðmundssyni. 

Bjarki Þór Friðleifsson, Fannar Örn Arnarsson, Jóhannes Hilmarsson, Ómar Sindri Jóhannsson og Sigurður Guðmundsson

Vinningsliðið 2017

Vinningstillagan

Vinningstillagan, sem bar nafnið ,,Wild Icelandic Cod” fól í sér hugmynd að nýjum og umhverfisvænum neytendapakkningum fyrir íslenskan fisk á bandarískum markaði. Með þessum nýju umbúðum var lögð áhersla á ferksleika, gæði, umhverfisvernd, rekjanleika og sögu Vísis en einnig var að finna á umbúðunum einfaldar uppskriftir. Jafnframt voru umbúðirnar sérstaklega útbúnar fyrir ,,sous-vide” eldamennsku sem hefur verið að hasla sér völl undanfarið. 

Fjallað var um sigurtillöguna og ferðalag vinningsliðsins í Tímariti HR 2017 og er hægt að lesa greinina á vef HR: Sous-vide þorskur í umhverfisvænum umbúðum.

Hnakkathon-umbudirVinningstillagan 2017

Hnakkaþon 2016

Áskorunin

Áskorun Hnakkaþonsins 2016 varðaði eitt mikilvægasta viðfangsefni samtímans, loftslagsmál, í kjölfar tímamótasamkomulags ríkja heims í París 2015. Verkefnið gekk út á að leggja fram lausnir sem auka umhverfisvernd og samkeppnishæfni sjávarútvegsfyrirtækisins Þorbjarnar hf. í Grindavík.  

Vinningsliðið

Sigurvegararnir voru fimm nemendur í véla- og orkutæknifræði, viðskiptafræði og lögfræði, Guðjón Smári Guðmundsson, Ingi Svavarsson, Hjálmar Óskarsson, Margrét Lilja Hjaltadóttir og Hrönn Vilhjálmsdóttir. 

Sigurtillagan gekk út á það hvernig Þorbjörn gæti aukið rafmangsnotkun á línubátum félagsins og togara, bæði á veiðum og við bryggju. Var það niðurstaða hópsins að kostnaður við búnað um borð í togara svo hann geti notað rafmagn úr landi í stað ljósavélar, knúinnar með olíu, greiðist upp á hálfu öðru ári. Ávinningurinn er því bæði á hinu umhverfislega sviði og hinu efnahagslega. Ávinningurinn er því bæði á hinu umhverfislega sviði og hinu efnahagslega. Einnig lögðu þau til að Þorbjörn, yrði fyrsta sjávarútvegsfyrirtækið á Íslandi til að taka upp ISO14001 umhverfisstaðal. 


Frá keppninni 2016

Hnakkaþon 2015


Frá keppninni 2015



Var efnið hjálplegt? Nei