Zotero

Heimildaskráningaforrit

Bókasafnið mælir með  Zotero sem er ókeypis heimildaskráningaforrit sem hjálpar til við að halda utan um heimildir, gerir tilvísanir í texta og býr svo til heimildaskrá í ritgerðum og verkefnum samkvæmt ákveðnum staðli. 

APA-Zotero leiðbeiningar // IEEE-Zotero leiðbeiningar // OSCOLA-Zotero leiðbeiningar

Opin námskeið í Zotero (dagskrá)

Um Zotero

Zotero er ókeypis heimildaskráningaforrit þróað í opnum aðgangi sem virkar bæði með Windows og Mac stýrikerfum. Það er hægt að nota Zotero með Chrome og Firefox vöfrunum. Zotero virkar ekki með Internet Explorer. Hægt er að nota Zotero með LaTeX með því að nota BibTeX.

Innbyggðir í Zotero eru nokkrir heimildaskráningarstaðlar, þar á meðal APA-staðallinn á ensku. Að auki er hægt að bæta við yfir 1000 stöðlum, m.a. APA, OSCOLA og IEEE á íslensku og einnig má skilgreina eigin staðal í Zotero.

Ummæli nemenda:

Ingibjörg: ,,Ég er nýbúin að kynnast Zotero og er agndofa yfir því hvað þetta einfaldar manni lífið. Heimildaskráning hefur alltaf verið flókin og seinleg en Zotero sér hreinlega um þetta fyrir mann og er tiltölulega einfalt að tileinka sér. Þetta er hrein snilld!"

Íris: ,,Zotero er mesta snilldin, er ekkert smá ánægð að hafa byrjað að nota þetta forrit sem fyrst eftir að ég byrjaði í sálfræðinni, þetta hefur hjálpað mér ekkert smá mikið með heimildarvinnu."

Þorgeir: ,,Zotero er besta forrit sem hefur verið gert, auðveldar heimildavinnuna."

Jóhanna: ,,Zotero gefur manni tíma til að eyða í ritgerðarvinnu sem annars færi í að búa til heimildaskrá."

Eva: ,,Þetta er mesta snilldarforrit sem til er við heimildarvinnu og ég er alltaf að átta mig betur og betur á því eftir því sem ég nota það meira."

Sigurður: ,,Betra en ristað brauð ;-)"

Leiðbeiningar

Hópavinna í Zotero - stofna grúppur

Grúppur í Zotero – fyrir hópavinnu

Zotero virkar mjög vel í hópavinnu þar sem fleiri en einn geta unnið saman. Til þess þá er útbúin grúppa fyrir hópinn sem allir í hópnum hafa aðgang að.

Athugaðu að til þess að grúppur virki þurfa allir í hópnum að hafa uppsett Zotero í tölvunni sinni og hver og einn þarf að hafa stofnað sér aðgang inn á Zotero.org.

Aðeins einn aðili þarf að stofna grúppuna sem býður svo hinum inn sem meðlimum.

1. Opnaðu Zotero í Firefox hjá þér og smelltu á New Group... hnappinn vinstramegin.

2. Þá opnast innskráningarsíðan á Zotero.org. Skráðu þig inn þar.
3.  Þegar þú hefur skráð þig inn þá opnast síðan Create a New Group. Stofnaðu nýja grúppu með því að gefa henni nafn og ákveða sýnileika. Smelltu síðan á Create Group.
4. Undir Settings getur þú skráð inn frekari upplýsingar um grúppuna þína ef þú vilt. Sama hvort þú breytir einhverju eða ekki, þá þarft þú að smella á Save Settings neðst.
5. Núna þarft þú að bjóða meðlimum hópsins þíns í grúppuna en þá smellir þú á Member Settings og svo Send More Invitations.
6. Bjóddu hinum meðlimum grúppunnar með því að skrá Zotero notandanafn þeirra eða það netfang sem þau notuðu til að stofna sig inn á Zotero. Smelltu svo á Invite Members. Meðlimirnir fá þá tölvupóst þar sem þeir eru beðnir um að samþykkja boðið. Þegar meðlimirnir hafa samþykkt boðið þarftu að fara aftur inn í Member settings (sjá lið 5) og breyta þeim úr Member í Admin svo þeir geti bætt við efni í grúppuna.
7. Ef að grúppan þín kemur ekki strax inn í Zotero hjá þér undir Group Libraries þá skalt þú Sync-a Zotero hjá þér með því að smella á græna Sync hnappinn hægramegin í Zotero. 

8. Vista heimildir inn í grúppuna:

Að vista heimildir inn í grúppuna virkar nákvæmlega eins og þegar þú setur inn heimildir í þitt safn. Þú þarft aðeins að gæta þess að þú hafir nafnið á grúppunni valið áður en þú vistar heimildirnar, því þá fara þær beint inn í þessa grúppu. Ef þú hefur vistað þær í þitt safn þá getur þú alltaf dregið heimildirnar yfir í grúppuna.

Það myndast algjör speglun á Zotero grúppunni hjá öllum meðlimum hópsins. Ef einn í hópnum setur inn heimild í grúppuna þá birtist hún hjá öllum. Sama á þá við ef heimild er breytt eða henni er eytt.

Þegar tilvísanir eru svo settar inn í Word skjalið þá þarf að ná í þær úr grúppunni sjálfri. Þegar einhver annar í grúppunni opnar svo skjalið og fer að vinna í því og bæta við fleiri tilvísunum þá haldast þær allar virkar og tengdar við Zotero grúppuna. Svoleiðis er hægt að vinna með margar útgáfur af skjalinu og þær haldast alltaf tengdar við Zotero svo lengi sem allir meðlimir eru með Firefox opið hjá sér og tengt við grúppuna þegar þeir vinna í skjalinu.

Athugið að Zotero virkar ekki með skjölum sem unnin eru í gegnum Google Docs. Notið frekar t.d. Dropbox eða tölvupóst til að vinna með skjölin og deila ykkar á milli.


Nýir staðlar

Leiðbeiningar um hvernig setja skal nýjan staðal inn í Zotero  - LESA FYRST

- hægrismelltu og veldu "save link as" skv. leiðbeiningunum

 Staðall: Uppfært:  Leiðbeiningar: 
APA 6. útg. á íslensku  Uppfært 16. nóv 2017 Zotero leiðbeiningar fyrir APA 
IEEE á íslensku Uppfært 8. des 2015 Zotero leiðbeiningar fyrir IEEE
OSCOLA á íslensku Uppfært 20. feb 2017 Zotero leiðbeiningar fyrir Oscola 


Var efnið hjálplegt? Nei