MBA - Master of Business Administration

MBA-nám við HR er alþjóðlega vottað stjórnunarnám í hjarta Reykjavíkur sem sniðið er að þörfum fólks á vinnumarkaðnum. Kennt er fimmtudaga frá 13:00-18:00 og föstudaga og laugardaga frá  8:30 – 17:00 aðra hvora helgi. Námið er kennt á ensku og er 90 ECTS einingar.


Inntökuskilyrði
 • Grunnnámsgráða
 • Starfsreynsla (a.m.k. 3-5 ár)
 • Góð enskukunnátta

Allir umsækjendur verða að fylla út rafræna umsókn og skila þarf einnig inn viðeigandi fylgigögnum.

Umsóknarfrestir fyrir haustönn eru:

 • 30. apríl 2013
 • 5. júní 2013

Fylgigögn með umsókn

 • Yfirlit yfir náms- og starfsferil (CV á ensku eða íslensku) ásamt ljósmynd.
 • Staðfest afrit af prófskírteinum.
 • Tvær greinargerðir:
  1. Af hverju vilt þú leggja stund á MBA-nám (allt að 1000 orð)?
  2. Hver eru þín helstu markmið (til lengri og skemmri tíma litið) eftir að MBA-náminu lýkur? (allt að 1000 orð)
 • Tvö meðmælabréf frá einstaklingum sem geta metið hæfni umsækjandans til að takast á við námið.

Meðmælabréf mega vera á ensku eða íslensku og eiga að berast beint til HR í innsigluðu umslagi.

Fjöldi nemenda í MBA-náminu er takmarkaður. Mikilvægt markmið í inntökuferlinu er að skapa hóp með fjölbreytta menntun og starfsreynslu. Við viljum nemendur sem leggja sitt af mörkum í kennslustofunni og eru reiðubúnir til að miðla af reynslu sinni. Við álítum að allir nemendur dragi dýrmætan lærdóm af því að deila reynslu og sjónarmiðum með bekkjarfélögum sem hafa margs konar bakgrunn.

Skólagjöld fyrir MBA-námið eru 3.500.000 kr. Innifalið í því verði eru m.a. öll námsgögn. Greiðslum er skipt jafnt á fjórar annir og er greitt í upphafi hverrar annar. Námið er lánshæft hjá LÍN.


Um námið

MBA - nám við HR Námið er krefjandi stjórnunarnám sem veitir nemendum einstaklega góða þjálfun á öllum sviðum viðskiptafræði; allt frá reikningshaldi og fjármálum til stefnumótunar og mannauðsstjórnunar. Auk þess er mikil áhersla lögð á að þróa og efla leiðogahæfni nemenda sem og persónulega færni.

Námið er kennt af framúrskarandi kennurum sem koma frá mörgum af bestu viðskiptaháskólum heimsins eins og IESE í Barcelona, London Business School, Boston University, Babson College og Richard Ivey Business School. Kennarar námsins þekkja íslensk atvinnulíf einstaklega vel, hafa unnið í ráðgjöf og sinnt fyrirlestrum fyrir íslensk fyrirtæki auk þess að hafa skrifað fræðigreinar og kennsluefni um Ísland sem kennt er víða um heim. Það er einstakt tækifæri fyrir okkar stúdenta að fá tækifæri til að vinna með kennurum frá þessum skólum og ölast þá þekkingu sem þeir flytja með sér inn í kennslustofuna.

Gæði námsins voru staðfest árið 2011 þegar það hlaut fimm ára AMBAviðurkenningu frá AMBA (Association of MBAs). Einungis 3% MBA-námsbrauta í heiminum hafa fengið viðurkenningu AMBA og ekkert annað meistaranám á Íslandi hefur hlotið slíka viðurkenningu. Þar er námið í hópi MBA-námsbrauta allra bestu skóla Evrópu eins og IESE í Barcelona, London Business School, INSEAD í Frakklandi og IMD í Sviss.

Útskrifaðir nemendur sem nú eru um 500 talsins starfa í íslenskum og erlendum fyrirtækjum, hagsmunasamtökum eða stofnunum. Sumir hafa stofnað sín eigin fyrirtæki á meðan aðrir stýra mörgum stærstu fyrirtækum landsins.

MBA-nám Háskólans í Reykjavík er eina nám sinnar tegundar í heiminum með jafnt hlutfall karla og kvenna.

Sigrún Ragna Ólafsdóttir„MBA-námið í HR uppfyllti mínar væntingar og ég get vel mælt með því. Það hefur reynst mér afar dýrmætt veganesti í rekstri og stjórnun á ólíkum sviðum atvinnulífsins.“

Sigrún Ragna Ólafsdóttir

MBA frá HR 2007

Forstjóri VÍSTveir umsóknarfrestir eru í námið; annars vegar 30. apríl og 5. júní fyrir haustönn hvers árs. Haldnir eru reglulega kynningarfundir en einnig er hægt að bóka fundi með forstöðumanni námsins eða verkefnastjóra til að fá frekari upplýsingar um fyrirkomulag námsins:


Skipulag náms

Kennsla fer fram annan hvern fimmtudag frá 13:00-18:00, föstudag frá 8:30-17:00 og laugardag frá 8:30-17:00. Öll kennsla fer fram á ensku.

Flest kjarnanámskeið eru haldin yfir tvær helgar og námsmat á sér stað við enda lotunnar. Því eru engin lokapróf í desember og maí.

Námsmat byggir á einstaklings- og hópverkefnum, þátttöku í tímum, raunverkefnum, prófum og hópmati.

Skyldufög

Fyrsta önn  Önnur önn
Managerial Economics
Managerial Accounting
Organisational Behaviour
Managerial Skills
Marketing Management
Corporate Finance
Business Statistics
Operations Management 

 

Skyldufög

Þriðja önn Fjórða önn
Leadership & Change Management
Strategic Decision Making
HR Strategy 

International Strategy & Final Project
Business Law
Corporate Social Responsibility

Personal Development

 

Valfög 

MBA
val
Leadership RoundTables
Entrepreneurial Finance 
Performance Management
International Management
Önnur valfög
 
 International Finance  Global Economy 
Alþjóðlegt val Exchange semester abroad Portfolio Management course
at Boston University

Fyrsta ár:

Nemendur öðlast grundvallarþekkingu á viðskiptum sem leggur traustan grunn að framtíð þeirra við stjórnun í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi.

Annað ár:

MBA-nemendur geta tekið valnámskeið innan annarra námsbrauta á meistarastigi við HR. Á síðustu önninni vinna nemendur í hópum að lokaverkefni sem skylda er að ljúka.

Alþjóðleg valnámskeið á öðru ári námsins
MBA nemendur geta sótt um að verja þriðju önninni við nám erlendis. Takmarkaður fjöldi nemenda kemst að og getur talan verið mismunandi frá ári til árs.

Vinnustofur fyrir leiðtoga (Leadership RoundTables)
MBA námið við HR er hluti af hópi háskóla sem vilja skapa gagnvirkt, aðgerðamiðað leiðtoganám. Verkefnið kallast „Leadership RoundTables“ og er það hannað, skipulagt og framkvæmt af Dr. Henry Mintzberg (McGill University) og Jonathan Gosling (Exeter). Námið, sem fram fer árlega, er opið hópi nemenda úr MBA námi HR, McGill (Kanada), Exeter University (Bretland), Egade (Mexíkó), IEDC (Slóvenía) og fáeinum öðrum háskólum. Með þátttöku í náminu fá MBA nemendur HR einstakt tækifæri til að efla þekkingu sína og byggja upp tengslanet.


Nemendur
 • Fjöldi nemenda sem teknir eru inn hefur verið á bilinu 25 – 55 á liðnum árum.
 • Að meðaltali hljóta 50% umsækjenda inngöngu.
 • Meðalaldur MBA-nemenda er 39 ár og hlutfall kvenna (45%) á móti körlum (55%) er með því hæsta sem gerist í MBA-námi í heiminum.

MBA árgangar

MBA árgangur 2014

MBA árgangur 2015
MBA árgangur 2013 MBA árgangur 2007
MBA árgangur 2012 MBA árgangur 2006
MBA árgangur 2011 MBA árgangur 2005
MBA árgangur 2010 MBA árgangur 2004
MBA árgangur 2009 MBA árgangur 2003
MBA árgangur 2008 MBA árgangur 2002

Könnun meðal nemenda

Við erum reglulega í sambandi við útskrifaða nemendur og söfnum skoðunum, upplýsingum og ráðgjöf gegnum ýmsar kannanir, rýnihópa og viðtöl sem hluti af stöðugu átaki til að bæta námið.

Útskrifaðir nemendur

Samtök útskrifaðra MBA nemenda kallast RUMBA og stendur það heiti fyrir Reykjavik University MBA. Nánari upplýsingar um RUMBA.


Hafðu samband

kristjanKristján Vigfússon
Forstöðumaður námsins
Tölvupóstur: kristjánv@ru.is
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir

Verkefnastjóri
Tölvupóstur: hrafnhildur@ru.is
Þú getur einnig haft samband með því að senda fyrirspurn á mba@ru.is


Var efnið hjálplegt? Nei

Fara á umsóknarvef