Jafnréttisdagar

9. - 20. október
Lesa meira

Velkomin í HR

Lesa meira

Fréttir

Ungir drengir sitja við borð og eru spenntir í spjaldtölvum

12.10.2017 : Fjölmenni á Tæknidegi fjölskyldunnar í Neskaupstað

Tæknidagur fjölskyldunnar var haldinn í fimmta sinn laugardaginn 7. október 2017 í Verkmenntaskóla Austurlands. Háskólinn í Reykjavík tók að venju þátt í glæsilegri dagskrá en það voru /sys/tur og Skema í HR þetta árið, sem buðu gestum að prófa að forrita og nota hið stórskemmtilega Makey Makey.

Hópur fólks stendur fyrir framan byggingu og horfir í myndavélina

11.10.2017 : Hljóta 50 milljóna króna styrk frá ESB til rannsókna í ákvörðunarfræðum

Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík í gegnum CORDA, rannsóknasetur í ákvörðunar- og áhættufræðum, tekur nú þátt í Evrópuverkefninu D'Ahoy ásamt nokkrum öðrum evrópskum háskólum og menntastofnunum. Verkefnið hlaut 50 milljóna króna styrk (396.000 evrur) úr ERASMUS+ rannsóknaáætlun Evrópusambandsins.

Fyrirlesarar sitja í röð við langt borð í stofu M103

9.10.2017 : Fjörugar umræður um stjórnarskrá Íslands

Lagadeild Háskólans í Reykjavík stóð fyrir hátíðarmálþingi undir yfirskriftinni Stjórnarskráin í stormi samfélagsins í dag, föstudaginn 6. október. Málþingið var haldið í tengslum við útgáfu Bókaútgáfunnar Codex á afmælisriti til heiðurs Jóni Steinari Gunnlaugssyni, hæstaréttarlögmanni, sjötugum.

Stór hópur íþróttafólks stendur í tröppunum í Sólinni og horfir í myndavélina

2.10.2017 : Afreksfólk framtíðarinnar í íslenskum handknattleik fjölmennti í HR

Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) og Háskólinn í Reykjavík stóðu að málþingi í HR síðastliðinn laugardag sem bar titilinn „Afreksmenn framtíðarinnar“. Dagskráin samanstóð af fimm stuttum fyrirlestrum ætluðum yngri landsliðum HSÍ. Markmiðið var að upplýsa næstu kynslóð handknattleiksfólks um hvað bíður þeirra og hvað þurfi til að taka næsta skref.

Fleiri fréttir


Umsagnir nemenda

Hildur Ósk hallar sér upp að hillu inni á bókasafni HR og horfir í myndavélina

Hildur Ósk Gunnlaugsdóttir - sálfræði

Við förum í starfsþjálfun strax á annarri önn sem gefur okkur tækifæri á að öðlast dýrmæta starfsreynslu og við vinnum verkefni sem fá okkur til að stíga út fyrir þægindarammann og undirbúa okkur enn frekar undir störf að námi loknu.


Viðburðir

9.10.2017 - 20.10.2017 Jafnréttisdagar háskólanna

Jafnréttisdagar eru haldnir í öllum háskólum landsins

Jafnréttisdagar tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis og femínisma og skoða fjölbreytileika, forréttindi, þöggun, jafnréttisbaráttu, vald og mismunun.

 

18.10.2017 10:10 - 12:00 Axiomatic Design Short Course

Open course on the fundamental principles of Axiomatic Design and its application. 

 

19.10.2017 8:30 - 9:30 Gangan á K2: Tilurð, undirbúningur og eftirmálar

John Snorri ræðir ferðina á K2 út frá sjónarhóli verkefnastjórnunar

John Snorri ræðir ferðina á K2 út frá sjónarhóli verkefnastjórnunar

 

11.11.2017 Boxið

Framkvæmdakeppni framhaldsskólanna

Boxið er vettvangur fyrir framhaldsskólanema til að spreyta sig á ólíkum verkefnum, reyna á samvinnu og kynnast tækni á skemmtilegan hátt.

 

Fleiri viðburðir