Kynntu þér námið
Fréttir

Ari, Ísól, Sunneva Sól og Þórdís Rögn hlutu Nýsköpunarverðlaunin
Ari Kvaran, Sunneva Sól Ívarsdóttir og Þórdís Rögn Jónsdóttir, nemar í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og Ísól Sigurðardóttur, nemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík hlutu Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir verkefnið Betri samskipti við sjúklinga sem bíða innlagnar og meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi.
Úthlutun úr Rannsóknasjóði styrkárið 2021
Á hverju ári hljóta vísindamenn Háskólans í Reykjavík, og annarra háskóla, styrki frá Rannsóknasjóði (Rannís) til að þróa rannsóknaverkefni sín. Að þessu sinni var veitt hærri heildarupphæð til styrkja en nokkru sinni áður. Á meðal verkefna Háskólans í Reykjavík sem hlutu styrki eru rannsóknir á bálkakeðjum, líkanagerð, þreytu í flugumferðastjórn, svefni ungmenna, markaðssetningu á hollum mat, mannfjöldahermun og atferli afreksknattspyrnumanna.

HR og Pure North þróa endurvinnslu plasts
Háskólinn í Reykjavík og endurvinnslufyrirtækið Pure North Recycling í Hveragerði hafa stofnað til samstarfs um endurvinnslu plasts og annarra endurvinnanlegra efna á Íslandi. Markmiðið er að efla íslenska hringrásarhagkerfið með plast og önnur endurvinnanleg efni í forgrunni, þróa nýjar leiðir til endurvinnslu og endurnýtingar plasts, auka sjálfvirkni í vinnslu og söfnun hráefna til endurvinnslu og efla fræðslu. Samstarfið er hluti af landsátakinu Þjóðþrifum og samstarfsverkefni verða unnin innan Rannsóknaseturs HR um sjálfbæra þróun.
Fleiri viðburðir
Mót hækkandi sól, geðheilbrigðisvika HR
Fyrirlestrar í tilefni geðheilbrigðisviku
Geðheilbrigðisvika HR, Mót hækkandi sól, haldin í fimmta sinn
Brautskráning
Kandídatar brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík
Brautskráning frá Háskólanum í Reykjavík verður í Hörpu 30. janúar.
Íþróttir eru fyrir alla
Hvernig líður hinsegin ungu fólk í íþróttum? Eru íþróttir fyrir alla?
Hvernig líður hinsegin ungu fólk í íþróttum? Eru íþróttir fyrir alla?
Hvað fleira viltu vita um fjárfestingar?
Opinn og gagnvirkur fræðslufundur um fjárfestingar
Hvernig virkar frítekjumark fjármagnstekna vegna fjárfestinga í hlutabréfum? Er ekki áhætta í neikvæðum vöxtum? Skiptir máli hvernig fyrirtæki sem ég vil fjárfesta í eru fjármögnuð? Hvort er betra að fjárfesta í félögum sem greiða arð eða ekki?
Framadagar 2021
Framadagar fara fram á netinu 10.-11. febrúar
Framadagar fara fram stafrænt þann 10. og 11. febrúar næstkomandi
Fræðifólk í fókus

Deildarforsetar Háskólans í Reykjavík deila sögu sinni og reynslu
Það eru náttúrulega ekki til nein vandamál, það eru bara mismunandi lausnir.
MeiraDeildir við HR

Lagadeild
Áhersla er lögð á verkefnatengt nám og fjölbreyttar kennsluaðferðir. Rannsóknir eru meðal annars á sviðum réttarfars, mannréttinda, stjórnskipunarréttar, þjóða- og Evrópuréttar og sjóréttar.
Sjá nánar

Viðskiptadeild
Öflug tengsl við atvinnulífið, raunhæf verkefni og alþjóðleg sýn eru í hávegum höfð við deildina.
Sjá nánar
Tölvunarfræðideild
Lögð er áhersla á verklega þjálfun, frumkvæði og nýsköpun. Meðal helstu rannsóknasviða eru gervigreind, gagnasöfn, máltækni, notendaviðmót og fræðileg tölvunarfræði.
Sjá nánar
Verkfræðideild
Í náminu er blandað saman fræðilegri þekkingu og verkkunnáttu. Rannsóknasvið eru orkumál, heilbrigðisverkfræði, þjálfun, byggingarefni, verkefnastjórnun og ákvarðanataka, meðal annarra.
Sjá nánar
Sálfræðideild
Áhersla á öflug tengsl við atvinnulíf, raunhæf verkefni, alþjóðlega sýn og starfsnám veitir nemendum samkeppnisforskot.
Sjá nánar
Íþróttafræðideild
Lærðu að nýta nýjustu tækni til að efla þjálfun, afreksíþróttir og heilsu almennings
Sjá nánar
Háskólagrunnur HR
Háskólagrunnur HR er góður undirbúningur fyrir háskólanám. Hægt er að ljúka Háskólagrunni á einu ári eða einu og hálfu ári. Einnig er hægt að stunda viðbótarnám við stúdentspróf.