Opið fyrir umsóknir

Lesa meira

Umhverfisvika

24. -29. apríl í HR
Lesa meira

Kynntu þér meistaranámið

Dagskrá opinna kynningarfunda
Lesa meira

Frá byggðum Inúíta til kosningafundar hjá Trump

Rannsóknir leiddu fræðimann við lagadeild HR á ókunnar slóðir
Lesa meira

Fréttir

Skjáskot úr leiknum EVE Online sýnir geimskip

18.4.2017 : Nemendur HR forrita tímamótaleik fyrir EVE Online

Nemendur við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík taka þessa dagana þátt í rannsóknarverkefni sem vakið hefur verðskuldaða athygli undanfarið. Verkefnið heitir Project Discovery og er unnið í samstarfi við CCP.

Verðlaunahafar HR verðlaunanna árið 2017 standa með rektor og menntamálaráðherra.

31.3.2017 : HR verðlaunar starfsmenn fyrir kennslu, rannsóknir og þjónustu

Verðlaun Háskólans í Reykjavík fyrir framúrskarandi kennslu, þjónustu og rannsóknir voru afhent í gær. Verðlaunin eru veitt á hverju ári og er markmiðið með þeim að hvetja kennara og starfsfólk háskólans til nýsköpunar, þróunarstarfs, rannsókna og framúrskarandi kennslu og þjónustu. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra afhenti verðlaunin.

30.3.2017 : Laganemar tókust á í Hæstarétti

Málfutningskeppni Lögréttu, félags laganema við HR, var haldin þann 18. mars síðastliðinn í Hæstarétti. Þar kepptu tvö lið nemenda, skipuð þremur laganemum hvort, og fluttu mál fyrir rétti. Málflutningskeppnin er opin nemendum sem eru komnir á þriðja ár í námi eða lengra.

Línurit í tölvuskjá

22.3.2017 : Ritrýndar birtingar fjórfaldast yfir níu ára tímabil

Háskólinn í Reykjavík gefur út skýrslu einu sinni á ári um styrk háskólans í rannsóknum. Nýlega kom út nýjasta útgáfa af skýrslunni þar sem tekin er saman tölfræði um birtingar á ritrýndum vettvangi  og úthlutuðu fjármagni úr rannsóknarsjóðum á árunum 2007 - 2016.

Fleiri fréttir


Umsagnir nemenda

Eyrún heldur á opinni fartölvu og horfir í myndavélina

Eyrún Engilbertsdóttir - verkfræði

Í HR fær maður tækifæri til að hrinda fjölbreyttum hugmyndum í framkvæmd. Kennararnir eru frábærir, leggja sig alla fram og eru til taks ef maður þarf á hjálp að halda.


Viðburðir

24.4.2017 - 12.5.2017 9:00 - 16:00 Oliver Luckett: Social Media Storytelling, Direct to Consumer E-commerce, and Building Fan Bases at Scale

Námskeið opið öllum nemendum Háskólans í Reykjavík

Samfélagsmiðlar skipa sífellt stærri sess í daglegu lífi okkar og mikilvægi þeirra þegar kemur að því að markaðssetningu vörumerkja er óumdeilt enda fara samskipti fólks í síauknum mæli fram á þessum miðlum og á netinu almennt

 

25.4.2017 12:00 - 13:00 Fyrirlestur um umhverfismál

Við getum öll lagt okkar af mörkum

Dr. Snjólaug Ólafsdóttir flytur skemmtilegan fyrirlestur um hvað við getum gert til að leggja okkar af mörkum til að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið og afhverju allt (hversu lítið sem það er) er mikilvægt. Fyrirlesturinn er hluti af Umhverfisviku í HR dagana 24. -29. apríl 2017.

 

25.4.2017 17:00 - 19:00 Are you kidding me!!! Finding Happiness When You're Fat, Broke, and Surrounded by Idiots

Opinn fyrirlestur um hamingjuna

MPM, meistaranám í verkefnastjórnun við HR, býður upp á opinn fyrirlestur með hinum heimsþekkta uppistandara Judy Carter, í tilefni tíu ára afmælis námsins. Judy hefur komið fram í yfir 100 sjónvarpsþáttum, þar á meðal hjá Opruh Winfrey. Með henni verður Edda Björgvinsdóttir. Fyrirlesturinn verður haldinn þriðjudaginn 25. apríl kl. 17-19 í stofu M101. Hann er öllum opinn meðan húsrúm leyfir.

 

26.4.2017 13:00 - 17:00 Managing projects with comedy

Turning problems into punchlines

MPM-námið við Háskólann í Reykjavík er 10 ára og býður af því tilefni upp á námskeið með hinum heimsþekkta uppistandara Judy Carter. Þetta er einstakt tækifæri til að læra um leiðtogahlutverkið og faglega stjórnun.

 

27.4.2017 12:00 - 13:00 ICE-TCS: Dexter Kozen (Cornell University)

Mentoring session for students and young researchers with Dexter Kozen

Mentoring session for students and young researchers with Dexter Kozen

 

Fleiri viðburðir