Að hefja nám

Nokkur mikilvæg atriði fyrir nýnema
Lesa meira

Canvas: Nýja kennslukerfið

Leiðbeiningar um notkun
Lesa meira

Störf í boði

Sumar- og framtíðarstörf fyrir nemendur HR
Lesa meira

Fréttir

Nemendur í stúdentafélaginu leiða hóp af nýjum nemendum um ganga skólans

16.8.2017 : Starfsfólk og nemendur tóku á móti nýnemum

Um 1500 nýir nemendur, þar af um 140 erlendir nemendur, hófu nám við Háskólann í Reykjavík í dag, þann 16. júní. Skólinn var settur í gær og þá var jafnframt haldinn árlegur nýnemadagur. Á nýnemadegi er tekið á nýjum nemendum og ýmis atriði kynnt varðandi námið og þjónustu sem þeim stendur til boða.

Gísli Hjálmtýsson

15.8.2017 : Gísli Hjálmtýsson er nýr forseti tölvunarfræðideildar

Dr. Gísli Hjálmtýsson hefur verið ráðinn forseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík frá og með 16. ágúst. Hann tekur við stöðunni af dr. Yngva Björnssyni sem hefur verið forseti deildarinnar frá 2014.

Ungur maður stendur fyrir framan vegg þar sem eru upplýsingar um Ólympíuleikana í forritun

14.8.2017 : Glæsilegur árangur hjá fyrsta íslenska keppandanum á Ólympíuleikum í forritun

308 keppendur frá 84 löndum tóku þátt á alþjóðlegu Ólympíuleikunum í forritun sem voru haldnir í 29. skipti í Íran fyrir stuttu. Ísland sendi sinn fyrsta keppanda í ár á leikana, Bernhard Linn Hilmarsson, sem mun hefja nám í tölvunarstærðfræði við HR í haust. Þjálfari Bernhards er Bjarki Ágúst Guðmundsson sem hefur náð góðum árangri í forritunarkeppnum fyrir hönd HR undanfarin ár.

Forseti viðskiptadeildar brautskráir nemanda í Hörpu

11.8.2017 : Viðskiptadeild hlýtur viðurkenningu PRME

PRME, samráðsvettvangur háskóla sem var stofnaður af Sameinuðu þjóðunum, hefur veitt viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík viðurkenningu fyrir framúrskarandi framgangsskýrslu. Í skýrslunni sýnir deildin fram á árangur sinn í að ná þeim sex markmiðum sem sett eru fram af samtökunum PRME (Principles for Responsible Management Education) og tengjast sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Fleiri fréttir


Umsagnir nemenda

Aron situr í skólastofu umkringdur öðrum nemendum og horfir brosandi í myndavélina

Aron Freyr Kristjánsson - sálfræði

Námið og kennslan er lifandi og maður hefur alltaf tækifæri til að taka virkan þátt. Það hentar mér líka vel að í sálfræðináminu er einstaklingsmiðuð kennsla í bekkjakerfi, bæði til þess að ná góðum árangri í námi og að kynnast nýju fólki.


Viðburðir

29.8.2017 9:00 - 12:00 Kynningarfundir lengri námslína Opna háskólans í HR

Verkefnastjórar fara stuttlega yfir námsskipulag og kennarar og nemendur miðla af reynslu sinni

Kynningarfundir lengri námslína Opna háskólans í HR verða haldnir þriðjudaginn 29. ágúst frá kl. 9-12 í Opna háskólanum í HR. Verkefnastjórar fara stuttlega yfir námsskipulag og kennarar eða nemendur miðla af reynslu sinni.

 

29.8.2017 12:25 - 13:35 Kick-off in Tissue Engineering and Bio Imaging

Lunch presentations

 

13.9.2017 - 15.9.2017 9:00 - 17:00 Safety and Security in Complex Socio-Technical Systems

Accident, Incident and Hazard Analysis based on Systems Theory (CAST and STPA)

Reykjavik University and Stiki, in collaboration with the MIT Partnership for a Systems Approach to Safety (PSAS), is proud to present the 5th annual European Workshop on STAMP.  

 

Fleiri viðburðir