Sýndarverur semja djass

Viðtal úr Tímariti HR
Lesa meira

Störf og starfsnám

Lesa meira

Fréttir

Aron Sölvi Ingason

8.12.2017 : Hannaði burðarvirki brúar í starfsnámi

Fyrir stuttu var reist brú á Hvammstanga, á milli grunnskóla bæjarins og leikskólans. Aron Sölvi Ingason á heiðurinn af hönnun stærða límtrésbita, stífingu fyrir brúna og stálfestinga. Hann er nemi í byggingartæknifræði og brúarhönnunin var verkefni hans í starfsnámi hjá Límtré Vírnet en viðamikið starfsnám er skyldufag í BSc-námi í byggingartæknifræði við Háskólann í Reykjavík.

Nokkrir nemendur HR í sérmerktum bolum standa hlið við hlið

6.12.2017 : HR innleiðir markmið Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð í allar deildir

Háskólinn í Reykjavík hefur gert það að markmiði sínu að draga úr áhrifum starfseminnar á umhverfið og leggja sitt af mörkum til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga. Auk þess vill starfsfólks háskólans vera virkir þátttakendur í að mennta framtíðarleiðtoga sem leggja áherslu á samfélagslega ábyrgð.

Afgreiðslumaður gefur viðskiptavini ráð inni í verslun

1.12.2017 : Nýtt diplómanám í verslunarstjórnun í samstarfi tveggja viðskiptadeilda

Áhugasamt verslunarfólk getur nú skráð sig í nýtt nám í verslunarstjórnun. Námið er samstarf viðskiptadeilda Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Bifröst en námið er jafnframt þróað í samvinnu við Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks, Starfsmenntasjóð verslunarinnar, VR og Samtök verslunar og þjónustu.

Samstarfssamningur_1511786718491

27.11.2017 : Fyrsti samningur HR við háskóla í Miðausturlöndum undirritaður

Fyrir stuttu undirritaði Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, samning við Jordan University of Science and Technology (JUST). Þetta er í fyrsta sinn sem HR gerir samstarfssamning við háskóla í Miðausturlöndum, en skólinn er staðsettur í Irbid í norðurhluta Jórdaníu.

Fleiri fréttir


Viðburðir

18.12.2017 - 19.12.2017 Kynningar á lokaverkefnum nemenda í tölvunarfræðideild

Haustönn 2017

 

18.12.2017 16:00 - 19:00 Tölvuleikjasýning tölvunarfræðideildar

Ellefu nýir leikir úr þriggja vikna kúrsi haustannar

This Monday, students from Reykjavik University's Computer Game Design & Development class will be showcasing 11 new games that they made in only 3 weeks time. Come and give them a try!

 

5.1.2018 13:00 - 14:00 Nýnemadagur

Nýir nemendur HR eru boðnir velkomnir

Nýir nemendur eru boðnir velkomnir að fræðast um allt sem viðkemur náminu.

 

18.1.2018 - 20.1.2018 Hnakkaþon

Samkeppni fyrir upprennandi sérfræðinga í markaðsmálum, hugbúnaði, tækni og vörustjórnun

Hnakkaþon er samkeppni fyrir upprennandi sérfræðinga í markaðsmálum, hugbúnaði, tækni og vörustjórnun. Keppnin er opin öllum nemendum HR.

 

29.1.2018 - 2.2.2018 Geðheilbrigðisvika

Vitundarvakning um geðheilbrigði í HR

Vikuna 29. janúar – 2. febrúar standa sálfræðisvið og náms- og starfsráðgjöf Háskólans í Reykjavík að vitundarvakningu um geðheilbrigði.

 

Fleiri viðburðir


Umsagnir nemenda

Eydís og Árni standa hlið við hlið og horfa í myndavélina

Eydís Sunna og Þórarinn Árni - tæknifræði

Einn helsti kosturinn við tæknifræðina er að eftir þrjú og hálft ár fær maður full réttindi til að starfa sem tæknifræðingur.