Kynntu þér námið
Fréttir

Fagráð skipuð við iðn- og tæknifræðideild HR
Iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík hefur skipað fagráð sem munu hafa aðkomu að þróun náms við deildina. Markmiðið er að tryggja enn betur að námið svari þörfum atvinnulífsins og að fyrirtæki fái til sín útskrifaða nemendur með þá þekkingu sem krafist er í nútíma starfsumhverfi. Fagráðin eru þrjú talsins og er hvert þeirra skipað þremur einstaklingum úr atvinnulífinu.

Bryndís Björk Ásgeirsdóttir verður prófessor við sálfræðideild
Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir hefur fengið framgang í stöðu prófessors við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Bryndís hefur starfað við HR síðan 2005 og er nú deildarforseti sálfræðideildar. Áður var hún forstöðumaður grunnnáms í sálfræði og íþróttafræði og leiddi uppbyggingu meistaranáms í klínískri sálfræði, hagnýtri atferlisgreiningu og doktorsnáms í sálfræði við háskólann.

Takmarkanir eftir páska - áhrif á kennslu og námsmat
Í dag var birt ný reglugerð um takmarkanir á skólastarfi sem mun gilda frá 1. til 15. apríl. Þessi reglugerð heimilar staðnám að nýju og eykur svigrúm nokkuð frá núgildandi reglum. Meginatriðin eru tveggja metra fjarlægðatakmarkanir, hámark 50 nemendur í hóp og bann við blöndun milli hópa.
Fleiri viðburðir
Langar þig að starfa erlendis?
Kíktu á alþjóðlegt starfatorg EFMD Global 19. til 23. apríl
Kíktu á alþjóðlegt starfatorg EFMD Global 19. til 23. apríl
Skilur fólk gervigreind?
Þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis
Yngvi Björnsson, prófessor við tölvunarfræðideild, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis.
Forritunarkeppni framhaldsskólanna
Framhaldsskólanemar keppa í forritun
Framhaldsskólanemar keppa í forritun 23. - 24. apríl
Umhverfisvæn steypa
Þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis
Ólafur Wallevik, prófessor við iðn- og tæknifræðideild, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis.
ADHD hjá stelpum
Þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis
Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, deildarforseti sálfræðideildar, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis.
Fræðifólk í fókus

Deildarforsetar Háskólans í Reykjavík deila sögu sinni og reynslu
Það eru náttúrulega ekki til nein vandamál, það eru bara mismunandi lausnir.
MeiraDeildir við HR

Lagadeild
Áhersla er lögð á verkefnatengt nám og fjölbreyttar kennsluaðferðir. Rannsóknir eru meðal annars á sviðum réttarfars, mannréttinda, stjórnskipunarréttar, þjóða- og Evrópuréttar og sjóréttar.
Sjá nánar

Viðskiptadeild
Öflug tengsl við atvinnulífið, raunhæf verkefni og alþjóðleg sýn eru í hávegum höfð við deildina.
Sjá nánar
Tölvunarfræðideild
Lögð er áhersla á verklega þjálfun, frumkvæði og nýsköpun. Meðal helstu rannsóknasviða eru gervigreind, gagnasöfn, máltækni, notendaviðmót og fræðileg tölvunarfræði.
Sjá nánar
Verkfræðideild
Í náminu er blandað saman fræðilegri þekkingu og verkkunnáttu. Rannsóknasvið eru orkumál, heilbrigðisverkfræði, þjálfun, byggingarefni, verkefnastjórnun og ákvarðanataka, meðal annarra.
Sjá nánar
Sálfræðideild
Áhersla á öflug tengsl við atvinnulíf, raunhæf verkefni, alþjóðlega sýn og starfsnám veitir nemendum samkeppnisforskot.
Sjá nánar
Íþróttafræðideild
Lærðu að nýta nýjustu tækni til að efla þjálfun, afreksíþróttir og heilsu almennings
Sjá nánar
Háskólagrunnur HR
Háskólagrunnur HR er góður undirbúningur fyrir háskólanám. Hægt er að ljúka Háskólagrunni á einu ári eða einu og hálfu ári. Einnig er hægt að stunda viðbótarnám við stúdentspróf.