Námið
Rannsóknir
HR
Neon

MPM - Master of Project Management

Verkefnastjórnun er markviss stjórnunaraðferð sem miðar að því að koma hlutum í verk. Námið veitir víðtæka þekkingu til að stjórna fyrirtækjum, félögum, stofnunum, klösum og þróunarverkefnum.

Forsíðumynd
Persónulegur þroski

Nemendur kynnast ýmsum nálgunum í sálfræði og félagsfræði. Kennt er hvernig auka má þroska með því að efla skapandi hugsun, siðræna hugsun og rökhugsun og hvernig má skilja eðli hópa, teyma og skipulagsheilda.

Fagleg þróun

Þverfagleg efnistök gera það að verkum að nemendur kynnast hugmyndum, verkfærum og aðferðum sem þeir geta notað á sínum sérsviðum, til að skipta um starfsvettvang eða takast á við nýjar áskoranir og aukna ábyrgð.

Öflugt tengslanet

Nemendur njóta sterkra tengsla MPM-námsins við íslenskt atvinnulíf. Þeir vinna fjölbreytt verkefni sem tengjast íslenskum félögum, fyrirtækjum og stofnunum þar sem þeir þurfa að setja sig í spor stjórnenda við margs konar ákvarðanatöku.

Kynningarmyndband um MPM námið

Hvað segja starfsmenn og nemendur um námið?

Fréttir, pistlar og viðburðir



















Fara efst