Hagnýtt nám samhliða starfi

Árangursrík stjórnunaraðferð

Alþjóðlegt nám

Fréttir, pistlar og viðburðir

5.10.2017 : Laun og starfsumhverfi verkefnastjóra í Bretlandi

Pistill eftir Helga Þór Ingason forstöðumann MPM-námsins

Samkvæmt nýlegri rannsókn sem Breska verkefnastjórnunarfélagið gerði mun verkefnastjórnun verða enn mikilvægari í Bretlandi á komandi tímum. Væntingar eru um aukna eftirspurn eftir fólki í faginu og hækkandi laun. Lesa meira

25.8.2017 : Opnun MPM-námsins

24. ágúst 2017

Opnun MPM-námsins var í gær, fimmtudag, og tókum við á móti nýnemahóp MPM 2019. Við bjóðum MPM2019 hjartanlega velkomin í MPM-námið og við hlökkum til að starfa með honum næstu tvö árin. Icelandic Startups sá um að hrista nýnemana saman og var ekki slegið slöku við því að strax á fyrsta degi var hópurinn farinn að ræða og kynna viðskiptahugmyndir. 

Lesa meira

2.6.2017 : Jóna Sigríður Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri hjá Grími kokk

Útskrifaðir MPM-nemendur í atvinnulífinu 

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri hjá Grími kokk í Vestamannaeyjum. Hún sér um daglegan rekstur, ásamt því að halda utan um áætlanagerð og stefnumótun fyrirtækisins. Jóna er menntaður viðskiptafræðingur sem útskrifaðist árið 2015 úr MPM-náminu og hóf störf hjá Grími kokk árið 2014. Áður starfaði hún á rannsókna- og brotadeild Fiskistofu.

Lesa meira

18.5.2017 : Berglind Björk Hreinsdóttir ráðgjafi hjá Attenus - mannauði og ráðgjöf

Útskrifaðir MPM-nemendur í atvinnulífinu

Berglind Björk Hreinsdóttir starfar sem ráðgjafi hjá Attentus - mannauði og ráðgjöf. Helstu verkefni hennar eru þjónusta og ráðgjöf til skipulagsheilda varðandi mannauðsmál, stjórnendagreiningar, vinnustaðagreiningar, markþjálfun, straumlínustjórnun, jafnlaunagreiningu og undirbúning til jafnlaunavottunar, verkefnastjórnun og gæðamál.

Lesa meira

27.4.2017 : Dagur verkefnastjórnunar

Málstofa um verkefnastjórnun og kynningar á lokaverkefnum útskriftarnemenda

MPM nám Háskólans í Reykjavík og Verkefnastjórnunarfélag Íslands (VSF) taka höndum saman og halda Dag verkefnastjórnunar í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 5. maí. Metnaðarfull dagskrá hefur verið sett saman í tilefni 10 ára afmælis MPM námsins. 

Lesa meira

19.4.2017 : Verkefni í þágu samfélags

Ráðstefna MPM námsins í Háskólanum í Reykjavík 28. apríl 2017 kl. 13.00-16.30

Verkefni sem nemendahópar unnu vorið 2017 verða kynnt á ráðstefnu MPM námsins föstudaginn 28. apríl 2017 í stofu M101 í Háskólanum í Reykjavík. Ráðstefnan stendur yfir frá kl. 13-16 og er öllum opin.

Lesa meira

Meira


Umsagnir nemenda

Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka

Jakob Falur Garðarsson

„Í náminu er tvinnað saman fræðigreinum eins og sálfræði og verkfræði á skemmtilegan hátt“

Anna Kristín Kristinsdóttir, nemandi MPM námsins, stendur fyrir framan Reykjavík Excursions rútur þar sem hún er verkefnastjóri á mannauðs- og gæðasviði

Anna Kristín Kristinsdóttir

„Ég tel að námið muni gera mig samkeppnishæfari á vinnumarkaðnum enda nýtast þessir eftirsóttu þættir í öllum fyrirtækjum og á öllum stigum strjórnunar“

MPM - Master of project management

Ólafur Árnason

„Námið hefur farið fram úr væntingum mínum varðandi þjálfun okkar í samskiptum og leiðtogafærni.“

Sigurhanna Kristinsdóttir

Sigurhanna Kristinsdóttir

„Mikið af þeirri þekkingu sem ég aflaði mér tengist beint því sem ég starfa við á hverjum degi“

Ósk Sigurðardóttir

Ósk Sigurðardóttir

„Hópurinn minn gerði fyrsta heilsu- og meðferðargarð á landinu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra á BUGL.“

Hafdís Huld Björnsdóttir

Hafdís Huld Björnsdóttir

„MPM námið hefur eflt mig til mikilla muna og djúp innsýn í mannlega þætti stjórnunar hefur gert mér kleift að takast á við krefjandi verkefni í starfi og einkalífi.“

Yngvi Rafn Yngvason

Yngvi Rafn Yngvason

„Ég heillaðist ekki bara af fræðilegri nálgun námsins, heldur einnig af þeirri vinnu sem farið er í og varðar mann sjálfan sem manneskju.“


HVERS VEGNA MPM?

Lego verkefni í MPM náminu

Persónulegur þroski

Nemendur kynnast ýmsum nálgunum í sálfræði. Kennt er hvernig auka má þroska með því að efla skapandi hugsun, siðræna hugsun og rökhugsun. Félagssálfræði er beitt til að skilja eðli hópa, teyma og skipulagsheilda. Jafnframt er þjálfunaraðferðum beitt til að auka samskiptafærni, félagsgreind og félagsþroska nemenda og auka þannig færni þeirra í að takast á við krefjandi verkefni í lífi og starfi.

Um námið

Mynd af tússtöflu þar sem stendur „Persónulegur þroski“ og „Fagleg þróun“. Andlit í prófíl sést fyrir framan töfluna, en úr fókus.

Fagleg þróun

Nemendur fá tækifæri til að vinna að faglegri þróun sinni óháð því úr hvaða fagi, starfi eða starfsumhverfi þeir koma. Þverfagleg efnistök gera það að verkum að nemendur kynnast hugmyndum, verkfærum og aðferðum sem þeir geta notað á sínum sérsviðum, til að skipta um starfsvettvang eða takast á við nýjar áskoranir og aukna ábyrgð.

Að námi loknu

Hópmynd úr MPM náminu 2017

Öflugt tengslanet

Nemendur njóta sterkra tengsla MPM-námsins við íslenskt atvinnulíf. Þeir vinna fjölbreytt verkefni sem tengjast íslenskum félögum, fyrirtækjum og stofnunum þar sem þeir þurfa að setja sig í spor stjórnenda við margs konar ákvarðanatöku. Gestafyrirlesarar ræða reynslu sína og kynna hugmyndir og nemendur fara í heimsóknir til félaga, fyrirtækja og stofnana. 

Nemendasamfélagið

Meira um okkur