Hagnýtt nám samhliða starfi

Árangursrík stjórnunaraðferð

Alþjóðlegt nám

Fréttir, pistlar og viðburðir

1.2.2018 : Hvernig getur háþróuð verkefnahermun bætt árangur verkefna?

Opinn fyrirlestur 8. febrúar 8:30-9:30

MPM-námið við Háskólann í Reykjavík, í samstarfi við MPM alumni félagið og Stjórnvísi hefur fengið Guy Giffin framkvæmdastjóra Prendo Simulations til að halda erindi um hvernig verkefnahermun getur stuðlað að betri árangri í verkefnum. Hann ætlar að segja frá hvernig verkefnamiðaðar skipulagsheildir og menntastofnanir geta nýtt sér háþróaða hermun til að þjálfa starfsfólk og nemendur í þessu skyni.

Lesa meira

26.1.2018 : Helstu áskoranir atvinnulífsins í verkefnastjórnun?

Helgi Þór Ingason forstöðumaður MPM-námsins

Hverjar eru helstu áskoranir atvinnulífsins í stjórnun verkefna, eins og þær blasa við fólki í ólíkum atvinnugreinum? Þetta var til umfjöllunar á ráðstefnunni Vor í verkefnastjórnun sem MPM námið og Verkefnastjórnunarfélagið stóðu að á síðasta ári. Fulltrúar átta greina atvinnulífsins komu og héldu stuttar kynningar um þessar áskoranir. Í upphafi var fjallað almennt um stöðu verkefnastjórnunar í íslensku atvinnulífi. Hún er þegar orðin mikilvægt fagsvið og þriðjungi unninna vinnustunda í atvinnulífinu er varið til verkefnavinnu.

Lesa meira

16.1.2018 : Fyrstu skref frumkvöðla

Opinn fyrirlestur á vegum MPM-námsins, MPM-alumni félags og Stjórnvísi

Svava Björk Ólafsdóttir MPM starfar sem verkefnastjóri hjá Icelandic Startups og hefur aðstoðað fjölmarga frumkvöðla við að koma hugmyndum sínum til framkvæmda. Í þessum fyrirlestri ætlar Svava Björk að segja frá starfsemi Icelandic Startups og hvaða tæki og tól verkefnastjórnunar hafa reynst vel frumkvöðlateymum við að koma vörum á markað. Fyrirlesturinn er í boði MPM-námsins í samstarfi við MPM-alumni félagið og Stjórnvísi.

Lesa meira

30.11.2017 : Hvernig falla störf Alþingis að fræðum og kenningum verkefnastjórnunar?

Fyrirlestur á vegum MPM-námsins í samstarfi við MPM almuni félag og Stjórnvísi

Alþingi er æðsti handhafi löggjafarvalds á Íslandi og er margbrotin stofnun sem sinnir mikilvægum og flóknum verkefnum. En hvernig skyldi starfsemin líta út frá sjónarhóli verkefnastjórnunar? Lesa meira

14.11.2017 : Að brúa, eða brúa ekki...

Pistill eftir Helga Þór Ingason forstöðumann MPM-námsins

Á ferð minni til Suður Kóreu fyrir skemmstu fékk ég ítarlega kynningu á verkefni sem fékk eftirsóttu "Project Excellence" verðlaun Alþjóðsamtaka verkefnastjórnunarfélaga (IPMA) árið 2015. Hér um að ræða Incheon brúnna sem tengir saman stórborgina Incheon og Yeongjong eyju og hvar alþjóðaflugvöllurinn Incheon er staðsettur. Brúin var tekin í notkun 2009 og þá hófst strax gríðarleg uppbygging nálægt brúarsporðunum og nú, einungis átta árum síðar, hefur ótrúleg umbreyting átt sér stað.

Lesa meira

13.11.2017 : Sex sinnum fljótari!

Pistill eftir Helga Þór Ingason forstöðumann MPM-námsins

Enn er ég á heimleið eftir ferðalag til lands sem ég hafði aldrei heimsótt áður. Í þetta sinn var það Suður Kórea, en þangað sótti ég ráðstefnu um rannsóknir í verkefnastjórnun. Það var kvíðablandin tilhlökkun að fara þessa ferð og undanfarna mánuði hef ég verið sérstaklega vakandi fyrir fréttum að ástandi mála á Kóreuskaga. Í ferðinni ræddi ég við heimamenn um þetta ástand og upplifun þeirra af því að lifa við stöðuga ógn, kannski skrifa ég bloggpistil um það síðar. Kvíðinn vék þó fyrir tilhlökkun að heimsækja þetta fjarlæga land. Það blasir við að Suður Kóreumenn kunna að skipuleggja og þeir ná miklum árangri í viðskiptum og íþróttum; árið 2002 héldu þeir heimsmeistarmót í knattspyrnu og þeir halda vetrarólympíuleikana 2018. 

Lesa meira

Meira


Umsagnir nemenda

Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka

Jakob Falur Garðarsson

„Í náminu er tvinnað saman fræðigreinum eins og sálfræði og verkfræði á skemmtilegan hátt“

Anna Kristín Kristinsdóttir, nemandi MPM námsins, stendur fyrir framan Reykjavík Excursions rútur þar sem hún er verkefnastjóri á mannauðs- og gæðasviði

Anna Kristín Kristinsdóttir

„Ég tel að námið muni gera mig samkeppnishæfari á vinnumarkaðnum enda nýtast þessir eftirsóttu þættir í öllum fyrirtækjum og á öllum stigum stjórnunar“

MPM - Master of project management

Ólafur Árnason

„Námið hefur farið fram úr væntingum mínum varðandi þjálfun okkar í samskiptum og leiðtogafærni.“

Sigurhanna Kristinsdóttir

Sigurhanna Kristinsdóttir

„Mikið af þeirri þekkingu sem ég aflaði mér tengist beint því sem ég starfa við á hverjum degi“

Ósk Sigurðardóttir

Ósk Sigurðardóttir

„Hópurinn minn gerði fyrsta heilsu- og meðferðargarð á landinu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra á BUGL.“

Hafdís Huld Björnsdóttir

Hafdís Huld Björnsdóttir

„MPM námið hefur eflt mig til mikilla muna og djúp innsýn í mannlega þætti stjórnunar hefur gert mér kleift að takast á við krefjandi verkefni í starfi og einkalífi.“

Yngvi Rafn Yngvason

Yngvi Rafn Yngvason

„Ég heillaðist ekki bara af fræðilegri nálgun námsins, heldur einnig af þeirri vinnu sem farið er í og varðar mann sjálfan sem manneskju.“


HVERS VEGNA MPM?

Lego verkefni í MPM náminu

Persónulegur þroski

Nemendur kynnast ýmsum nálgunum í sálfræði. Kennt er hvernig auka má þroska með því að efla skapandi hugsun, siðræna hugsun og rökhugsun. Félagssálfræði er beitt til að skilja eðli hópa, teyma og skipulagsheilda. Jafnframt er þjálfunaraðferðum beitt til að auka samskiptafærni, félagsgreind og félagsþroska nemenda og auka þannig færni þeirra í að takast á við krefjandi verkefni í lífi og starfi.

Um námið

Mynd af tússtöflu þar sem stendur „Persónulegur þroski“ og „Fagleg þróun“. Andlit í prófíl sést fyrir framan töfluna, en úr fókus.

Fagleg þróun

Nemendur fá tækifæri til að vinna að faglegri þróun sinni óháð því úr hvaða fagi, starfi eða starfsumhverfi þeir koma. Þverfagleg efnistök gera það að verkum að nemendur kynnast hugmyndum, verkfærum og aðferðum sem þeir geta notað á sínum sérsviðum, til að skipta um starfsvettvang eða takast á við nýjar áskoranir og aukna ábyrgð.

Að námi loknu

Hópmynd úr MPM náminu 2017

Öflugt tengslanet

Nemendur njóta sterkra tengsla MPM-námsins við íslenskt atvinnulíf. Þeir vinna fjölbreytt verkefni sem tengjast íslenskum félögum, fyrirtækjum og stofnunum þar sem þeir þurfa að setja sig í spor stjórnenda við margs konar ákvarðanatöku. Gestafyrirlesarar ræða reynslu sína og kynna hugmyndir og nemendur fara í heimsóknir til félaga, fyrirtækja og stofnana. 

Nemendasamfélagið

Meira um okkur