Hagnýtt nám samhliða starfi

Árangursrík stjórnunaraðferð

Alþjóðlegt nám

Fréttir, pistlar og viðburðir

5.3.2019 : Kynningarfundir MPM meistaranáms í verkefnastjórnun

14. mars - 28. mars - 9. apríl

Viltu ná forskoti?
Verið velkomin á kynningar á MPM meistaranámi í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík

Lesa meira

15.2.2019 : Dr. Pauline Muchina hélt tölu á vegum MPM námsins

Fyrirlesturinn bar heitið - Ný karlmennska: Nýjar aðferðir í stjórnun! - en rýnt var í stjórnunarhlutverkið og viðteknar hugmyndir um konur, karla og kynhlutverk

MPM námið bauð nýverið upp á opinn fyrirlestur með gestakennaranum Dr. Pauline Muchina frá Kenía. Pauline er talin meðal 50 mikilvægustu trúarleiðtoga heims, er einn öflugasti fulltrúi afrískra kvennleiðtoga ásamt því að vera einstakur fyrirlesari og beitir framsögutækni sem lætur enga ósnortna. 

Lesa meira

31.1.2019 : Borgarafundur MPM-námsins

9. janúar, 2019

50237771_10155886934702623_7242106737061265408_o

Borgarafundur MPM-námsins fyrir alla útskrifaða nemendur var haldinn með hátíðarbrag við upphaf nýja ársins, 9.jan síðastliðinn. Sérstakur heiðurgestur var engin önnur en Vigdís Finnbogadóttir, leiðtogi og fyrrum forseti Íslands - en hún hélt tölu um ábyrgð MPM leiðtogans í samfélaginu. Því næst ræddi Haukur Ingi Jónasson um þróun og framtíðarmöguleika MPM námsins og sagði frá fyrirhugaðri heimsókn metsöluhöfundarins Martin Parker (Höf: Shut Down the Business School - What's Wrong with Management Education). Árni Heiðar Karlsson, píanóleikari, stýrði fundinum með glæsibrag. Í kjölfarið var unnið að tengslamyndun MPM nema með umræðum um kjarnaspurningar er snúa að framtíð námsins. Þökkum öllum þátttakendum kærlega fyrir sitt framlag og þökkum sömuleiðis fyrir frábæra mætingu!

 

Lesa meira

12.7.2018 : Risastór fagráðstefna um stjórnun á Íslandi

Helgi Þór Ingason forstöðumaður MPM-náms í HR

Einhver stærsta fagráðstefna í heimi á sviði stjórnunar er Euram eða „European Academy of Management.“ Þessa árlegu ráðstefnu sækja að jafnaði um 1000 manns víðsvegar að úr heiminum, hún er þó alltaf haldin í Evrópu. Hún fór fram í Glasgow sumarið 2017 og á næsta ári fer hún fram í Portúgal. Þann 19. júní 2018 setti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ráðstefnuna í Reykjavík. Metfjöldi þátttakenda sótti ráðstefnuna á Íslandi eða um 1700 manns, og kynntar voru 1200 rannsóknir innan ólíkra sviða viðskiptafræði og stjórnunar. Það var viðskiptafræðideild sem stóð fyrir ráðstefnunni og hún fór fram í húsakynnum Háskóla Íslands og tók yfir margar byggingar á háskólasvæðinu, enda er þetta ein af stærri ráðstefnum sem haldnar hafa verið á Íslandi.

Lesa meira

25.6.2018 : MPM-námið fær endurvottun APM

Alþjóðleg vottun bresku samtakanna um verkefnastjórnun

APM eru gríðarlega öflug samtök með um 150 manns í vinnu og stærsta aðildarfélag IPMA, Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga. Þess má geta að APM hefur hlotið verðlaun sem bestu félagasamtök ("best association") í Bretlandi. Árið 2017 varð mikil breyting á hlutverki og stöðu APM þegar samtökin hlutu þau svonefndan „Royal chartered status“ titil í Bretlandi og með því formlegt umboð yfirvalda til að halda úti hinu lögverndaða starfsheiti „Faglegur verkefnisstjóri“ í Bretlandi.

Lesa meira

9.5.2018 : Dagur verkefnastjórnunar

11. maí kl. 9:00 - 18:15

Þessi árlegi viðburður, sem haldinn er í samstarfi MPM-námsins í HR og Verkefnastjórnunarfélags Íslands, fer fram 11. maí næstkomandi. Dagskráin er þríþætt og við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á verkefnastjórnun til að mæta. 

Lesa meira

Meira


Umsagnir nemenda

Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka

Jakob Falur Garðarsson

„Í náminu er tvinnað saman fræðigreinum eins og sálfræði og verkfræði á skemmtilegan hátt“

Anna Kristín Kristinsdóttir, nemandi MPM námsins, stendur fyrir framan Reykjavík Excursions rútur þar sem hún er verkefnastjóri á mannauðs- og gæðasviði

Anna Kristín Kristinsdóttir

„Ég tel að námið muni gera mig samkeppnishæfari á vinnumarkaðnum enda nýtast þessir eftirsóttu þættir í öllum fyrirtækjum og á öllum stigum stjórnunar“

MPM - Master of project management

Ólafur Árnason

„Námið hefur farið fram úr væntingum mínum varðandi þjálfun okkar í samskiptum og leiðtogafærni.“

Ósk Sigurðardóttir

Ósk Sigurðardóttir

„Hópurinn minn gerði fyrsta heilsu- og meðferðargarð á landinu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra á BUGL.“

Yngvi Rafn Yngvason

Yngvi Rafn Yngvason

„Ég heillaðist ekki bara af fræðilegri nálgun námsins, heldur einnig af þeirri vinnu sem farið er í og varðar mann sjálfan sem manneskju.“


HVERS VEGNA MPM?

Lego verkefni í MPM náminu

Persónulegur þroski

Nemendur kynnast ýmsum nálgunum í sálfræði. Kennt er hvernig auka má þroska með því að efla skapandi hugsun, siðræna hugsun og rökhugsun. Félagssálfræði er beitt til að skilja eðli hópa, teyma og skipulagsheilda. Jafnframt er þjálfunaraðferðum beitt til að auka samskiptafærni, félagsgreind og félagsþroska nemenda og auka þannig færni þeirra í að takast á við krefjandi verkefni í lífi og starfi.

Um námið

Mynd af tússtöflu þar sem stendur „Persónulegur þroski“ og „Fagleg þróun“. Andlit í prófíl sést fyrir framan töfluna, en úr fókus.

Fagleg þróun

Nemendur fá tækifæri til að vinna að faglegri þróun sinni óháð því úr hvaða fagi, starfi eða starfsumhverfi þeir koma. Þverfagleg efnistök gera það að verkum að nemendur kynnast hugmyndum, verkfærum og aðferðum sem þeir geta notað á sínum sérsviðum, til að skipta um starfsvettvang eða takast á við nýjar áskoranir og aukna ábyrgð.

Að námi loknu

Hópmynd úr MPM náminu 2017

Öflugt tengslanet

Nemendur njóta sterkra tengsla MPM-námsins við íslenskt atvinnulíf. Þeir vinna fjölbreytt verkefni sem tengjast íslenskum félögum, fyrirtækjum og stofnunum þar sem þeir þurfa að setja sig í spor stjórnenda við margs konar ákvarðanatöku. Gestafyrirlesarar ræða reynslu sína og kynna hugmyndir og nemendur fara í heimsóknir til félaga, fyrirtækja og stofnana. 

Nemendasamfélagið

Meira um okkur