Hagnýtt stjórnendanám

MPM (Master of project management) námið er alþjóðlega vottað 90 ECTS háskólanám á meistarastigi innan tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Námið er stjórnunar- og leiðtoganám með sérstakri áherslu á stjórnun umfangsmikilla verkefna (e. projects), verkefnaskráa (e. project portfolios) og verkefnastofna (e. programmes). Námið býr nemendur undir að stjórna fyrirtækjum, félögum, stofnunum og teymum.  

IPMA logoÞó að heiti MPM námsins skírskoti til verkefnastjórnunar þá er MPM náminu ætlað að stórauka almenna stjórnunarþekkingu, færni og getu nemenda og þjálfa þá í að beita jafnt tæknilegum stjórnunaraðferðum og leiða teymi og skipulagsheildir af öllu tagi.  

Árangursrík stjórnunaraðferð 

APM logoVerkefnastjórnun er markviss stjórnunaraðferð sem miðar að því að framkvæma og koma hlutum í verk. Verkefnin geta verið nýsköpun, innleiðing, breytingar, rannsóknir, þróun á vöru og þjónustu, verklegar framkvæmdir eða menningarviðburðir. Vaxandi fjöldi fyrirtækja og stofnana tekur meðvitaða ákvörðun að halda utan um þorra viðfangsefna sinna með aðferðum verkefnastjórnunar. Aðferðir sem kenndar eru í MPM námi mæta því aukinni alþjóðlegri eftirspurn á öllum sviðum athafnalífsins. Þeir sem hafa lokið MPM-námi starfa meðal annars sem faglegir verkefnastjórar með stjórnunarábyrgð, sem stjórnendur rammaáætlana og verkefnastofna, sem framkvæmdastjórar og ráðgjafar. Þeir geta starfað á vettvangi iðnaðar og framleiðslu, á vettvangi menningar og lista, í þjónustu, í fjármálum, á sviði vísinda- og tækni, á sviði hjálpar- og þróunarstarfs og við margháttaða ráðgjöf, mat og eftirlit.

Alþjóðleg vottun

MPM – námið er alþjóðlega vottað nám af Samtökum um verkefnastjórnun í Bretlandi (APM). Í umsögn APM segir að um sé að ræða fyrirmyndarnám (e. best practice) á háskólastigi í faglegri verkefnastjórnun.

Umsagnir nemenda

Hafdís Huld Björnsdóttir

Hafdís Huld Björnsdóttir, sérfræðingur hjá VÍS

MPM námið hefur eflt mig til mikilla muna og djúp innsýn í mannlega þætti stjórnunar hefur gert mér kleift að takast á við krefjandi verkefni í starfi og einkalífi.


Fara á umsóknarvef