Námið
Rannsóknir
HR

14. febrúar 2024

Alþjóðleg tækifæri kynnt á Alþjóðadegi HR

Alþjóðadagur HR var haldinn fimmtudaginn 8 febrúar.  Viðburðurinn er haldinn á hverri önn til þess að kynna alþjóðleg tækifæri fyrir nemendur HR. Þar má nefna skiptinám, styrki og framhaldsnám erlendis.  Það var mikið um að vera og margir sem lögðu hönd á plóg til að miðla upplýsingum um alþjóðleg tækifæri fyrir nemendur HR.  

Íslenskir nemendur sem farið hafa í skiptinám og mentorar HR voru til viðtals ásamt fulltrúum alþjóðaskrifstofunnar. Erlendir skiptinemar við HR buðu gestum upp á mat frá heimalöndum sínum og gáfu upplýsingar um þá skóla sem þeir koma.  

Fulltrúar frá samstarfnetinu NeurotechEU tóku þátt í að kynna háskólanetið sem HR tekur þátt í að byggja upp. Auk margs konar ávinnings fyrir akademískt starf HR þá fá nemendur HR aukin tækifæri á að fara í skipti- og starfsnám innan netsins.  

Sendiráð eftirfarandi landa voru á staðnum og gáfu upplýsingar um framhaldsnám og styrkmöguleika: Frakklands,  Þýskalands,  Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar,  Finnlands, Japan, Kanada og Póllandi. 

Rannís sendi fulltrúa Erasmus+ og Nordplus og Konfúsíusarstofnunin var með fríðan flokk í fallegum búningum. Fleiri góðir gestir mættu og má þar nefna ESB á Íslandi, Fulbright á Íslandi og Snorrasjóður.  

//

The International Day of Reykjavik University took place Thursday, February 8th. The event takes place each semester to present international opportunities for RU students. This includes exchange programs, scholarships, and further studies abroad. 

RU students who have participated in exchange programs from RU and mentors were present and gave insight into their experience as exchange students and mentors.  International exchange students at RU offered traditional food from their home countries and provided information about their home universities.  

RU representatives from the European network, NeurotechEU, participated in promoting the university network. In addition to benefits for academic cooperation, students will have more opportunities to participate in different forms of mobilities and traineeships within the network. 

We were happy to welcome representatives from the following embassies in Iceland: France, Germany, Denmark, Norway, Sweden, Finland, Japan, Canada, and Poland as well as the EU delegation in Iceland.  Fulbright Iceland and the Snorri Foundation were also present.  

Rannís - the Icelandic Research Fund represented the Erasmus+ and other opportunities for funding during mobility.  The Confucius Institute in Iceland had a delightful presence with beautiful costumes.  

Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir