Þekking fyrir samfélagið
Miðlun þekkingar
Ráðstefnur og gestafyrirlestrar eru viðamikill þáttur af starfssemi Háskólans í Reykjavík. Slíkir viðburðir eru alla jafna opnir almenningi og hugsaðir bæði til að miðla þekkingu til samfélags og nemenda. Meðal nýlegra viðburða má nefna ráðstefnu um kynferðisbrot gegn drengjum sem haldin á vegum Lagadeildar, opinn hádegisviðburður á vegum íþróttafræðideildar HR og Golfsambands Íslands og nýsköpunarmót álklasans.

Í deiglunni

Sérfræðiþekking vísindafólks og kennara innan Háskólans í Reykjavík er yfirgripsmikil og við skólann starfar fjöldi fólks úr atvinnulífinu sem þekkir til helstu verkefna og áskorana hverju sinni. Sem álitsgjafar og þátttakendur í samfélagsumræðu í fjölmiðlum, ráðstefnum og öðrum viðburðum leggja þeir sitt lóð á vogarskálarnar við uppbyggingu samfélags þar sem þekking, sjálfbærni og umhyggja fyrir samfélaginu fer hönd í hönd.
Nýjungar í atvinnulífinu
Við Háskólann í Reykjavík er í boði verkleg kennsla, starfsnám og lausnamiðað nám þar sem áhersla er lögð á tengingu við atvinnulíf og samfélag með raunhæfum verkefnum. Frá Háskólanum í Reykjavík útskrifast nemendur sem eru í stakk búnir til að takast á við nútíma atvinnulíf og þeim áskorunum sem því fylgir.
Háskólinn í Reykjavík á um leið sinn þátt í ýmsum nýjungum í atvinnulífinu s.s. tækni, nýjustu stjórnarháttum og notkun tækni í opinberum innviðum m.a. innan dómskerfisins og heilbrigðisþjónustu. Þá hafa fjöldi sprotafyrirtækja sprottið upp úr verkefnum nemenda við HR og með þeim fyrirtækjum orðið mikilvæg framþróun á ýmsum sviðum atvinnulífsins.
