HR sprotar
Vilt þú stofna fyrirtæki!
Háskólinn í Reykjavík styður við starfsfólk sem vill þróa viðskiptahugmyndir byggðar á rannsóknum sínum og stofna sprotafyrirtæki. Sprotastefna HR skapar umgjörð um sprotafyrirtæki sem stofnuð eru í samstarfi við HR.
Ákveði starfsfólk HR að stofna sprotafyrirtæki sem t.d. nýtir þekkingu, rannsóknir eða verkefni sem unnin hafa verið innan skólans ber starfsfólki að tilkynna hugverkaráði HR um fyrirhugaða stofnun. Almennt eignast HR 10% eignarhlut í sprotafyrirtækjum. Framlag skólans fyrir eignarhlutinn felur meðal annars í sér sveigjanleika fyrir starfsfólk til að vinna að sprotafyrirtækinu, aðgang að aðstöðu og tækjabúnaði, nýtingu þekkingar og verkefna sem ekki falla undir hugverkastefnuna, einkanytjaleyfi gegn sanngjarnri þóknun, og aðgang að tiltekinni þjónustu.
HR á hlut í sex fyrirtækjum: 3Z, Careflux, DTE, Heila Labs, Tiro og Videntifier en nánari upplýsingar um þau má finna hér að neðan.
