Námið
Rannsóknir
HR

Í Háskólanum í Reykjavík er sjálfbærni höfð til grundvallar við ákvarðanatöku í kennslu, rannsóknum og rekstri þannig að áhrif skólans á sjálfbærni séu augljós og um leið hvatning til að gera betur.

Sjálfbærninefnd HR fylgir eftir stefnu háskólans um sjálfbærni og er ráðgefandi við framkvæmd hennar og endurskoðun.

Sjálfbærninefnd HR

Fylgir eftir stefnu háskólans um sjálfbærni þannig að til nefndarinnar megi sækja upplýsingar um stöðu og áhrif kennslu, rannsókna og rekstrar á sjálfbærni með hliðsjón af viðmiðum UFS (umhverfi, félagslegir þættir, stjórnarhættir).

Sér til þess að upplýsingar um sjálfbærni séu aðgengilegar og leiðbeinandi við daglega ákvarðanatöku í rekstri og í kjarnastarfsemi skólans.

Minnir á að Háskólinn í Reykjavík hefur alltaf áhrif á sjálfbærni í gegnum kennslu, rannsóknir, viðburði, atvinnulíf og samfélag.

Í sjálfbærninefnd HR sitja:

  • Sviðsforseti samfélagssviðs (formaður)
  • Verkefnastjóri af skrifstofu rektors (ritari)
  • Sjö starfsmenn frá akademískum deildum (einn skipaður af hverri deild)
  • Fjórir starfsmenn af stoðsviðum
  • Einn starfsmaður frá Opna háskólanum
  • Tveir nemendur HR
Fara efst