Námið
Rannsóknir
HR

Vitinn

Hugmyndasamkeppni SFS og HR

Vitinn er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og hefur verið haldin árlega síðan árið 2015. Keppnin er opin öllum nemendum HR, þvert á deildir í grunnnámi og/eða meistaranámi. 

Skráningarfrestur rennur út á miðnætti 14. janúar

Keppt er í 2-5 manna liðum og æskilegt er að liðin séu kynjablönduð. Vitinn stendur yfir í þrjá daga og á þriðja degi kynna liðin hugmynd sína fyrir dómnefnd.  Að því loknu fer fram móttaka fyrir nemendur í Sólinni þar sem boðið verður upp á veitingar á meðan beðið er eftir niðurstöðum dómnefndar.

Vitinn er vettvangur þess að: 

  • Leysa verkefni fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi
  • Þróa og setja fram hugmynd á þremur dögum
  • Kynna hugmynd fyrir dómnefnd
  • Njóta aðgangs að sérfræðingum úr sjávarútvegi og öðrum geirum atvinnulífsins
  • Fá útrás fyrir sköpunargleðina
Ertu með spurningu?
Hrafntinna Viktoría Karlsdóttir
Verkefnastjóri atvinnulífstengsla og sjálfbærni

Vitinn

Dagskrá Vitans

Vitinn stendur yfir í þrjá daga. Á miðnætti aðfaranótt 23. janúar fá lið áskorun afhenta með tölvupósti. Í hádeginu þann 23. janúar er setningarathöfn Vitans. Liðin setja fram hugmynd sína fyrir dómnefnd á laugardeginum 25. janúar.

Dagskrá Vitans 2025

Fimmtudagur 23. janúar

  • Kl. 12.00 – 13.30 Setningarathöfn keppninnar - Stofa M102
  • Kl. 13.30 Kaffi og spjall

Föstudagur 24. janúar

Engin formleg dagskrá.

Laugardagur 25. janúar

  • Kl. 11:00 Skilafrestur á lausnum á atvinnulif@ru.is
  • kl. 13:00 Kynningar fyrir dómnefnd - Stofa M101– Hver kynning má ekki vera lengri en 10 mínútur. Liðin fá ekki að fylgjast með öðrum kynningum, heldur bíða frammi þar til röðin kemur að þeim.
  • kl. 16:30 Kokteill í Sólinni
  • Kl. 17:00 Verðlaunaafhending – Sólin

Af hverju taka þátt?

Sigurvegarar Vitans fara fyrir hönd HR á sjávarútvegssýninguna í Boston.

  • Sigurvegarar Vitans fara fyrir hönd HR á sjávarútvegssýninguna í Boston þar sem þeirra bíður skipulögð dagskrá.
  • Leystu verkefni fyrir alvöru fyrirtæki
  • Þróaðu og settu fram hugmynd á þremur dögum
  • Kynntu hugmynd fyrir dómnefnd
  • Fáðu útrás fyrir sköpunargleðina
  • Settu þetta „extra“ á ferilskrána þína
  • Farðu í fjögurra daga ferð til Boston – án þess að þurfa að borga flug og hótel

Liðin

Allt að fimm þátttakendur geta verið saman í liði og æskilegt er að lið séu kynjablönduð. Lið geta skráð sig til leiks fyrir miðnætti, 14. janúar.

Keppnir fyrri ára

Vitinn hét áður Hnakkaþon. Keppnin hefur verið haldin árlega frá árinu 2015. Í hvert skipti hafa keppendur þurft að takast á við mismunandi úrlausnarefni. Hér er hægt að lesa um áskoranir fyrri ára, viðtöl við vinningslið og horfa á myndbönd sem gefa innsýn í það hvernig er að taka þátt í Vitanum.

Vinningslið Vitans 2023 var „MAR”.

Ertu með spurningu?
Hrafntinna Viktoría Karlsdóttir
Verkefnastjóri atvinnulífstengsla og sjálfbærni
Fara efst