Eftirlit með gæðum náms, kennslu og rannsókna
Í IV. kafla laga um háskóla nr. 63/2006 er gert grein fyrir því hvernig eftirliti með gæðum kennslu og rannsókna skuli háttað og er nánari útfærsla í reglum nr. 1165/2024. Ráðherra falið Gæðamati háskóla að fylgja eftir þessu eftirliti.
Gæðamat háskóla hefur þróað rammaáætlun um eflingu gæða í íslenskum háskólum (QEF). Samkvæmt rammaáætlun skal reglulega fara fram kerfisbundið mat á gæðum háskólastarfs á Íslandi. Matið felst meðal annars í innra mati háskólanna á faglegri starfsemi sinni og ytra mati þar sem framkvæmdin er á vegum Gæðamats háskóla.
Fyrsta lota rammaáætlunarinnar stóð yfir árin 2010-2016, QEF1, önnur lota tímabilið 2017-2023, QEF2, og sú þriðja 2024-2029, QEF3. Matsskýrslur, eða útdrættir úr þeim, skulu háskólar birta opinberlega.
- Árleg gæðaskýrsla HR
- Skýrslur tengdar QEF2
- Útdrættir úr sjálfsmatsskýrslum deilda
- Íþróttafræðideild – útdráttur úr sjálfsmatsskýrslu 2021
- Lagadeild – útdráttur úr sjálfsmatsskýrslu 2021
- Viðskiptadeild - útdráttur úr sjálfsmatsskýrslu 2021
- Sálfræðideild – útdráttur úr sjálfsmatsskýrslu 2021
- Tölvunarfræðideild - útdráttur úr sjálfsmatsskýrslu 2022
- Iðn- og tæknifræðideild - útdráttur úr sjálfsmatsskýrslu 2022
- Verkfræðideild - útdráttur úr sjálfsmatsskýrslu 2022