Kennsluþróun
Kennsluþróun Háskólans í Reykjavík fer með sameiginleg málefni er varða nám og kennslu við skólann. Sviðið fer með ábyrgð á kennslumálum almennt við skólann, gæðamálum, kennsluráðgjöf og kennsluþróun. Kennsluþróun veitir starfsfólki og stjórnendum skólans faglega ráðgjöf og stuðning við þróun kennsluhátta.
Kennsluráðgjöf
Kennsluráðgjafar veita ráðgjöf og stuðning í tengslum við kennslu og þróun kennsluhátta, svo sem varðandi hönnun námskeiða, gerð hæfniviðmiða og varðand námsmat og endurgjöf. Kennsluráðgjafar bjóða upp á fræðslu fyrir minni og stærri hópa. Erindi vegna kennsluráðgjafar berist á kennslusvid@ru.is
Canvas ráðgjöf
Erindi vegna Canvas berist á canvas@ru.is
DigiExam ráðgjöf
Erindi vegna DigiExam berist á kennslusvid@ru.is
Stafræn námsefnisgerð (upptökur)
Kennslusvið í samstarfi við Samskiptasvið og Upplýsingatæknisvið býður upp á ráðgjöf og aðstoð í tengslum við framleiðslu á stafrænu kennsluefni. Erindi vegna upptökumála berist á studio@ru.is
Starfsfólk deildarinnar
Kennsluþróun býður upp á mikla sérfræðiþekkingu og er starfsfólk deildarinnar hvert með sitt sérsvið. Hér fyrir neðan má fá frekari upplýsingar um sérþekkingu starfsfólks kennsluþróunar.