Námið
Rannsóknir
HR

Hagnýting rannsókna

Hugverk og sprotafyrirtæki

Stefnur

Háskólinn í Reykjavík leggur áherslu á að styðja við nýsköpun og tryggja að hugverk sem verða til innan háskólans nýtist á sem bestan hátt. Með því að skýra eignarhald, vernd og hagnýtingu hugverka leitast HR við að skapa umhverfi sem hvetur til sköpunar, þróunar og verðmætaaukningar.

Hugverkaréttindastefna HR veitir starfsfólki skýrar leiðbeiningar um hvernig meðhöndla skuli hugverk sem verða til í rannsóknum. Stefnan tryggir að bæði háskólinn og starfsfólk njóti ávinnings af þróun nýrrar þekkingar, en um leið að hugverk séu hagnýtt með ábyrgum og gagnlegum hætti fyrir samfélagið.

Sprotastefna HR skapar umgjörð um stuðning og skýrir fyrirkomulag við stofnun HR sprotafyrirtækja. Ákveði starfsmaður að stofna sprotafyrirtæki í samstarfi við HR þá fær viðkomandi/fyrirtækið ýmsan stuðning t.d. sveigjanleika, aðstöðu og ráðgjöf auk þess sem Auðna tæknitorg aðstoðar við þróun viðskiptahugmyndar og kemur á tengslum við sérfræðinga og fjárfesta. Framangreint getur auðveldað sprotafyrirtæki að taka fyrstu skrefin í sinni vegferð. Með sprotastefnunni vill HR ýta undir að rannsóknir og nýsköpun leiði til raunverulegra lausna sem skila samfélagslegum og efnahagslegum ávinningi. Upplýsingar um sprotafyrirtæki HR má finna hér.

Starfsfólk HR er hvatt til að kynna sér þessi stefnumál og nýta sér þau úrræði sem eru í boði.

Hugverkaráð

Hugverkaráð HR hefur umsjón með hugverkaréttindastefnu og sprotastefnu HR. Ráðið starfar í umboði rektors að vernd og hagnýtingu hugverka og stofnun sprotafyrirtækja og í samstarfi við aðstoðarrektor rannsókna, nýsköpunar og atvinnulífstengsla. Hér má finna erindisbréf ráðsins.

Verkefni hugverkaráðs eru m.a. móttaka tilkynninga um hugverk og stofnun sprotafyrirtækja, ákvörðunarvald um; framsal og afsal hugverka, innlögn og ferli einkaleyfisumsókna/hugverka, hagnýtingu hugverka, aðild að sprotafyrirtækjum, og efni samninga er varðar hugverk og hagnýtingu. Í erindisbréfi ráðsins er að finna nánari lýsingu á verkefnum ráðsins.

Í hugverkaráði eiga sæti:

Ásgeir Ásgeirsson, deildarforseti tæknifræðideildar
Hallur Þór Sigurðarson, lektor við viðskipta- og hagfræðideild
Tatjana Latinovic, framkvæmdastjóri hugverkadeildar Össurar

Með ráðinu starfar Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir, hugverkasérfræðingur á háskólaskrifstofu.

Trúnaður gildir um starf hugverkaráðs.

Tilkynning

Hér getur þú tilkynnt hugverkaráði um hagnýtanlegt hugverk (uppfinningu, rannsókn eða verkefni) á grundvelli hugverkaréttindastefnu HR og fyrirhugaða stofnun HR sprota á grundvelli sprotastefnu HR.

Spurningar og svör

Fara efst