Framkvæmdaráð
Framkvæmdaráð
Hlutverk framkvæmdaráðs er að gæta hagsmuna háskólans í heild og vera vettvangur samráðs og ákvarðana um lykilþætti í starfseminni, þ.m.t. reglur, stefnur, fjármál og gæði.
Dagskrárliðir eru fyrst kynntir á fundi framkvæmdaráðs til umræðu og síðan teknir til samþykktar á öðrum fundi. Einnig eru tekin til kynningar málefni sem gott er talið að kynna fyrir framkvæmdaráði og eru þess eðlis. Hér má finna starfsreglur framkvæmdaráðs.
Fundargerðir framkvæmdaráðs eru birtar á Orion.
Framkvæmdaráð skipar rektor, sviðsforsetar, deildarforsetar, framkvæmdastjóri rekstrar og mannauðsstjóri. Auk þess sitja fundinn formenn náms- og rannsóknarráðs og formaður SFHR. Allir fundarmenn hafa atkvæðis- og tillögurétt en þegar kemur að umræðu um fjármál víkja formenn náms- og rannsóknarráðs auk fulltrúa nemenda.
Dr. Ragnhildur Helgadóttir
Rektor Háskólans í Reykjavík
Dr. Bryndís Björk Ásgeirsóttir
Sviðsforseti samfélagssviðs
Dr. Ólafur Eysteinn Sigurjónsson
Sviðsforseti tæknisviðs
Dr. Hafrún Kristjánsdóttir
Deildarforseti íþróttafræðideildar
Dr. Henning Arnór Úlfarsson
Deildarforseti tölvunarfræðideildar
Ásgeir Ásgeirsson
Deildarforseti tæknifræðideildar
Dr. Gunnar Þór Pétursson
Deildarforseti lagadeildar
Dr. Stefan Wendt
Deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar
Dr. Ármann Gylfason
Deildarforseti verkfræðideildar
Dr. Kamilla Rún Jóhannsdóttir
Deildarforseti sálfræðideildar
Ester Gústafsdóttir
Mannauðsstjóri
Jón Haukur Arnarson
Framkvæmdarstjóri rekstrar
Hanna Steinunn Steingrímsdóttir
Formaður námsráðs
Sigurður Ingi Erlingsson
Formaður rannsóknarráðs
Formaður SFHR situr einnig fundi framkvæmdaráðs.
Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri háskólaskrifstofu er ritari framkvæmdaráðs.