Námið
Rannsóknir
HR

Notendaþjónusta upplýsingatæknisviðs (UTS) er með upplýsingaborð í Sólinni. Notendaþjónustan er opin virka daga milli 9:00-16:00.

Reglur fyrir nemendur um notkun tölvuumhverfis HR

Nemendur skulu við notkun tölvuumhverfis HR fylgja notkunarskilmálum RHnets og reglum HR um tölvunotkun.

Helstu atriði fyrir nemendur eru:

  • Tölvuumhverfi HR (tölvur, net, kerfi, skýjaþjónustur o.fl.) er fyrst og fremst til náms, rannsókna og verkefna tengdu HR.
  • Nemendur fá auðkenni (notendanafn og lykilorð) sem er persónubundið. Óheimilt er að deila því með öðrum og nemendur bera ábyrgð á leynd þess.
  • Nemendur skulu gæta að öryggi auðkenna, læsa tækjum þegar þau eru látin eftir og nota ekki sama lykilorð í öðrum kerfum (t.d. samfélagsmiðlum).
  • Óheimilt er að setja upp hugbúnað eða breyta uppsetningu á tölvum og búnaði í eigu HR nema með heimild UT.
  • Nemendum er óheimilt að nota tölvuumhverfi HR til að nálgast, vista eða miðla ólöglegu eða ósiðlegu efni, brjóta á höfundarrétti eða senda hótandi, hatursfullt eða meiðandi efni.
  • Meðferð matvæla og drykkja í tölvuverum skal vera í samræmi við reglur um aðstöðu skólans.
  • HR fylgist með notkun nets og búnaðar að því marki sem nauðsynlegt er vegna öryggis og rekstrar.
  • Vakni grunur um öryggisatvik (t.d. ef smellt er á vafasaman tengil eða opnað viðhengi með óværu) skal tafarlaust hafa samband við UT á help@ru.is.
  • Við námslok er aðgangur að tölvukerfum og netfangi nemenda lokaður eftir tiltekinn tíma og gögn á vinnusvæðum og pósthólfi geta verið eydd í framhaldinu.

Brot á þessum reglum geta leitt til tímabundinnar eða varanlegrar lokunar á aðgangi að tölvuumhverfi HR og, ef um alvarleg eða endurtekin brot er að ræða, til áminningar eða brottvísunar úr námi.

Fara efst