Upplýsingatækni
Notendaþjónusta upplýsingatæknisviðs (UTS) er með upplýsingaborð í Sólinni. Notendaþjónustan er opin virka daga milli 9:00-16:00.
- Ýmsar gagnlegar upplýsingar er að finna á vef UTS http://help.ru.is
- Beiðnir má senda á help@ru.is.
- Neyðarsími tölvuþjónustu er 599 6250.
Reglur fyrir nemendur um notkun tölvuumhverfis HR
Nemendur skulu við notkun tölvuumhverfis HR fylgja notkunarskilmálum RHnets og reglum HR um tölvunotkun.
Helstu atriði fyrir nemendur eru:
- Tölvuumhverfi HR (tölvur, net, kerfi, skýjaþjónustur o.fl.) er fyrst og fremst til náms, rannsókna og verkefna tengdu HR.
- Nemendur fá auðkenni (notendanafn og lykilorð) sem er persónubundið. Óheimilt er að deila því með öðrum og nemendur bera ábyrgð á leynd þess.
- Nemendur skulu gæta að öryggi auðkenna, læsa tækjum þegar þau eru látin eftir og nota ekki sama lykilorð í öðrum kerfum (t.d. samfélagsmiðlum).
- Óheimilt er að setja upp hugbúnað eða breyta uppsetningu á tölvum og búnaði í eigu HR nema með heimild UT.
- Nemendum er óheimilt að nota tölvuumhverfi HR til að nálgast, vista eða miðla ólöglegu eða ósiðlegu efni, brjóta á höfundarrétti eða senda hótandi, hatursfullt eða meiðandi efni.
- Meðferð matvæla og drykkja í tölvuverum skal vera í samræmi við reglur um aðstöðu skólans.
- HR fylgist með notkun nets og búnaðar að því marki sem nauðsynlegt er vegna öryggis og rekstrar.
- Vakni grunur um öryggisatvik (t.d. ef smellt er á vafasaman tengil eða opnað viðhengi með óværu) skal tafarlaust hafa samband við UT á help@ru.is.
- Við námslok er aðgangur að tölvukerfum og netfangi nemenda lokaður eftir tiltekinn tíma og gögn á vinnusvæðum og pósthólfi geta verið eydd í framhaldinu.
Brot á þessum reglum geta leitt til tímabundinnar eða varanlegrar lokunar á aðgangi að tölvuumhverfi HR og, ef um alvarleg eða endurtekin brot er að ræða, til áminningar eða brottvísunar úr námi.