Samstarf við MIT
Háskólinn í Reykjavík hefur umsjón með samstarfssamningi íslenskra fyrirtækja sem eru meðlimir Icelandic Innovation Partners við MIT (Massachusetts Institute of Technology) háskólann í Boston.
MIT Industrial Liaison Program (ILP) er samstarf stofnana og fyrirtækja sem hafa áhuga á langtíma stefnumótandi samskiptum, við MIT og hvert annað. Innan ILP eru alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir úr öllum geirum, sem eiga það sameiginlegt að láta sig varða menntun og rannsóknir er hafa áhrif um heim allan.

Mikill ávinningur
Ávinningur fyrirtækja er mikill þegar kemur að samstarfi við háskóla. Einn partur af sjálfbærni fyrirtækja er að kynnast helstu nýjungum á sviði tækni, orku- og loftslagsmála, samfélagsmála og mannauðs þar sem háskólar spila einnig lykilhlutverk. Frumkvöðlastarfsemi, nýjustu rannsóknir, hugmyndavinna, menntun og tækniframfarir eru stór partur af uppsprettu háskólasamfélagsins í HR. Fyrir samstarfsfyrirtæki er aðgangur að slíkri þekkingu og samvinnu hluti af framþróun fyrirtækja í ljósi þeirra áskorana sem alþjóðasamfélagið stendur frammi fyrir í dag.
Víðtækur aðgangur að þekkingu og færni
Meðlimir ILP fá sendar upplýsingar um nýjungar, rannsóknir og þróunarverkefni sem verið er að vinna að og tengjast þörfum íslenskra fyrirtækja. Meðlimir ILP fá sendar upplýsingar um nýjungar, rannsóknir og þróunarverkefni sem verið er að vinna að og tengjast þörfum hvers fyrirtækis.
Þau fyrirtæki sem aðild hafa að Icelandic Innovation Partners eru einnig partur af umfangsmeira samstarfi við Háskólann í Reykjavík og viðkomandi fyrirtækja. Með þessu samstarfi er fléttað saman sterkum tengslum atvinnulífs, HR og mest leiðandi vísindamanna í heiminum. Hér er tækifæri til þekkingaröflunar og nýsköpunar fyrir íslensk fyrirtæki. Samstarf við Háskólann í Reykjavík felur í sér sameiginlegt virði fyrir viðkomandi fyrirtæki svo sem í gegnum nemendaverkefni, starfsnám, viðburði eða rannsóknasetur. Forsenda fyrir aðild að MIT samstarfinu er því formlegt samstarf á milli HR og íslensks fyrirtækis.
Ávinningur af samstarfi við MIT
Fulltrúar frá MIT eru fengnir hingað til lands til að halda fyrirlestra og/eða vinna sértækt með fyrirtækjum auk þess sem hægt er að senda fulltrúa til Boston til funda og ráðagerða með sérfræðingum. Slíkar málstofur eru sérsniðnar þörfum íslensku fulltrúanna og nýtast til dæmis til að styrkja stefnumótun, kynnast því sem er að gerast í rannsóknum og tækni eða til að skoða nýjar aðferðir við stjórnun fyrirtækja. Aðgangur opnast að nýjungum í tækni og stjórnun, svo og rannsóknum og greiningum sem verið er að vinna, auk þess sem möguleiki er á að leita ákveðinna lausna og jafnvel fá MIT nema til starfa. Fyrirtæki fá aðgang að viðburðum sem skipulagðir eru á vegum MIT og geta einnig fengið sendar rannsóknarniðurstöður og skýrslur eftir þörfum og óskum.

MIT - Massachusetts Institute of Technology
- Einn fremsti háskóli heims og einn besti tækniháskólinn
- Miðstöð nýsköpunar og þar eru menntun og rannsóknir í hæsta gæðaflokki
- Þekkingarbrunnur
- Nýjasta tækni og innsýn í framtíð
MIT – Industry Liaison Program
- Tengir atvinnulíf og MIT
- Yfir 200 stórfyrirtæki um allan heim
- Ráðstefnur og viðburðir
- Nýjasta þekking
- Sérsniðnir fundir
- Aðgengi að viðburðum
- Aðgengi að gögnum
- Afsláttur á menntun
- Heimsóknir sérfræðinga MIT til Íslands
- Umhverfi MIT
- Nemendur MIT
- Sprotafyrirtæki, frumkvöðlastarf og nýsköpun
- Auðvelt aðgengi að öllum auðlindum MIT (sérfræðingum, rannsakendum, rannsóknarstofum)