Nemendaskrá og námsmat
Nemendaskrá og námsmat Háskólans í Reykjavík fer með sameiginleg málefni er varða nám og kennslu við skólann. Sviðið fer með ábyrgð á kennslumálum almennt við skólann, gæðamálum, kennsluráðgjöf og kennsluþróun. Kennsluþróun veitir starfsfólki og stjórnendum skólans faglega ráðgjöf og stuðning við þróun kennsluhátta.
Námsmatsmál
Öll umsýsla vegna lokanámsmats námskeiða fer fram hjá Nemendaskrá og námsmat. Erindi vegna lokanámsmats berist á prof@ru.is
Nemandi sem hefur ekki staðist skriflegt lokanámsmat og unir ekki mati kennara getur kært matið til námsmatsstjóra. Skal kæran lögð fram skriflega innan þriggja virkra daga frá próf- eða verkefnasýningu. Erindi þess efnis berist á prof@ru.is
Nemendaskráning
Erindi vegna skráningu nemenda, nýskráningar og skráning í námskeið berist á nemendaskra@ru.is
Starfsfólk deildarinnar
Nemendaskrá og námsmat býður upp á mikla sérfræðiþekkingu og er starfsfólk deildarinnar hvert með sitt sérsvið. Hér fyrir neðan má fá frekari upplýsingar um sérþekkingu starfsfólks kennsluþróunar.