Persónuverndarstefna HR
Persónuverndarstefnu þessari er ætlað að upplýsa einstaklinga um hvaða persónuupplýsingar skólinn safnar um þá, með hvaða hætti skólinn nýtir slíkar persónuupplýsingar og hverjir fá aðgang að upplýsingunum.
Háskólinn í Reykjavík (einnig vísað til sem „HR“ eða „skólinn“) hefur einsett sér að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi þeirra persónuupplýsinga sem skólinn vinnur. Persónuverndarstefnu þessari er ætlað að upplýsa einstaklinga um hvaða persónuupplýsingar skólinn safnar um þá, með hvaða hætti skólinn nýtir slíkar persónuupplýsingar og hverjir fá aðgang að upplýsingunum. Í stefnunni er sameiginlega vísað til skráðra einstaklinga sem „þú“ eða „þín“, eftir því sem við á.
Skólinn skuldbindur sig til þess að öll vinnsla á persónuupplýsingum sé lögleg, sanngjörn og gagnsæ. Upplýsingum verði aðeins safnað í tilteknum, sérstökum og lögmætum tilgangi og að söfnun og vinnsla gangi ekki lengra en þörf krefur miðað við tilgang vinnslunnar. Vinnsla skal í öllum tilvikum vera nægileg, viðeigandi og takmörkuð við það sem nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslunnar.
Í viðaukum við persónuverndarstefnu þessa má nálgast ítarlegri upplýsingar um vinnslu skólans á persónuupplýsingum.
- Tilgangur og lagaskylda
Skólinn leitast við að uppfylla í hvívetna persónuverndarlöggjöf og er stefna þessi byggð á lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“). Skólinn kemur fram sem ábyrgðaraðili þeirra persónuupplýsinga sem unnið er með, nema annað sé tekið fram. - Hvað eru persónuupplýsingar?
Persónuupplýsingar í skilningi stefnu þessarar eru hvers kyns upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling, þ.e. upplýsingar sem hægt er að rekja beint eða óbeint til ákveðins einstaklings. Gögn sem eru ópersónugreinanleg teljast ekki persónuupplýsingar. - Hvernig er öryggi persónuupplýsinga tryggt?
Skólinn leitast við að grípa til viðeigandi tæknilegra og skipulegra ráðstafana til að vernda persónuupplýsingar, með sérstöku tilliti til eðlis þeirra. Dæmi um slíkar öryggisráðstafanir eru aðgangsstýringar að kerfum þar sem upplýsingar um þig eru vistaðar. Þessum ráðstöfunum er ætlað að vernda persónuupplýsingar gegn því að þær glatist eða breytist fyrir slysni og gegn óleyfilegum aðgangi, afritun, notkun eða miðlun þeirra. - Varðveisla á persónuupplýsingum
Skólinn mun leitast við að varðveita aðeins persónuupplýsingar um þig eins lengi og þörf krefur miðað við tilgang vinnslunnar, nema annað sé heimilt eða skylt samkvæmt lögum.
Þar sem skólinn er skilaskyldur aðili á grundvelli laga um opinber skjalasöfn er skólanum almennt óheimilt að ónýta eða farga nokkru skjali sem fellur undir gildissvið laganna, nema með heimild þjóðskjalavarðar. Almennt eru þær persónuupplýsingar sem skólinn vinnur um þig því afhentar Þjóðskjalasafni að 30 árum liðnum, nema annað sé tekið fram í viðkomandi viðaukum við persónuverndarstefnu þessa.
Þær upplýsingar sem safnast með rafrænni vöktun eru t.a.m. almennt ekki varðveittar lengur en í 30 daga, líkt og nánar er fjallað um í viðeigandi viðauka. - Réttindi þín hvað varðar þær persónuupplýsingar sem skólinn vinnur
Þú átt rétt á að fá aðgang og í ákveðnum tilvikum afrit af þeim persónuupplýsingum sem við vinnum um þig sem og upplýsingar um vinnsluna.
Í einstaka tilvikum kannt þú jafnframt að hafa heimild til að óska eftir því að persónuupplýsingum um þig verði eytt eða að vinnsla þeirra verði takmörkuð. Þá átt þú rétt á að fá persónuupplýsingar þínar leiðréttar, séu þær rangar eða óáreiðanlegar. Því er mikilvægt að þú tilkynnir okkur um allar breytingar sem kunna að verða á persónuupplýsingum þeim sem þú hefur látið okkur í té, á þeim tíma sem við á.
Auk þess kann að vera að þú eigir rétt á afriti af þeim upplýsingum sem þú hefur afhent okkur á tölvutæku formi, eða að við sendum þær beint til þriðja aðila. Þegar við vinnum persónuupplýsingar þínar á grundvelli lögmætra hagsmuna okkar getur þú andmælt þeirri vinnslu.
Framangreind réttindi þín eru þó ekki fortakslaus. Þannig kunna lög eða reglugerðir að heimila eða skylda skólann til að hafna beiðni þinni um að nýta þér umrædd réttindi. - Fyrirspurnir og kvörtun til Persónuverndar
Ef þú vilt nýta þér þau réttindi sem lýst er í 5. gr. í stefnu þessari, eða ef þú hefur einhverjar spurningar um persónuverndarstefnu þessa eða það hvernig við vinnum með persónuupplýsingar þínar, vinsamlegast hafðu samband við persónuverndarfulltrúa skólans sem mun leitast við að svara fyrirspurnum og leiðbeina þér um réttindi þín samkvæmt persónuverndarstefnu þessari. Ef að þú ert ósátt/ur við vinnslu skólans á persónuupplýsingum getur þú sent erindi til Persónuverndar (www.personuvernd.is). - Samskiptaupplýsingar
Við höfum tilnefnt persónuverndarfulltrúa sem hægt er að hafa samband við í gegnum netfangið personuvernd@ru.is eða í síma 599 6200.
Samskiptaupplýsingar skólans:
Háskólinn í Reykjavík
Menntavegi 1
102 Reykjavík - Endurskoðun
Skólinn getur frá einum tíma til annars breytt persónuverndarstefnu þessari í samræmi við breytingar á viðeigandi lögum eða reglugerðum eða vegna breytinga á því hvernig skólinn vinnur með persónuupplýsingar. Verði gerðar breytingar á persónuverndarstefnu þessari verður uppfærð útgáfa af stefnunni birt á vefsíðu skólans og hún eftir atvikum kynnt einstaklingum á annan sannanlegan hátt.
Allar breytingar sem kunna að verða gerðar á stefnunni taka gildi eftir að uppfærð útgáfa hefur verið birt.
Þessi persónuverndarstefna var samþykkt af framkvæmdaráði HR í desember 2018 og síðast endurskoðuð í ágúst 2025.
Síðast endurskoðað af framkvæmdaráði HR í ágúst 2025
Áður endurskoðað af framkvæmdaráði HR í febrúar 2025
Áður endurskoðað af framkvæmdaráði HR í desember 2023
Áður endurskoðað af framkvæmdaráði HR í júní 2023
Áður endurskoðað af framkvæmdaráði HR 19. október 2021
Áður endurskoðað af framkvæmdaráði HR 15. september 2020
Samþykkt af framkvæmdaráði HR í desember 2018