Námið
Rannsóknir
HR

Get ég farið?

Mörgum nemendum HR gefst kostur á að taka eina eða tvær annir við samstarfsskóla og fá námið í gestaskólanum metið sem hluta af námi sínu. Nemendur á öllum námsstigum geta farið í skiptinám.

Viðkomandi þarf þó að hafa lokið 60 ECTS í grunnnámi og uppfylla ákveðin skilyrði um meðaleinkunn. Einnig eru mismunandi skilyrði milli deilda eins og lesa má um á þessari síðu.

Oft er auðveldara að finna námskeið við hæfi í gestaskóla á fjórðu eða fimmtu önn í náminu. 

Doktorsnemar geta farið í skiptinám og t.d. tekið námskeið samhliða vinnu við doktorsverkefni sitt í gestaskóla. Semja ber sérstaklega um skiptinám doktorsnema við gestaskóla. 

Skilyrði eftir deildum

Hvert get ég farið?

Listi yfir samstarfsskóla deilda

Sumarnámskeið

Hægt er að taka sumarnámskeið hjá samstarfsskólum HR. Upplýsingar um þá eru á heimasíðum skólanna og oft eru áhugaverð og spennandi pláss auglýst sérstaklega.

Í sérstökum tilfellum fella samstarfsskólar niður skólagjöld fyrir nemendur frá HR. Í sumum tilfellum er hægt að fá Nordplus styrki til þess að fara í sumarskóla til Norðurlandanna. Frekari upplýsingar má fá hjá alþjóðaskrifstofu.

Ferlið

Undirbúningstíminn

Þessi tími er einn mikilvægasti hlutinn af öllu ferlinu. Þær spurningar sem koma upp og þær ákvarðanir sem þarf að taka geta jafnvel skerpt sýn nemenda á hvaða stefnu þeir vilja taka að loknu námi.

Það er mikilvægt að:

  • Tryggja að skiptinám sé í boði á námsbraut viðkomandi
  • Mæta á kynningar á skiptinámi sem auglýstar eru í upphafi hverrar annar eða skoða kynningu á Canvas
  • Koma í viðtal á alþjóðaskrifstofu
  • Leita upplýsinga á alþjóðadegi HR sem haldinn er í upphafi hverrar annar
Val á skóla

Að velja rétta háskólann er vandasamt og þá þarf að huga að eftirfarandi:

  • Skoða samstarfsskóla viðkomandi deildar
  • Skoða námsframboð sem hentar viðkomandi
  • Hafa í huga að námskeið sem í boði eru séu opin fyrir skiptinema og að þau séu kennd á ensku.
  • Ef stefnt er á að fara í skiptinám til Bandaríkjanna eða Ástralíu, hafið í huga að þið þurfið að taka TOEFL enskupróf. Það gæti tekið tíma að fá niðurstöður úr því prófi, því er gott að taka það um leið og ykkur hefur verið úthlutað plássi
  • Skoða almanakið í viðkomandi skóla (academic calendar) 

Það er ráðlegt að velja sér tvo skóla, einn í aðalval og annan til vara. Til þess að vera viss um að samningur við viðkomandi skóla sé í gildi þá er rétt að fá það staðfest hjá alþjóðaskrifstofu HR.

Umsókn

Umsóknir þurfa að berast á auglýstum umsóknartímum sem eru

  • 20. febrúar fyrir haustönn og allt skólaárið. 
  • 15. september fyrir vorönn.

Umsóknarferlið er tvíþætt: 

  1. Umsókn til HR er fyrsta skrefið. Umsóknarlinkur er sendur á Canvas og tölvupósti. Þegar umsókn til HR hefur verið samþykkt er nemandinn tilnefndur í gestaskóla.
  2. Umsókn í gestaskóla. Nemandi fær leiðbeiningar um hvernig best er að haga umsókninni til gestaskólans.

Húsnæði

Algengt er að starfsfólk alþjóðaskrifstofu aðstoði nemendur við að finna húsnæði, annað hvort á kampus eða á almennum markaði. Hafa ber í huga að þetta er ekki algilt og því mikilvægt að nemendur kynni sér húsnæðismál gestaskóla með góðum fyrirvara.

Kostnaður og styrkir

Nemendur sem fara í skiptinám til samstarfsskóla greiða skólagjöld í HR en ekki í gestaskólanum. Nemandi ber sjálfur annan kostnað sem fellur til í skiptináminu eins og bókakaup, greiðslur í nemendafélög og þess háttar. Gott er að gera kostnaðaráætlun fyrir skiptinámið.

Samstarfsnet

Háskólinn í Reykjavík er aðili að nokkrum norrænum samstarfsnetum sem eykur enn frekar möguleikann á skiptinámi. Hægt er að sækja um Nordplus styrk en styrkurinn er hluti af menntaáætlun Nordplus til að styrkja samvinnu á sviði menntamála á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum með áherslu á gæði og nýsköpun.

Yfirlit yfir samstarfsnet:
  • Nordplus netið er fyrir nemendur í öllum deildum.
  • Nordplus laganet er fyrir nemendur í lagadeild.
  • Norek er fyrir nemendur í viðskiptafræði.
  • Nordtek er fyrir nemendur í tækni- og verkfræðideild.
  • Nordlys er víðtækt net og hentar nemendum í flestum námsgreinum.
Umsóknarfrestur um skiptinám: 
  • 20. febrúar fyrir haustönn og allt skólaárið. 
  • 15. september fyrir vorönn.
Fara efst