Námið
Rannsóknir
HR

Samskipti

Sér um markaðs- og kynningarstarf, almannatengsl, vísindamiðlun, vef, samfélagsmiðla, viðburði, hönnun og útgáfu
Upplýsingamiðlun, markaðsstarf, viðburðir og kynningar

Samskiptasvið ber ábyrgð á ásýnd Háskólans í Reykjavík og sér um stærstan hluta markaðs- og kynningarstarfs, svo sem almannatengsl, vísindamiðlun, vef, samfélagsmiðla, viðburði, hönnun og útgáfu. Sviðið veitir einnig þjónustu og ráðgjöf varðandi kynningarstarf og þekkingarmiðlun einstakra deilda, sviða, rannsóknasetra, rannsóknarstofa, rannsóknahópa og starfsmanna, svo sem vegna ráðstefna, fyrirlestra, málstofa og heimsókna í framhaldsskóla o.fl.

Meðal viðburða sem eru í verkahring samskiptasviðs eru Háskóladagurinn, Vísindavaka, Framadagar, Stelpur, stálp og tækni, Strákar og stálp í háskóla, UTmessa.

Smelltu hér til að nálgast merki HR, myndabanka, fá upplýsingar um stjórn, ráð og nefndir.

Almennar fyrirspurnir má senda á Ásthildi Gunnarsdóttur, forstöðumann samskipta.

Fara efst