Samskipti
Upplýsingamiðlun, markaðsstarf, viðburðir og kynningar
Í verkahring samskiptasviðs Háskólans í Reykjavík eru markaðsmál og ásýnd skólans, innri og ytri samskipti, margvísleg útgáfa, viðburðir, samfélagsmiðlar og vefmál, almannatengsl og þjónusta við fjölmiðla. Samskiptasviðið miðlar upplýsingum um starfsemi HR til starfsfólks, nemenda og almennings með sérstaka áherslu á vísindamiðlun, rannsóknir, nýsköpun og námsframboð.
Samskiptasvið stýrir fjölbreyttu kynningar- og fræðslustarfi fyrir grunn- og framhaldsskólanema, atvinnulíf og samfélag í samstarfi við deildir háskólans. Í því samhengi má nefna viðburði á borð við Háskóladaginn, Framadaga, Stelpur & tækni, UT-messuna og Vísindavöku.
Almennar fyrirspurnir má senda á Ásthildi Gunnarsdóttur forstöðumann samskipta.
Ásthildur Gunnarsdóttir
Forstöðumaður samskipta