Námið
Rannsóknir
HR

Stjórnun og stefna

Háskólinn í Reykjavík er einkahlutafélag og eru hluthafar og eignarhluti þeirra eftirfarandi:

  • Menntasjóður Viðskiptaráðs Íslands 64%
  • Samtök iðnaðarins 24%
  • Samtök atvinnulífsins 12%

Eigendur hafa ekki fjárhagslegan ávinning af rekstri HR og ekki er heimilt að greiða arð til hluthafa. HR er því rekinn eins og um sjálfseignarstofnun sé að ræða og ávinningurinn nýttur til að efla menntun í landinu, einkum á sviði tækni, viðskipta og laga.

Háskólinn í Reykjavík er með þjónustusamning um kennslu og rannsóknir við ráðuneytið.

Háskólaráð HR

Í háskólaráði HR sitja tíu fulltrúar skipaðir af eigendum HR, alla jafna til tveggja ára, sem hafa víðtæka þekkingu af atvinnulífi. Háskólaráð er vettvangur umræðna um stefnumótun háskólans um nám, kennslu, rannsóknir og gæði, sem og tengsl háskólans og atvinnulífsins. Háskólaráð markar meginstefnu skólans í samráði við stjórn HR.

Háskólaráð fundar 3-4 sinnum á ári.

Háskólaráð:
  • Guðbjörg Edda Eggertsdóttir – formaður stjórnar og háskólaráðs
  • Andri Þór Guðmundsson– formaður Viðskiptaráðs og forstjóri Ölgerðarinnar
  • Anna Hrefna Ingimundardóttir – aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
  • Árni Sigurjónsson – formaður Samtaka iðnaðarins
  • Borghildur Erlingsdóttir – forstjóri Hugverkastofu, tilnefnd af ráðuneyti
  • Brynja Baldursdóttir – forstjóri Motus
  • Eyjólfur Árni Rafnsson – formaður Samtaka atvinnulífsins
  • Guðmundur Fertram Sigurjónsson – stofnandi og forstjóri Kerecis
  • Hjálmar Gíslason – stofnandi og forstjóri GRID
  • Valgerður Hrund Skúladóttir – forstjóri Sensa

Rektor situr fundi háskólaráðs og annast undirbúning þeirra í samráði við formann. Sviðs- og deildarforsetar HR og formaður stúdentafélags HR sitja einnig fundi ráðsins.

Stjórn HR

Stjórn HR er skipuð fimm aðalmönnum kjörnum á aðalfundi til tveggja ára senn

Stjórnin ræður rektor HR. Rektor situr stjórnarfundi. Stjórnin sinnir almennum stjórnarstörfum eins og á við um stjórnir fyrirtækja og ber ábyrgð á stefnumótun, stjórnskipulagi, fjármálum, þar með ákvörðun skólagjalda, og almennum rekstri. Stjórnin hefur sett sér starfsreglur þar sem nánar er kveðið á um framkvæmd starfa hennar.

Fimm manneskjur sem skipa stjórn HR stilla sér upp fyrir myndavélina.
Stjórn Háskólans í Reykjavík.
  • Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, formaður stjórnar HR
  • Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
  • Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima
  • Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech
  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Fara efst