Námið
Rannsóknir
HR

Sextíu sprotafyrirtæki með rætur í Háskólanum í Reykjavík

Yfir sextíu nýsköpunarfyrirtæki hafa verið stofnuð í Háskólanum í Reykjavík og hafa verið sett undir sprotasólina. Flest þeirra spretta upp úr lokaverkefnum nemenda og/eða rannsóknum starfsfólks. Það er einmitt í takti við þá stefnu skólans að vera leiðandi í rannsóknum, samhliða því að vera öflugur nýsköpunarháskóli.

Sprotasól HR
Sprotasól HR

Háskólinn í Reykjavík er driffjöður nýsköpunar í gegnum hagnýtingu rannsókna og þjálfun fyrir alla nemendur.

segir í stefnu Háskólans í Reykjavík

Kortlagning sprotafyrirtækja með tengsl við HR fór fram árið 2022. Verkefninu var ætlað að ná yfir þau fyrirtæki sem stofnuð voru af nemendum eða kennurum á meðan á námi þeirra eða störfum við HR stóð frá stofnun skólans árið 1998. Í verkefninu voru dregin fram yfir sextíu nýsköpunarfyrirtæki með bein tengsl við skólann. Flest þessara fyrirtækja spretta upp úr lokaverkefnum nemenda og/eða rannsóknum starfsfólks og er það í takti við þá stefnu skólans að vera leiðandi í rannsóknum samhliða því að vera öflugur nýsköpunarháskóli.

Ný tækni, nýjar vörur, ný fyrirtæki

Í Háskólanum í Reykjavík er leitast við að veita nemendum góðan skilning á nýsköpun til að hvetja þá til að verða frumkvöðlar og skapa störf í framtíðinni, til dæmis með stofnun sprotafyrirtækja. Stærsta árlega námskeiðið sem kennt er við HR er þannig “Nýsköpun og stofnun fyrirtækja” og taka nemendur úr flestum deildum skólans þátt í því á þremur vikum við lok fyrsta eða annars námsárs. Á námskeiðinu hefur fæðst fjöldi hugmynda sem hafa svo orðið að nýjum fyrirtækjum, nýjum vörum og nýrri tækni. Einnig er stöðugt hvatt til þess að nemendur HR vinni að verkefnum í samstarfi við fyrirtæki, enda náið samstarf við atvinnulífið og þverfagleg samvinna meðal áhersluatriða í stefnu skólans.

Fara efst