Námið
Rannsóknir
HR

5. september 2025

Fjölmenni og frábær stemning á alþjóðadegi í HR

Alþjóðadagur Háskólans í Reykjavík var haldinn nú í vikunni. Viðburðurinn var einstaklega vel heppnaður og sóttu hann á bilinu 500–700 nemendur og starfsmenn sem nýttu tækifærið til að kynna sér fjölbreytt alþjóðleg tækifæri.

Lögð var áhersla á að kynna skiptinám, framhaldsnám erlendis, styrki og önnur alþjóðleg tækifæri. Erlendir skiptinemar í HR buðu gestum að smakka rétti frá sínum heimalöndum og kynntu samstarfsskóla HR. Þá gáfu verkefnastjórar Alþjóðasviðs, mentorar og nemendur, sem lokið hafa skiptinámi, innsýn í reynslu sína og möguleika sem standa til boða.

Gestir voru spenntir að smakka mat frá löndum erlendra skiptinema.

Á staðnum voru einnig fulltrúar sendiráða fjölmargra ríkja, alþjóðlegra samtaka og sjóða, sem kynntu alþjóðleg tækifæri; framhaldsnám, styrkmöguleika og tungumál.

Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir, forstöðumaður alþjóðasviðs,
Alexandra Ýr van Ervin og Hrafnhildur Ylfa Magnúsdóttir, verkefnastjórar á alþjóðasviði.

Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir, forstöðumaður alþjóðasviðs, segir viðburðinn hafa fest sig í sessi og sjaldan jafn margir bæði tekið þátt og sótt viðburðinn og nú;

Viðburðurinn hefur fest sig í sessi og bæði þátttakendum og gestum fjölgar ár frá ári. Við viljum þakka erlendu skiptinemunum okkarog mentorunum sérstaklega fyrir, fyrir hjálpina. Þá er gaman að segja frá því að nokkrir doktorsnemar í HR tóku sig saman og elduðu dýrindis ítalska rétti til að gefa gestum og gangandi.

Við þökkum kærlega fyrir skemmtilegan alþjóðadag í HR og hlökkum til næsta alþjóðadags sem verður í byrjun febrúar!

Á staðnum voru fulltrúar sendiráða fjölmargra ríkja.
Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir