1. september 2025
Góð fundarstjórn laðar fram það besta í hverjum fundarmanni
1. september 2025
Góð fundarstjórn laðar fram það besta í hverjum fundarmanni
Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og þingmaður, mun miðla af víðtækri reynslu sinni af fundarsetu og fundarstjórn,á námskeiði í fundarstjórn í Opna háskólanum við Háskólann í Reykjavík í nóvember.
Katrín hefur mikla reynslu af fundarsetu á ólíkum vettvangi og hefur þannig öðlast dýrmæta þekkingu því sem felst í skilvirkum fundi. Bæði hefur hún setið fundi innan stjórnmálanna sem hún segir mjög mismunandi, suma formlega, aðra óformlega, suma lokaða og aðra opna. Auk þess hefur hún setið óteljandi fundi með fólki úr stjórnsýslu og einkageira, fyrir utan frjáls félagasamtök og húsfélög.
Góð fundarstjórn skilar skilvirkum fundum, sparar tíma og laðar fram það besta í hverjum fundarmanni. Alltaf skiptir máli að tilgangur fundarins liggi fyrir í upphafi og honum sé stýrt samkvæmt því. Ef tilgangur fundarins er óljós og reglurnar ekki skýrar getur það sett fundarstjóra í erfiða stöðu. Eins getur það valdið miklum usla ef fundarstjórinn fer á valdatripp og leyfir fundarmönnum ekki að tjá sig.
Hún bætir við að góð fundarstjórn bæti líka samskipti og geti leitt til þess að kalla fram ólík sjónarmið í umræðu sem síðan byggir undir betri ákvarðanir.
Á námskeiðinu verður farið yfir ólíkar tegundir funda, allt frá foreldrafundum til stjórnarfunda og rætt hvað þarf að hafa í huga til að fundurinn skili þeim árangri sem til er ætlast. Námskeiðið er hugsað fyrir stjórnendur, leiðtoga, verkefnastjórnendur og millistjórnendur.
Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir