Námið
Rannsóknir
HR

15. ágúst 2025

Húllumhæ og gleði á nýnemadögum HR

Nýnemadagar fóru fram í Háskólanum í Reykjavík dagana 14.-15. ágúst og nýnemar þá boðnir velkomnir með fjölbreyttri dagskrá.

Á dagskrá voru m.a. kynningar allra deilda, nemendafélög HR kynntu starfsemi sína, nemendaþjónusta HR var kynnt og boðið upp á gönguferðir um skólann með leiðsögn. Nýnemadögum var síðan slúttað með grillveislu í Sólinni á föstudeginum.

Við bjóðum nýnemana hjartanlega velkomna til okkar í HR og minnum á að á þjónustuborðinu slær HR hjartað. Það er enginn spurning út í hött og um að gera að leita til okkar, sérstaklega núna fyrstu dagana þegar er allt er nýtt og framandi.

gréta matthíasdóttir, sviðsstjóri nemendaþjónustu
Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir