Námið
Rannsóknir
HR

12. ágúst 2025

Snjallræði með breyttu sniði – nemendur geta fengið einingar fyrir þátttöku


Snjallræði, háskólahraðall fyrir samfélagslega nýsköpun, verður með breyttu sniði í ár. Hraðallinn er samstarf Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Reykjavíkurborgar, Vísindagarða og Marel en í ár geta nemendur í fyrsta sinn fengið ECTS einingar fyrir þátttöku innan þessara skóla.

Opinn kynningafundur fer fram í Grósku miðvikudaginn 13.ágúst klukkan 12.00 en viðburðinum er einnig streymt.

Snjallræði er nýsköpunarhraðall sem byggir á aðferðaræði hins virta háskóla MIT og kallast MITdesignX. Þátttakendur í verkefninu fá einstakt tækifæri til að efla nýsköpunarhæfni sína með aðstoð sérfræðinga, ráðgjafa og aðila úr atvinnulífinu.

Frá upphafi hefur Snjallræði verið opið almenningi og er það áfram en með þeirri viðbót að háskólanemar geti hlotið einingar fyrir þátttöku.

Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir