Húseigendafélagið óskar eftir laganema
Hefur þú áhuga á að hjálpa fasteignaeigendum og berjast fyrir réttindum húseigenda? Viltu fá góða þjálfun í að leysa raunveruleg lögfræðileg vandamál fasteignaeigenda? Viltu fá frábæra reynslu sem er góð viðbót við ferilskrána þína?
Húseigendafélagið er að bæta við sig laganema vegna aðsóknar í þjónustu félagsins. Um er að ræða launaða stöðu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Starfið felur m.a. í sér lögfræðiþjónustu við fasteignaeigendur, svörun fyrirspurna, skipulagning og
undirbúningur húsfunda, leigumál og önnur tilfallandi verkefni. Starfsstöð er á skrifstofu félagsins í
Síðumúla 29 í Reykjavík.
Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf á hinum ýmsu sviðum – svo sem fasteignakauparéttar, eignaréttar og leiguréttar.
Við sjáum fyrir okkur að þú hafir:
- lokið grunnnámi í lögfræði og stundir meistaranám í lögfræði
- kostur ef þú hefur reynslu af eða þekkingu á fasteignarétti/leigurétti
- mjög gott vald á íslensku og ensku, í rituðu og mæltu máli
sjálfstæður í störfum, sýnir frumkvæði og góður í samskiptum við fólk
Húseigendafélagið býður þér:
- góðan og skemmtilegan vinnustað
- fjölbreytt, spennandi og raunveruleg verkefni
- sveigjanlegan vinnutíma og skilning í prófatímabilum
- handleiðslu reyndra lögfræðinga
- frábæra reynslu á ferilskrána
Sendu inn umsókn til Ívars Halldórssonar framkvæmdastjóra á netfangið ivar@huso.is merkt „Umsókn um starf laganema“. Ívar veitir allar nánari upplýsingar um starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 27. ágúst nk.
- Nafn tengiliðs: Ívar Halldórsson
- Netfang tengiliðs: ivar@huso.is
- Símanúmer tengiliðs: 595 9500
- Heimilisfang fyrirtækis: Síðumúli 29
- Umsóknarfrestur er til og með 27. ágúst nk.