Nýnemadagar 2025
Nýnemadagar fara fram dagana 14. - 15. ágúst í Háskólanum í Reykjavík. Á nýnemadögum eru nýnemar í grunnnámi við HR boðnir velkomnir með fjölbreyttri dagskrá.
Á nýnemadögunum fá nemendur að kynnast húsakynnum skólans, hitta kennara og samnemendur, starfsfólk deilda og annað starfsfólk HR. Auk þess geta nemendur kynnt sér fjölbreytta stoðþjónustu skólans, til dæmis bókasafnið, nemendaráðgjöf og alþjóðasvið.
Mæting er frjáls á alla viðburðina en við hvetjum nýnema til að mæta á sem flesta þeirra og hita upp fyrir komandi önn.
FIMMTUDAGURINN 14. ÁGÚST
Nemendur eftirfarandi deilda mæta á kynningar klukkan 11:00 og fá gagnlegar upplýsingar um skólaárið framundan:
- Tölvunarfræðideild - Stofa M101
- Sálfræðideild - Stofa V101
- Íþróttafræðideild - Stofa M103
- Tæknifræðideild - Stofa V102
Ath að sér kynning er fyrir nemendur í Byggingafræði og verður kl 10:00 í stofu V102.
Milli 11:30 og 13:00 verða nemendafélögin í HR í Sólinni að kynna starfsemi sína. Hægt verður að panta HR peysu
Við hvetjum þau sem eru á deildakynningum fyrir hádegi að staldra við og spjalla við nemendur og eins þau sem eru á kynningu eftir hádegi að koma fyrr.
Nemendur eftirfarandi deilda mæta á kynningar klukkan 13:00 og fá gagnlegar upplýsingar um skólaárið framundan:
- Verkfræðideild - Stofa M101
- Viðskipta- og hagfræðideild - Stofa V101
- Lagadeild – Stofa V102
FÖSTUDAGURINN 15. ÁGÚST
Opnir fyrirlestrar fyrir alla nýnema grunnnáms í stofu M101
- 10:15 - Grænn ferðamáti með Reykjavíkurborg
- 10:30 – 11:30 Kynning frá helstu þjónustuaðilum Háskólans í Reykjavík:
- Nemendaþjónusta HR - Nemendaráðgjöf, skiptinám, námsmat og bókasafn.
- Wifi, aðgangskort, eduroam og fleiri tækniatriði útskýrð með tækniþjónustu HR
- Hver er munurinn á Myschool og Canvas?
Nóg verður í boði í hádeginu í Sólinni
- Nemendafélög HR kynna starfsemi sína - skráðu þig í nemendafélag!
- Hægt verður máta og panta HR peysu
- Boðið verður upp á gönguferðir um skólann með leiðsögn með reglulegu millibili
- Strætó kynnir leiðir og Klappið
- Samtökin '78 bjóða upp á spjall
- ADHD samtökin bjóða upp á spjall
Dagurinn endar á grillveislu í Sólinni
Sjá einnig ýmsar hagnýtar upplýsingar hér um að hefja nám https://www.ru.is/namid/nemandinn/ad-byrja-i-hr
Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið personuvernd@ru.is.
Please note that at events hosted at Reykjavík University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on out ru.is or send an e-mail: personuverd@ru.is.