Department of Psychology Public Presentation of a Doctoral Thesis: Vaka Valsdóttir
Cognitive Performance, Cognitive Change, Brain Health, and Dementia: Associations with Risk Factors for Cognitive Aging
Vaka Valsdóttir will present and discuss her PhD thesis “Cognitive Performance, Cognitive Change, Brain Health, and Dementia: Associations with Risk Factors for Cognitive Aging” on Friday December 8th at 2pm. Vaka has already defended her thesis in a closed session.
Abstract
Increased life expectancy has led to an increased prevalence of dementia. It is estimated that around 57 million people worldwide have dementia and that by 2050 they will be 153 million. Action must be taken to limit these numbers to improve the quality of life for the growing older population. This project aimed to use the AGES-Reykjavik epidemiological data to outline the factors contributing to cognitive aging and estimate the probability of developing dementia. The AGES-Reykjavik Study was designed to examine risk factors related to disease and disability in the older population. The study ran from 2002 to 2011 and included 5,764 individuals (42% males) between the ages of 66 and 98.
The data includes over 600 variables with information on MRI imaging, cognitive testing, background data such as education level and leisure activities, and various physiological measurements. Subsets of the AGES-Reykjavik Study dataset were analyzed in three separate papers. In the first paper, linear regression was used to compare how risk factors for cognitive aging were associated with cognitive performance on the one hand and brain pathology on the other. The results showed that cognitive risk factors did not relate to cognitive performance and brain pathology similarly. Specifically, modifiable risk factors linked to cognitive reserve, such as educational attainment, participation in leisure activities, multilingualism, and good self-reported health, were related to cognitive performance but not brain pathology.
The second paper applied logistic regression to assess the relationship between known risk factors for cognitive aging and dementia. The findings indicate that cognitive reserve factors (educational attainment, participation in leisure activities, and good self-reported health) were more likely than other cognitive risk factors to have a relationship with dementia. In the third paper, the performance of three different machine learning methods, logistic regression, random forests, and neural networks, in assessing the relationship between cognitive risk factors and dementia was investigated. The results showed that a random forest algorithm outperformed logistic regression and neural networks in assessing the association between cognitive risk factors and dementia. Overall, the results of this thesis emphasize the importance of promoting factors relating to cognitive reserve since they play an essential role in cognitive performance and the risk of developing dementia.
Keywords: Cognitive aging, cognitive reserve, dementia, cognitive performance, cognitive change, brain health.
Ágrip
Auknar lífslíkur hafa leitt til aukinnar tíðni heilabilunar. Talið er að um 57 milljónir manna um allan heim séu með heilabilun og að árið 2050 verði sú tala orðin 153 milljónir. Gera verður ráðstafanir til að takmarka þennan fjölda til að bæta lífsgæði stækkandi hóps eldri einstaklinga. Þetta verkefni miðar að því að nota faraldsfræðileg gögn frá AGES-Reykjavik rannsókninni til að útlista þá þætti sem stuðla að hugrænni öldrun og til þess að meta líkurnar á því að einstaklingur fá heilabilun. AGES-Reykjavik rannsóknin var hönnuð til að kanna áhættuþætti sem tengjast sjúkdómum og fötlun hjá eldra fólki.
Rannsóknin stóð yfir á árunum 2002 til 2011 og náði til 5.764 einstaklinga (42% karlar) á aldrinum 66 til 98 ára. Gögnin innihalda yfir 600 breytur með upplýsingum um segulómskoðun, taugasálfræðipróf, bakgrunnsupplýsingar eins og menntunarstig og tómstundastarf og ýmsar lífeðlisfræðilegar mælingar. Fyrir þessa ritgerð var hluti AGES-Reykjavik gagnasafnsins greindur í þremur aðskildum vísindagreinum. Í fyrstu greininni var línuleg aðhvarfsgreining notuð til að bera saman hvernig áhættuþættir fyrir hugræna öldrun tengdust hugrænni frammistöðu annars vegar og heilaheilsu hins vegar. Niðurstöðurnar sýndu að vitsmunalegir áhættuþættir tengdust ekki hugrænni frammistöðu og meinafræði heilans á sama hátt. Sérstaklega voru breytanlegir áhættuþættir tengdir hugrænum forða, svo sem menntun, þátttaka í tómstundastarfi, fjöltyngi og jákvætt mat á eigin heilsu, tengdir hugrænni frammistöðu en ekki meinafræði heilans. Í annarri greininni var lógístískri aðhvarfsgreiningu beitt til að meta tengsl þekktra áhættuþátta fyrir hugrænni öldrun við heilabilun.
Niðurstöðurnar bentu til þess að þættir tengdir hugrænum forða (menntunarstig, þátttaka í tómstundastarfi og jákvætt mat á eigin heilsu) væru líklegri en aðrir hugrænir áhættuþættir til að tengjast heilabilun. Í þriðju greininni var frammistaða þriggja ólíkra vélnámsaðferða, lógístískrar aðhvarfsgreiningar, slembiskóga og tauganeta, við að leggja mat á tengsl hugrænna áhættuþátta og heilabilunar könnuð. Niðurstöðurnar sýndu að slembiskóga reiknirit skilaði betri árangri en lógístísk aðhvarfsgreining og tauganet við að meta tengsl hugrænna áhættuþátta og heilabilunar. Á heildina litið leggja niðurstöður þessarar ritgerðar áherslu á mikilvægi þess að efla þætti sem tengjast hugrænum forða þar sem þeir gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að hugrænni frammistöðu og áhættunni á að þróa með sér heilabilun.
Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið personuvernd@ru.is.
Please note that at events hosted at Reykjavík University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on out ru.is or send an e-mail: personuverd@ru.is.