Kynferðisofbeldi og önnur áföll á Íslandi
Áfallastreita og andlegur vöxtur
Þann 22. maí 2024 stendur sálfræðideild Háskólans í Reykjavík fyrir málþingi um niðurstöður nýrra rannsókna á áhrifum og afleiðingum kynferðisofbeldis og annarra áfalla á líf fólks á Íslandi. Rannsóknirnar hafa allar verið framkvæmdar við HR sl. sex ár með styrkjum frá Rannsóknarsjóði Íslands, Jafnréttissjóði og félags- og vinnumálaráðuneytinu.
Beint streymi verður frá ráðstefnunni.
DAGSKRÁ
13:00 Hátíðarávarp málþings | Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands |
13:10 Fundarstjórn og opnunarerindi | Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, prófessor og sviðsforseti samfélagssviðs HR |
13:20 Stígðu fram | Kynferðisofbeldi á Íslandi, félagslegur stuðningur og viðbrögð við frásögnum Rannveig Sigurvinsdóttir dósent við sálfræðideild HR |
13:40 Hvað hefur þjóðin upplifað? | Algengi og áhrif áfalla á Íslandi, kynjamunur og kynferðisofbeldi Þóra Sigfríður Einarsdóttir, sálfræðingur og doktorsnemi við sálfræðideild HR |
14:00 Andlegur vöxtur | Andlegur vöxtur í kjölfar áfalla og kynferðisofbeldis Erla Katrín Jónsdóttir, doktorsnemi við sálfræðideild HR |
14:15 „Og aldrei greru sárin“ | Bubbi Morthens flytur lag |
14:25 | Kaffihlé |
14:40 Stuðningur við þolendur | Dómsalur í sýndarveruleika sem stuðningur við þolendur kynferðisofbeldis Erla Katrín Jónsdóttir, doktorsnemi við sálfræðideild HR |
15:00 Hvað virkar? | Prófun á inngripi með dómsal í sýndarveruleika fyrir vitnisburð um kynferðisofbeldi Rannveig Sigurvinsdóttir, dósent við sálfræðideild HR Kathryn Elizabeth Gunnarsson deilir reynslu sinni af notkun dómsals í sýndarveruleika |
15:15 Áföll í lífi barna og ungmenna á flótta | Áföll í lífi barna og ungmenna sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi, samfélagsleg aðlögun og líðan Paola Cardenas, sálfræðingur og PhD í sálfræði við sálfræðideild HR |
15:30 „Til mín“ | Bryndís Ásmunds og Einar Þór Jóhannsson flytja frumsamið lag |
15:35 Hvernig gerum við betur? | Pallborðsumræður: Sérfræðingar frá Barna- og fjölskyldustofu, Barnahúsi, Stígamótum, Bjarkarhlíð, ríkissaksóknara og lögreglunni. |
Hér má nálgast vísindagreinar fyrirlesaranna:
Testifying in Court: Virtual Reality as a Preparation Strategy for Survivors of Sexual Violence in Iceland
‘It's all about the preparation’. Virtual reality courtroom for survivors of sexual violence: a case study
A Virtual Reality Courtroom for Survivors of Sexual Violence: A Mixed-Method Pilot Study on Application Possibilities
Prevalence of trauma exposure and PTSD symptoms among the Icelandic population: gender and regional differences
Associations among posttraumatic growth, demographic characteristics, posttraumatic stress symptoms, and trauma type, with a focus on sexual violence
Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið personuvernd@ru.is.
Please note that at events hosted at Reykjavík University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on out ru.is or send an e-mail: personuverd@ru.is.