Námið
Rannsóknir
HR

Viltu vera frumkvöðull?

Háskólinn í Reykjavík er virkur þátttakandi í nýsköpunarumhverfinu á Íslandi. Skólinn veitir starfsfólki og nemendum ýmsan stuðning þegar kemur að nýsköpun og frumkvöðlastarfi, bæði beint og í gegnum aðild að Auðnu tæknitorgi, KLAK og ýmsum nýsköpunarkeppnum.

HR leitast við að veita nemendum góðan skilning á nýsköpun og hvetur þá til að verða frumkvöðlar og skapa störf í framtíðinni. Í BSc-námi ljúka nemendur í tilteknum deildum námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja. Einnig eru nemendur hvattir til að vinna að verkefnum í samstarfi við fyrirtæki.

Taktu þátt í umhverfi þar sem hugmyndir fá að vaxa og verða að veruleika. Kynntu þér málið!

Starfsfólk

Stuðningur við starfsfólk fer eftir því hvort um sé að ræða hugverk sem unnt er að hagnýta með nytjaleyfi (nytjaleyfaferli) eða stofnun sprotafyrirtækis (sprotaferli). Þetta getur jafnframt farið saman.

Nemendur

Háskólinn í Reykjavík gerir ekki kröfu til hugverka sem nemendur þróa sjálfstætt í námi sínu. Skólinn hvetur nemendur til að feta nýsköpunarveginn og hafa jákvæð samfélagsleg áhrif! Hér að neðan er listi yfir þann stuðning sem nemendur geta fengið við þróun viðskiptahugmynda og stofnun fyrirtækja:


Fara efst