Námið
Rannsóknir
HR

Torgið

Hugmyndasamkeppni Reita og HR

Hvað er Torgið? 

Torgið er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Reita fasteignafélags. Samstarfið felur í sér árlega hugmyndasamkeppni fyrir nemendur HR. Þátttakendur fá tækifæri til að vinna að raunverulegum verkefnum úr starfsemi Reita og spreyta sig á spennandi áskorunum á sviði fasteigna og þróunar sem skipta íslenskt samfélag og atvinnulíf máli. 

Af hverju að taka þátt ?

Sigurvegarar Torgsins vinna ferð til Kaupmannahafnar í vettvangsferð 

  • Leystu verkefni fyrir alvöru fyrirtæki 
  • Þróaðu og settu fram hugmynd á þremur dögum 
  • Kynntu hugmynd fyrir dómnefnd 
  • Fáðu útrás fyrir sköpunargleðina 
  • Settu þetta „extra“ á ferilskrána þína 
  • Fara í fjögra daga ferð til Kaupmannahafnar – þar sem þú færð að kynnast borginni á einstakan hátt, efla tengslanet við fagaðila úr bransanum og kynna hugmyndina þína. - Bara pæling! 

Torgið er vettvangur þess að:  

  • Takast á við raunverulegar áskoranir í fasteignageiranum og fasteignaþróun 
  • Þróa og setja fram hugmynd á fjórum dögum 
  • Kynna hugmynd fyrir dómnefnd 
  • Njóta aðgangs að sérfræðingum úr atvinnulífinu  
  • Fá útrás fyrir sköpunargleðina 
  • Efla tengsl við háskólasamfélagið og atvinnulífsins með áherslu á nýsköpun og hagnýta reynslu 

"Fasteignafélög á Íslandi og víðar standa á tímamótum. Við hjá Reitum hlökkum til að fá einstakt sjónarhorn og innsýn nemenda HR við að takast á við áskoranir og móta skapandi lausnir sem styrkja samfélagið okkar. Framþróun og nýsköpun er nauðsynleg til þess að tryggja sjálfbæran rekstur, vöxt og verðmætasköpun. . Við hjá Reitum erum gífurlega spennt að fá öfluga nemendur HR að borðinu við að velta við hverjum steini og leggja fram hugmyndir að fasteignafélagi og þróun framtíðar."

Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita

Dagskrá

  • Miðvikudagurinn 8. október 
    • Setningarathöfn kl 12. Staðsetning auglýst síðar.
  • Fimmtudagur 9. oktober
    • Engin formleg dagskrá
  • Föstudagur 10. oktober
    • Engin formleg dagskrá
  • Laugardagurinn 11. október - Úrslit
    • kl 11.00 Skilafrestur á lausnum á atvinnulif@ru.is
    • Kl 13:00 Kynningar fyrir dómnefnd - Stofa M101 - Hver kynning má ekki vera lengri en 10 mínútur. Liðin fá ekki að fylgjast með öðrum kynningum, heldur bíða frammi þar til röðin kemur að þeim.
    • Kl 16:00 Kokteill í Sólinni
    • Kl 16.30 Verðlaunaafhending - Sólin
Ertu með spurningu?
Hrafntinna Viktoría Karlsdóttir
Verkefnastjóri atvinnulífstengsla og sjálfbærni
Fara efst