19. september 2025
Aldrei of gömul fyrir Pógó
19. september 2025
Aldrei of gömul fyrir Pógó
Stúdentafélagið í HR stóð fyrir árlegum Ólympíuleikum SFHR í vikunni. Þar koma nemendur úr öllum deildum innan skólans saman og keppa í nokkuð nýstárlegum og skemmtilegum greinum allt frá Limbó, Stinger, bekkpressu og Pógó/Kóngi yfir í Skæri-Blað-Steinn.

Særún Björk Jónasdóttir, forseti SFHR, segir Ólympíuvikuna hafa gengið eins og í sögu og stemningin hafi verið frábær.
Þátttakan var ótrúlega góð hjá nemendahópnum. Öll hádegi vikunnar var keppt í alls konar þrautum og á miðvikudagskvöldinu var svo haldið stórt fótboltamót. Það tókst gríðarlega vel með flottu liði keppenda og miklum stuðningi frá áhorfendum. Sólin er búin að vera stútfull af HR-ingum öll hádegi og hefur því verið mikil stemning í kringum keppnirnar. Allar deildir hafa lagt sitt af mörkum, keppnisskapið hefur verið mikið og baráttan í ár sérstaklega hörð.

Særún segir ljóst að allir hafa notið þess bæði að taka þátt og fylgjast með sem sé einmitt það sem geri Ólympíuvikuna svo skemmtilega og eftirminnilega.

Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir