Námið
Rannsóknir
HR

26. ágúst 2025

Fjölbreytnin styrkir samfélagið í HR

Nú um miðjan ágúst var tekið á móti 140 skiptinemum frá 17 löndum við Háskólinn í Reykjavík og voru nýnemadagarnir stútfullir af skemmtilegum viðburðum. Þar má nefna;

  • Morgunverður og móttaka með Ólafi Eysteini Sigurjónssyni aðstoðarrektor og starfsfólki alþjóðasviðs 
  • Kynningar á deildum og örnámskeið í íslensku 
  • Fyrirlestur frá Umhverfisstofnun um grænan lífsstíl á Íslandi 
  • Háskóladansinn 
  • Ratleikur um miðbæ Reykjavíkur með frábæru mentorunum okkar 
  • Grillveisla fyrir alla nýnema 
Skiptinemarnir koma frá ýmsum löndum, jafnt í Evrópu sem utan.

Hópurinn nú á haustönn kemur aðallega frá Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Danmörku og Svíþjóð en einnig frá fjölbreyttum löndum eins og Jórdaníu, Víetnam, Bandaríkjunum og Kamerún.

Við fögnum fjölbreytninni enda styrkir hún samfélagið okkar. Þá viljum við sérstaklega hrósa mentorunum okkar. Þeir leggja sitt af mörkum til að taka á móti nýjum nemendum, styðja við inngildingu og skapa vingjarnlegt andrúmsloft á fyrstu dögum annarinnar.

Guðlaug matthildur jakobsdóttir, forstöðukona alþjóðasviðs
Við bjóðum erlendu skiptinemana okkar innilega velkomna í HR!

Við bjóðum skiptinemana okkar velkomna í HR og hlökkum til að fylgjast með ykkur blómstra á nýrri önn! 

Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir